Dagur 2: Miðvikudagur 23. maí
Vöknuðum snemma, ræs ræs kl 8am. Fengum okkur bara alveg dýrindismorgunmat á mótelinu, beyglu með smurosti, banana og epladjús. Lögðum svo í hann um 9.30 og vorum komin til Washington, D.C. rétt um 11 leytið.
Washington er hrikalega falleg borg og allt of mikið hægt að skoða til að fitta því inn á einn dag en við vorum öll sammála um það að við værum hæst ánægð með daginn enda brjálað gott veður og yndisleg borg.
Við komum á Union Station í miðbæ Washington og lögðum bílnum. Þetta var ekkert smá flott lestarstöð með yfir 100 veitingarstöðum, 9 bíósölum, fullt fullt af búðum og margt fleira.
Beint fyrir utan lestarstöðina var minnisvarði af Christofer Columbus og þar við ákváðum við að fara í sight-seeing í Old-Trolley Tour sem ferðast um alla helstu staðina í Washington og maður má hoppa inn og út eftir hentugleika á ákveðnum stoppistöðum. Ásdís og Doddi héldu áfram í bílnum á meðan við hin fórum út við U.S. Captiol. Þar hefur U.S. Congress fundað frá 1800. Obboðslega falleg bygging og líka byggingarnar í kring, Supreme Court og The Library og Congress. Supreme Court var sérstaklega falleg bygging enda stærsta hús í heimi sem er byggt úr marmara.
Tókum síðan trolleyið að Thomas Jefferson minnisvarðanum. Rosalega fallegur og stendur við frekar stórt vatn. Þarna var hungrið farið að segja til sín og enn ekki veitingarstaður í nánd. Keyptum okkur því bara vatn og hoppuðum aftur upp í trolleyið.
Þá var stoppað við Lincoln memorial. Það var ótrúleg upplifun að standa þar og horfa yfir vatnið að Washington Memorial, eða stóru stönginni eins og við köllum það. Tókum hellings myndir og skoðuðum okkur vel um þar ásamt því að skoða Vietnan Veterans Memorial og WW II memorial.
Þegar hingað var komið vorum við gjörsamlega dáin úr þorsta (bjórþorsta) og hungri. Við röltum því og röltum en fundum engan veitingarstað þannig að við ákváðum að taka taxa í áttina að Hard Rock. Það var hins vegar svo hrikalega stór hópur á leiðinni þar inn að við römbuðum inn á ótrúlega kósí og skemmtilegan pöbb. Fengum rosa góðan mat og könnur af bjór og ekki skemmdi fyrir, sérstaklega fyrir Gumma og Nínu, að það var við að sýna úrslitaleikinn í meistaradeildinni Milan – Liverpool þar sem Milan vann.
Við röltum yfir að Hvíta Húsinu. Það var greinilega eitthvað mikið að gerast því það voru herþyrlur sveimandi um og menn upp á þaki með massa byssur og horfðu allt í kringum sig gengum kíki. Húsið var obboðslega fallegt en þó fannst mér US Capitol byggingin miklu fallegri. Reyndar er skemmtilegt frá því að segja að við héldum öll á leiðinni inní Washington að sú bygging væri Hvíta Húsið ... Svona erum við vitlaus ;)
Upp úr 6.30 röltum við svo aftur upp að Union Station lestarstöðinni þar sem við hittum aftur Ásdísi og Dodda. Við komum við í bjórbúðinni þannig að núna eigum við bjórkassa í bílnum sem við tökum alltaf með okkur upp á hótel og geymum í ísskápnum. Höfum nú samt hingað til ekki verið mjög dugleg að drekka hann. Efast samt að hann fari á endanum til spillis.
Við keyrðum áfram gegnum Arlington National Cemetary og stoppuðum við Iwo Jima minnisvarðann. Þetta er “flags of our father” styttan góða. Fallegt útsýni þaðan yfir borgina.
Keyrðum einnig fram hjá Pentagon á leið okkar frá Washington eftir frábæran dag. (8pm)
Núna er því búið að bæta D.C. og Virginu í fylkjasafnið.
Við vorum hins vegar ekki búin að panta mótel né hringja áður og núna var klukkan orðin dálítið margt þannig að við beygðum út af einum exit þegar klukkan var um 9.30 og enduðum í bænum Front Royal þar sem búa um 15000 manns. Fundum glæsilegan Pizza Hut stað þar sem við vorum einu gestirnir á svæðinu og aðeins 30 min í lokun. Vorum mjög vinsæl að panta tvær stórar pizzur og brauðstangir svona rétt fyrir lokun. Skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið. Þá hófst leitin mikla af gististað fyrir nóttina. Hringdum á heilan helling af hótelum en enduðum á einu sem hét Cool Harbor Motel sem var ægilega fínt og snyrtilegt. Fengum tvö herbergi sem var hægt að opna á milli – agalega hentugt.
