26 maí 2007

Dagur 3: Fimmtudagur 24. maí

Vakning 9am, sturta og fínerí. Morgunmatur í seven eleven. Front Royal var miklu fallegri í sólinni. Hins vegar komumst við að því að bara fimm mínútum áður en við löbbuðum inn í 7/11 var framið bankarán í bankanum við hliðina á. Sérkennilegt í þessum litla saklausa fallega bæ. Við létum það hins vegar ekkert á okkur fá... og keyrðum bara í rólegheitum í burtu með ránsfenginn... haha ekki alveg :)

Framundan var held ég stærsti keyrsludagurinn í ferðinni. Keyrðum alla leið frá Front Royal, VA til Knoxville, TN. ( Hátt í 700 km) Vorum mest allan tímann að keyra í Virginiu með rosalega fallegt útsýni enda hef ég held ég aldrei séð svona mikinn gróður. Leið á köflum eins og við værum að keyra í Þýskalandi. Stoppuðum í tveimur smábæum, fengum okkur subway, spiluðum frisbí og fleira hressandi. Hápunktur dagsins var eiginlega þegar Days Inn bókin týndist en fannst aftur í ruslinu dálítlu síðar við mikinn fögnuð roadtrip-manna. Keyrðum um Knoxville þar sem var mikið líf og fjör og fengum okkar að borða á veitingarstað í miðbænum. Gistum síðan á Days Inn um 25 mílur fyrir utan Knoxville í átt okkar að Nashville
.
Spiluðum póker fram eftir en vorum nánast örmagna af þreytu eftir keyrsludaginn þannig að við gáfumst upp og skriðum í bólið upp úr tvö. Við erum amk búin að læra það að við þurfum að vera aðeins fyrr komin á mótelin til að geta slappað af og haft það gott.

Svo er það bara Nashville og Memphis framundan. Adíós ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home