Jájá ég er ennþá á lífi og aldrei verið hressari :)
Ferðasagan er öll að koma ... segjum að hún sé í smíðum.
Héðan er allt gott að frétta. Upplifði 20°C sól og sumar og feels like -10°c og 15 cm snjó á 48 klst. Geri aðri betur... svo er sagt að það sé funky veður á Íslandi.
Fór í gær í snjónum í ræktina og barðist svo í brjáluðu veðri yfir fenin í Taekwondo. Ég hélt ég myndi deyja á leiðinni heim, eftir mikið púl, að klofa yfir þennan 15 cm snjó sem ákvað að koma bara si svona á einum degi. Var mjög freistandi bara að leggjast í snjóinn og hvíla sig aðeins...
Ég var alveg búin þegar ég kom heim... var komin upp í rúm um tíu.. prjónaði aðeins :) og svaf svo í 12 tíma heheh.
Í dag er St. Patricks day og allar útskýringar á þeim degi eru vel þegnar. Ég skaust yfir í Taekwondo og annar hver maður sem ég mætti á leiðinni var íklæddur grænu og blindfullur...og hver einasti bar stútfullur. Ákvað síðan bara að skella mér í ræktina líka og því má segja að ég sé búin að svitna eins og xxxx í kirkju tvisvar í dag :) Á leið minni þangað varð ég næstum því fyrir snjóbolta árás í snjókasti milli fullra og blindfullra... Gaman að því... Sá hins vegar ameríska leið til að búa til snjóhús og get ekki annað sagt að ég hafi verði impressed.
Hurru.. já ferðasagan öll í smíðum... Ég ætla að stökkva í sturtu og svo í stelpupartý til Ásdísar..
Adíós