Lágum og kjöftuðum í afslappelsi og fórum svo í háttinn.
Washington er hrikalega falleg borg og allt of mikið hægt að skoða til að fitta því inn á einn dag en við vorum öll sammála um það að við værum hæst ánægð með daginn enda brjálað gott veður og yndisleg borg.
Við komum á Union Station í miðbæ Washington og lögðum bílnum. Þetta var ekkert smá flott lestarstöð með yfir 100 veitingarstöðum, 9 bíósölum, fullt fullt af búðum og margt fleira.
Beint fyrir utan lestarstöðina var minnisvarði af Christofer Columbus og þar við ákváðum við að fara í sight-seeing í Old-Trolley Tour sem ferðast um alla helstu staðina í Washington og maður má hoppa inn og út eftir hentugleika á ákveðnum stoppistöðum. Ásdís og Doddi héldu áfram í bílnum á meðan við hin fórum út við U.S. Captiol. Þar hefur U.S. Congress fundað frá 1800. Obboðslega falleg bygging og líka byggingarnar í kring, Supreme Court og The Library og Congress. Supreme Court var sérstaklega falleg bygging enda stærsta hús í heimi sem er byggt úr marmara.
Tókum síðan trolleyið að Thomas Jefferson minnisvarðanum. Rosalega fallegur og stendur við frekar stórt vatn. Þarna var hungrið farið að segja til sín og enn ekki veitingarstaður í nánd. Keyptum okkur því bara vatn og hoppuðum aftur upp í trolleyið.
Þá var stoppað við Lincoln memorial. Það var ótrúleg upplifun að standa þar og horfa yfir vatnið að Washington Memorial, eða stóru stönginni eins og við köllum það. Tókum hellings myndir og skoðuðum okkur vel um þar ásamt því að skoða Vietnan Veterans Memorial og WW II memorial.
Þegar hingað var komið vorum við gjörsamlega dáin úr þorsta (bjórþorsta) og hungri. Við röltum því og röltum en fundum engan veitingarstað þannig að við ákváðum að taka taxa í áttina að Hard Rock. Það var hins vegar svo hrikalega stór hópur á leiðinni þar inn að við römbuðum inn á ótrúlega kósí og skemmtilegan pöbb. Fengum rosa góðan mat og könnur af bjór og ekki skemmdi fyrir, sérstaklega fyrir Gumma og Nínu, að það var við að sýna úrslitaleikinn í meistaradeildinni Milan – Liverpool þar sem Milan vann.
Við röltum yfir að Hvíta Húsinu. Það var greinilega eitthvað mikið að gerast því það voru herþyrlur sveimandi um og menn upp á þaki með massa byssur og horfðu allt í kringum sig gengum kíki. Húsið var obboðslega fallegt en þó fannst mér US Capitol byggingin miklu fallegri. Reyndar er skemmtilegt frá því að segja að við héldum öll á leiðinni inní Washington að sú bygging væri Hvíta Húsið ... Svona erum við vitlaus ;)
Upp úr 6.30 röltum við svo aftur upp að Union Station lestarstöðinni þar sem við hittum aftur Ásdísi og Dodda. Við komum við í bjórbúðinni þannig að núna eigum við bjórkassa í bílnum sem við tökum alltaf með okkur upp á hótel og geymum í ísskápnum. Höfum nú samt hingað til ekki verið mjög dugleg að drekka hann. Efast samt að hann fari á endanum til spillis.
Við keyrðum áfram gegnum Arlington National Cemetary og stoppuðum við Iwo Jima minnisvarðann. Þetta er “flags of our father” styttan góða. Fallegt útsýni þaðan yfir borgina.
Keyrðum einnig fram hjá Pentagon á leið okkar frá Washington eftir frábæran dag. (8pm)
Núna er því búið að bæta D.C. og Virginu í fylkjasafnið.
Við vorum hins vegar ekki búin að panta mótel né hringja áður og núna var klukkan orðin dálítið margt þannig að við beygðum út af einum exit þegar klukkan var um 9.30 og enduðum í bænum Front Royal þar sem búa um 15000 manns. Fundum glæsilegan Pizza Hut stað þar sem við vorum einu gestirnir á svæðinu og aðeins 30 min í lokun. Vorum mjög vinsæl að panta tvær stórar pizzur og brauðstangir svona rétt fyrir lokun. Skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið. Þá hófst leitin mikla af gististað fyrir nóttina. Hringdum á heilan helling af hótelum en enduðum á einu sem hét Cool Harbor Motel sem var ægilega fínt og snyrtilegt. Fengum tvö herbergi sem var hægt að opna á milli – agalega hentugt.
Lágum og kjöftuðum í afslappelsi og fórum svo í háttinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home