26 maí 2007

Dagur 1: Þriðjudagur 22. maí

Þá er loksins komið að því - Roadtrip USA 2007 skollið á.
Við sóttum bílinn út á flugvöll daginn áður og erum við rosalega ánægð með bílinn. Toyota Sienna árgerð 2007 og nánast ókeyrður, rúmgóður og fallegur.

22. maí rann upp og vöknuðum við eldsnemma eftir áhyggjumikið panik pökkunarkast hjá mér .. hahah neinei ekkert alvarlegt en ég held nú samt að ég sé með allt of mikið með mér.. en ég væri nú ekki ég, ef ég hefði ekki haft örlitlar áhyggjur af þessum pökkunarmálum.
Ásdís og Doddi sóttu okkur um 8.30am og vorum við officially lögð í’ann um níu leytið. Ótrúlega sérstök tilfinning að vera allt í einu bara lögð af stað. Já, lögð af stað frá Boston til New York að pikka upp Ólöfu og Gumma. Ferðin þangað gekk rosa vel, örlítil traffík inn í Brooklyn en annars gekk að smuðrulaust fyrir sig. Vorum lent hjá Ólöfu og Gumma um 12.30.
Fengum okkur að snæða á Dinernum á horninu, pöntuðum fjórhjólaferðina í Moab og lögðum svo af stað áleiðis til Philadelphiu, Pennsylvania. Við lentum þar um 5pm. Ég var búin að prenta út svona self-guided 3 mílnu göngutúr / the Constitutional Walking Tour of Philadelphia / um miðbæ Philadelphiu þannig að við vissum svona sirka hvar við áttum að leggja. Við röltum um í frábæru veðri, 27°C hita og glampandi sól. Philadelphia virkar mjög yndisleg og róleg borg og svipaði að nokkru leyti til Boston. Skoðuðum m.a. National Constitution Center, The Liberty Bell Center, Independnce Hall, Congress Hall, Old City Hall, fyrsta og annan bankann í USA, Washington Square Park og margt margt fleira.
Það var í Philadelphiu sem Ameríka var lýst sjálfstæð þann 4. júlí 1776. Í dag táknar Liberty bjallan frelsi Ameríku frá Bretlandi og allt þetta gerðist í Independence Hall sem er oft kölluð “the birthplace of America”. Ja hérna hér.
Borðuðum svo á ljúffengum sushi-stað í miðbæ Philadelphiu. Síðan sóttum við bílinn og keyrðum um borgina. Keyrðum áfram götu í átt að Philadelphia Museum of Art þar sem var flaggað fánum frá öllum “sjálfstæðum löndum” (gisk) amk skartaði íslenski fáninn sínu fegursta þarna og var hann að sjálfsögðu langflottastur.
Safnið var obbbboðslega fallegt og er þriðja stærsta listasafn í USA. Það er einnig frægt fyrir Rocky tröppurnar góðu úr samnefndri mynd. Tókum myndir af okkur með Rocky styttunni og hlupum að sjálfsögðu upp tröppurnar á núll einni ...

Hress og kát eftir gott stopp héldum við áfram för okkar áleiðis til Washington. Um níuleytið fórum við að hringjast fyrir og finna mótel til að gista á og fundum eitt ódýrt og gott Days Inn hótel í Edgewood um klukkutíma fyrir utan Washington. Mjög flott mótel og gistu Ásdís, Doddi, Ólöf og Gummi saman í einu herbergi og við Nína í hinu. Ekki skemmdi heldur fyrir að við borguðum aðeins $143 dollara fyrir bæði herbergin eða rétt um 1400 kr á mann.

Fórum í gegnum sex fylki þennan daginn:
Massaschusetts, Connecticut, New York, New Jersey, Pennsylvania og Maryland.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home