31 maí 2007

Dagur 4: Föstudagur 25. maí

Okkur fannst öllum hrikalega erfitt að vakna og hefðum öll viljað sofa miklu lengur but the show must go on! Setti inn fyrstu umferð af myndunum inn á flakkarann minn en það er bara svo obbbboðslega erfitt að vera ekki með tölvu því í þær fáu mínútur sem við erum inn á herbergi áður en við förum að sofa þá eru báðar tölvurnar tvær sem eru í umferð báðar uppteknar. En þið verðið bara að fyrirgefa mér það og vera bara dugleg að kommenta hjá mér þegar ég loksins kemst í það að blogga.
Við lögðum af stað áleiðis til Memphis kl 10.30 og stoppuðum á leiðinni í Nashville. Lentum þar kl 13.00 og borðuðum hádegismat. Doddi hringdi í vin sinn sem er frá Nashville og fékk svona helstu upplýsingar um hvað við ættum að minnsta kosti að skoða. Við fórum því á eina aðal götuna, Broadway, keyrðum einn hring og lögðum svo bílnum og fengum okkur hádegismat. Sátum uppi á svölum og nutum veðurblíðunnar enda yfir 30°C hiti. Við ákváðum svo að skella okkur á Country Music Hall of Fame. Eyddum þar tveimur tímum í að skoða allskonar skemmtilega kántrísprelligosa.
Keyrðum síðan áfram og skoðuðum The Parthenon, sem er endurmynd í fullri stærð af gríska hofinu sem er í Aþenu. Þar fyrir framan var risastór grasblettur og lékum við okkur í frisbí og boltaleikjum í steeiiiikjandi hita. Lögðum af stað vel sveitt og sexy til Memphis um 5.30.
Við vorum búin að bóka fyrirfram næstu tvær nætur í Memphis, eina nótt á hóteli rétt fyrir utan Memphis og eina á Days Inn alveg við Graceland. Fyrra hótelið var mjög snyrtilegt að utan en var dálítið sjabbí að innan en við erum orðin svo sjóuð í þessum málum að við létum það ekkert á okkur fá. Það var svona eins og það væri samansafn af húsgögnum á hótelinu því ekkert herbergi var eins. Doldið fyndið.
Við fórum í bíltúr til að finna okkur eitthvað að borða og enduðum á KFC. Afgreiðslukonan var nú ekki alveg sú skýrasta í bransanum og þetta var líka frekar sjabbí staður en við skemmtum okkur hins vegar alveg konunglega og sumir átu meira yfir sig en aðrir.
Enduðum svo á bensínstöðinni á leiðinni heim og keyptum kassa af Corona bjór og skelltum því í okkur yfir góðu Póker spili um kvöldið. Ég eyddi hins vegar um það bil tveimur tímum að koma blogginu hér á undan ásamt Niagara Falls blogginu inn á netið. En vonandi koma reglulega færslur inn núna héðan í frá ef ég næ að stela af og til tölvunni af Gumma og Ólöfu.
Kveðja frá Tennessee.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Knús
Dagga

09:21  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Alveg fullt af kossum, þú stendur þig rosa vel í blogginu. Stolt af þér.

Kveðja Bryndís

10:06  

Skrifa ummæli

<< Home