24 maí 2007

Niagara Falls

Jæja, oft var þörf að blogga en nú er nauðsyn ef ég á líka að komast á áætlun í Roadtripsbloggi...

Mamma og pabbi voru svo yndisleg og sniðug að gefa mér í afmælisgjöf ferð upp til Niagara Falls og skelltum við Nína okkur fimmtudaginn 17 maí sl. Við leigðum ægilega fínan bíl frá Hertz og lögðum af stað í rúmt 460 mílna ferðalag - 7 og hálfur tímur hvor leið. Ferðalagið gekk ótrúlega vel upp eftir og eftir nokkur pissustopp og marga bílaleiki komum við til Niagara Falls, Ontario, Canada rétt fyrir kvöldmatarleytið.
Við vorum á þvílíkt flottu hóteli, Embassy Suites, Canada-megin með frábæru útsýni yfir fossana. Herbergið var líka það stórt að það var sér stofa fremst og síðan labbaði maður áfram í gegnum eldhúsið með baði til hliðar og þaðan inn í svefnherbergið þar sem þetta geggjaða útsýni blasti við. Ekki var verra að það var geggjaður nudd-heitapottur inn á baði.

Það var gluggi fram á gang og þar tók við massa stofa með borðstofuborði og alles




Útsýnið út um herbergisgluggann var heldur ekki af lakari endanum..

Við skelltum okkur beint á Tony Roma’s og fengum okkur ljúffeng og langþráð rif.

Röltum síðan um hverfið og smelltum af nokkrum myndum af fossunum. (nokkrum er understatement) Frá kl níu til miðnættis var fossinn upplýstur í öllum regnboganslitum. Við ákváðum síðan bara að fara snemma að sofa eftir langt ferðalag til að geta vaknað snemma daginn eftir.



Við pöntuðum okkur bátsferð um Niagara River, mjög skemmtilegur bátur sem var opinn og flatur undir þannig að hann virkaði eins og Jet Ski. Við áttum pantað kl 11.30 og áttum að vera mættar hálftíma fyrr. Við skelltum því í okkur ljúffengum (NOT! J) amerískum morgunmat á hótelinu og héldum galvaskar af stað. Að sjálfsögðu vorum við með elsku Dúddu í bílnum (fyrir þá sem ekki vita hvað Dúdda er, þá er það GPS tæki) og stimpluðum við inn áfangastað og var áætlaður aksturstími um 30 mín. Við héldum því að stað með fullt traust á dúdduna okkar. Eftir uþb 15 mín akstur var komið að hinni örlagaríku hægri beygju. Dúddan skynjaði ekki litla veginn sem við áttum actually að beygja á.. en í staðinn “sagði hún okkur” að beygja nokkrum fetum fyrr og þá byrjaði ballið. Við vorum víst bara komin í risastóra einstefnu götu with no turning back merkta CARS TO USA. Úps nú voru góð ráð dýr… ég ekki með I-20 mitt og við að verða of seinar í bátinn. Náði sem betur fer að fresta því um einn og hálfan tíma en tollurinn var samt ennþá fyrir framan okkur og eflaust um 300 bílar fastir í traffík .. Ég byrjaði á því að hlaupa út og spyrjast fyrir í bílnum fyrir aftan okkur en hann tjáði okkur að eina leiðin væri að fara í gegnum tollinn og landamærin og útskýra bara að dúddan hefði beilað á okkur og það hlyti að reddast.. Sömu sögu hafði einn trukkabílstjórinn að segja, við værum bara í tómum vandræðum en hann var mjög elskulegur og hjálpsamur. Ég hljóp að tollinum og mætti þar svakalegri grybbu þannig að ég hrökklaðist eiginlega bara til baka. Nú voru góð ráð dýr… Við sátum aðeins í traffikinni en svo ákvað Nína að reyna einu sinni enn að tala við tolla gellurnar og ein var svo elskuleg að leyfa okkur að taka U-beygju án þess að fara í gegnum landamærin. Jeiiii Við vorum sloppnar.


Við keyrðum þá áfram niður til Niagara on the Lakes. Þvílíkt fallegur staður með risa stórum og fallegum húsum. Á leiðinni keyrðum við fram hjá risa vínekrum og ákváðum því að stoppa þar. Inniskillin var nafnið á vínekrunni og keyptum við rosa gott hvítvín eftir vínsmökkun ..

Veðrið var ekkert smá fallegt og gott og vorum við mjög spenntar að fara í bátsferðina. Enda var hún geggjuð, rafting af gráðu 5 og öldurnar gusuðust alveg yfir okkur og vorum við rennandi blautar frá toppi til táar. Þetta var um klukkutíma ferð og skemmtum við okkur konunglega.

Ég mæli amk með að fólk komi til Niagara Falls og það verði Canada megin því þar sést miklu miklu betur á fossana. Síðan er nánast skylda að vera á hóteli með Fallsview. Ótrúlega gaman og þetta fer án efa á topp 10 af flottustu stöðum sem ég komið á.

Við skelltum okkur í Journey behind the Falls þar sem maður gat farið niður með fossinum og hann skvettist allur yfir okkur og síðan er hægt að fara bak við fossinn og kíkja út á hann á tveimur mismunandi stöðum. Mögnuð upplifun og þvílíkar drunur. Við tókum því “örfáar myndir” .. held að ég hafi endað í hátt í 1000 myndum.



Ótrúlega gaman að rölta síðan um svæðið og mikið að skoða. Við borðuðum á Hard Rock og röltum síðan upp á hotel, drukkum vínekruhvítvínið og horfðum á flugeldasýningu yfir fossunum. Eftir hana skelltum við okkur svo í Casinoið. Mega stórt casino og við erum strax farnar að kvíða því að fara til Vegas því $100 hurfu einn tveir og bingo áður en við nánast tókum eftir því… Úff maður verður að plana vel Vegas eyðsluna ;)


Daginn eftir keyrðum við um Niagara Falls svæðið og kíktum í Duty Free Store en keyptum reyndar ekki neitt. Síðan lögðum við í hann um 1pm og vorum komnar heim um 10pm .. því að við stoppum í 2 tíma í outleti sem við fundum á leiðinni. Frábær ferð og góð upphitun fyrir Roadtripið .....

Kv. Lára og Nína

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home