16 september 2007

Buhuhuhuhu!

Í þessum skrifuðu orðum eru fuglarnir mínir - Dagga og Helga - að fljúga úr hreiðrinu..alla leið yfir Atlantshafið heim í kuldann á Íslandinu. Það er ekki annað hægt en að segja að það sé hálf tómlegt í kotinu núna....Ég sakna þeirra strax alveg hellings mikið.
Við náðum nú samt að gera ótrúlega mikið á þessari viku... borðum á allra þjóða veitingarstöðum... drukkum allra þjóða hvítvín... hlógum fyrir allan peninginn og sumir versluðu einnig fyrir allan peninginn... Segjum sem svo að Dagbjört hafi amk verið með tvöfalda vigt á við hana Helgu þó svo að Visa-reikningurinn hjá Helgu eigi síður en svo eftir að verða lægri... Say no more... vona bara að tollurinn verði besti vinur þeirra ;)
Takk fyrir frábæra viku elsku dúllurnar mínar.. og veriði velkomnar sem fyrst aftur ;)
En nú tekur alvaran við.. ástæðan fyrir því að ég er svona heppin að fá svona rosalega marga góða vini mína í heimsókn er sú að ég er Í SKÓLA í Boston... og því fylgir að maður þarf amk af og til að kíkja í námsbækurnar... er þaggi? Það er amk hellings lestur framundan...þannig að nú er um að gera að hvíla hvítvínið og hella í sig.. nei ég meina hella sér í námsbækurnar :)
Amk þangað til að næstu gestir koma í hús :)
Guðrún eftir rúmlega tvær vikur.... Gerða og Arna Rán í endann á október og svo Nína og family yfir Thanksgiving... Jeiiii hrikalega gaman.

Hafið það gott... ég ætla að fara að lesa þessar 700 bls sem bíða mín...

2 Comments:

Blogger Unnur Stella bullaði...

Til lukku fröken afasystir :o) híhíhíhí frekar fyndið.

Skemmtu þér vel í bókunum, en helltu þér nú ekki alveg á kaf svo þú yfirkeyrir ekki sjálfa þig. Þarft að vera kúl á því um jólin því þá loksins KEM ÉG LÍKA Á KLAKANN, svo það er möst að hittast.

Bestu kveðjur frá Álaborginni

16:05  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Buhuhuhu líka hérna......
Ég sakna þín fullt strax yndið mitt, þetta var frábært frí í besta félagsskapnum......
Verð í bandi fljótlega
Knúsur
Dagga

09:24  

Skrifa ummæli

<< Home