Afasystir!
Ég er orðin afasystir! Það er ekkert smá magnað að vera afasystir 27 ára gömul :) Hljómar frekar eins og ég sé 67 :) En ég er samt sem áður rosalega stollt af því að vera afasystir, því Gunnar Þór og Anna eignuðust litla prinsinn sinn þann 12. sept sl.
Annars er það að frétta af okkur Boston skvísunum að við erum búnar að labba um alla borgina.. og ég held að það sé búið að versla fyrir allan peninginn! Það er amk komin ný ferðataska í hús sem keypt var í Marshalls í gær :)
Í dag er rjómablíða og því ætlum við að reyna að skella okkur í Duck Tours og rölta síðan í Boston Common og niðrí bæ. Erum á leiðinni út núna...þannig að ég bið að heilsa í bili..
*slef* *slef* ...... svo er það Houston´s í kvöld :)
3 Comments:
Til hamingju.
Þá er það ákveðið þú átt von á heimsókn 21.-27.nóv :)
Hlakka rosa mikið til og svo að borða thanksging mat í Boston öll saman :)
Jeiiiiiiiiiii!
Hlakka ýkt mikið til!
Frábært stelpur.. hefur pottþétt ekki verið slæmt að borða á Houston's í gær. Gott að þetta er búið að vera stuð og gott verður.
Sakna ykkar... koss pg knúsur
Skrifa ummæli
<< Home