Vöknuðum missnemma og öll tiltölulega hress miðað við mikla spilamennsku nóttina áður. Ólöf og Ásdís rétt náðu í morgunmat, við Nína fórum báðar í sturtu og misstum þess vegna af morgunmatnum en Doddi og Gummi sváfu lengur.
Eftir ræs og eftir að allt var komið í bílinn þá héldum við af stað í kúrekabúðina. Við eyddum dágóðum klukkutíma í búðinni og keyptum okkur öll hatta nema Ásdís og Ólöf. Howdy Cowboy! Ógeðslega töff og túristaleg fundum við mexíkanskan matsölustað og borðuðum lúffengar tortilla kökur, nachos, fajitas og sallat í körfu.
Við lögðum síðan af stað í leit af ævintýrum. Ákváðum að beygja út af I-40 og fara á I-27 þar sem við fundum sannkallað ævintýraland. Byrjuðum á því að fara í Go Kart. Ógeðslega gaman. Því næst slógu strákarnir nokkra baseball bolta og síðan fórum við öll í 18-holu minigolf. Það var alveg rúmlega 30°C og glampandi sól þannig að við vorum að deyja úr hita. Í endann prófuðum við stelpurnar svo að slá nokkra softball bolta... hrikalega gaman.. á meðan strákarnir reyndu við baseballið. Kláruðum daginn í nokkrum spilakössum og lögðum svo af stað til Albuquerque, New Mexico um sexleytið.
Við stoppuðum á leiðinni í Dairy Queen sem Nína er búin að þrá alla ferðina. Fundum aðra Coupon bók og fundum ódýrt herbergi á Econo Logde í Albuquerque. Tékkuðum okkur inn og skutumst á Pizza Hut / Taco Bell og vorum svo sofnuð fyrir eitt.
Búin að bæta Arkansas og New Mexico í safnið.
2 Comments:
Þetta virðist bara vera eitt risa stórt ævintýri allt saman hjá ykkur :)
Kveðjur á línuna
Dagga
Það er laglega að það á að taka á því. Alla mína daga;)
Koss koss knús
Bryndís
Skrifa ummæli
<< Home