17 mars 2006

Hversu vel þekkir þú mig?

Hæ þið.. haldið þið að ég hafi ekki nælt mér í þessa fjárans pest. Eins og þeir sem þekkja mig best vita að þá get ég hreinlega ekki sest niður og slappað af.. ég er ekki þessi týpa að liggja upp í sófa og hafa það gott og glápa á TV.. ég verð alltaf að vera að gera eitthvað og þess vegna er hreinlega ótrúlega pirrandi að liggja heima veikur! Fyrir utan það að þessi pest er víst heillengi að fara úr manni! Fjúff ég hef nú bara hreinlega alls ekki tíma fyrir svoleiðis rugl!
Annars vildi ég nota tækifærið og þakka fyrir öll kommentin á færslunni hérna á undan..
Sérstakar þakkir fá Bostoníu vinir mínir Ásdís, Doddi, Magga og Gummi fyrir að ætla að aðstoða mig við íbúðarleitina góðu...
Ákvað að fara að fordæmi Huldu og setja upp svona skemmtilegt Quiz.. verður gaman að sjá hvað kemur út úr því...
Endilega svaraðu spurningunum með því að nota þennan link
http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060317090632-835915&

06 mars 2006

Boston here I come!

Ja hérna hér.. Ég er eiginlega bara alveg í ... haldið þið ekki bara að mamma hafi hringt í mig áðan í vinnuna og sagt mér að það biði mín umslag frá Northeastern University!
Haldið þið ekki bara að maður hafi ekki fengið bara þetta fallega acceptance letter!! þannig að skvísan er bara að leiðinni út.. Kennsla hefst 6. september næstkomandi...
OMG það er ekki laust við það að maður fái bara smá hnút í magann!