25 febrúar 2006

Jæja mæjur og aðrar pæjur

pfuff.. þið hélduð að ég væri hætt.. have a little faith homies :) Ég er sko aldeilis langt frá því að vera dauð! Eiginlega bara sprelllifandi og alltaf jafn hress og kát! Heill hellingur af skemmtilegheitum hafa drifið á daga mína..
Í fréttum er þetta helst:
Árshátíð Icelandair / FL Group var haldin þann 11. febrúar síðastliðinn og lét maður sig að sjálfsögðu ekki vanta þar.. enda eðal partý þar á ferð. Hún var haldin á ekki síðri stað en í nýju Laugardalshöllinni, einmitt á sama stað og árshátíð 365 verður haldin þann 11. mars nk. Ég og Nína mættum í okkar fínasta pússi ásamt Guðrúnu, Bigga, Henry vini Bigga og öðrum Hertz-urum. Hrikalegt fjör.. frábær skemmtiatriði.. humm ;/ væri einhver til í rifja upp fyrir mér hverjir voru að spila á ballinu hehehe say no more um framhaldið :)
Idolkeppni starfsmanna 365 var síðan haldin með pompi og prakt þann 17. febrúar í Klúbbnum, Grafarvogi og heppnaðist ekkert smá vel.. Henný: Þú ert snillingur og við syngjum næst!! That´s a promise. Var á tjúttinu til 08:00 morguninn eftir.. og vaknaði svo ...
... kl 10:00 daginn eftir! Þá var ekkert annað í stöðunni en að fara að ryksuga og skúra og leggja á borð enda engar aðrar en eðalskvísurnar úr vinnunni að koma í matarboð! Vorum 13 saman í þvílíku júróvisjón fjöri og ekki skemmdi maturinn fyrir... Lára a la chef er líka algjör snillingur :) Takk fyrir frábært kvöld stelpur.. myndir væntanlegar á myndasíðuna mína ..
Mamma og pabbi komu síðan heim úr 3ja vikna ferð frá Thailandi. Ótrúlega gaman :)
Svo vil ég að lokum óska henni Nínu Björk til hamingju með daginn á mánudaginn! hahah hún er orðin eldgömul þessi kjelling :) Skrifa aftur fljótt.... LOFA!
Bless með stæl og varúlfsvæl.. eða var þetta ekki einhvern vegin þannig? Me OuT!

13 febrúar 2006

Ameríkanar!!!!

Eintómir snillingar eins og sannast á þessu myndbroti

10 febrúar 2006

MaNNaNaFnANeFnD ?

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – "#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.
ath að þetta eru allt mannanöfn samþykkt af mannanafnanefnd íslands.

07 febrúar 2006

VaR kLuKKuÐ aF ÁsDíSi!

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:

  1. Unglingavinnan
  2. Sumarbúðir ÆSKR
  3. Veraldarvefurinn / reykjavik.com
  4. Norðurljós / Íslenska Útvarpsfélagið nú 365 ljósvaka- og prentmiðlar.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

  1. Verð nú bara að segja "Save the last dance" .. bara fyrir Kristján hennar Hennýjar.
  2. Dirty Dancing
  3. Grease
  4. Gömlu góðu íslensku bíómyndirnar; Sódóma, Stella í orlofi, Dalalíf, Nýtt líf og Löggulíf...
4 staðir sem ég hef búið á:

Ég verð eiginlega að fá undanþágu á þessari því ég er eflaust eina manneskjan í heiminum sem er búin að búa á nákvæmlega sama staðnum síðan ég fæddist! Hef aldrei flutt.. og þið sem vel til mín þekkið: ÉG Á ALLT! meira að segja skóladótið mitt síðan í 6 ára bekk... nánast alla flugmiða til útlanda..eldspýtustokka frá flestum stöðum sem ég hef komið á .. já ég ætla bara að hætta áður en ég verð lögð inn á Klepp :)
  1. Fæðingardeildin
  2. Eikjuvogur 13
  3. Oxford England
  4. Eikjuvogur 13 :)

Hei jú.. ég fór einu sinni í tjaldútilegu.. telst það með?

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:

  1. Prison Break! Með betri þáttum..
  2. Friends
  3. Auðvitað OC :)
  4. er Idol fan numero uno
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

má ég bara segja fjóra?

  1. Útskriftarferðin VÍR2003; Sigling í Karabískahafið þar sem við heimsóttum Cozumel, Cayman Island og Jamaica, ásamt því að dvelja í Miami og Boston
  2. Ameríkutúrinn minn og Nínu; Biloxi Missisippi, South Beach Miami, Orlando Florida og New York baby
  3. Köben baby þar sem ég dvaldi hjá Berglindi og Fannari
  4. Að lokum óteljandi ferðir til Oxford :)
4 síður sem ég skoða daglega:

  1. Daglegur bloggrúntur á síður vina og vandamanna.
  2. mbl.is 3. google.is 4. hotmail.com
Fernt matarkyns sem ég held upp á:

1. Hreindýr 2. Mexíkómatur 3. Sushi 4. Rjúpur

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:

  1. í heimsókn hjá Huldu minni í Oxford
  2. einhversstaðar í steikjandi sól í tærum bláum sjó og með hvítri strönd
  3. í Thailandi þar sem mamma og pabbi eru núna
  4. upp í rúmi sofandi zzzzz klukkan er orðin svo margt :)
4 bloggarar sem ég klukka

  1. Guðrún 2. Hulda 3. Ingibjörg 4. Unnur Stella

05 febrúar 2006

Craig David !!!!

Ég er að fara að sjá manninn minn!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Oh my god ég ræð mér ekki fyrir spenningi :)
Það vildi þannig til að Nína var að browsa eitthvað og hanga á netinu í vinnunni þegar hún fann að Craig David er að hefja tónleikaferð í Bretlandi um þessar mundir. Hún hringdi í mig í morgun þó svo að hún vissi að ég var steinsofandi.. en mér varð svo um að ég stökk fram, kveikti á tölvunni og reif upp kreditkortið! Það besta við þetta allt saman er að tónleikarnir okkar verða í Oxford :) Þeir eru dagsettir 15. maí nk. og þá er bara að fara að pakka í tösku og gera sig reddí...
Eigum reyndar eftir að kaupa flugmiðana.. en það reddast eins og alltaf :) Þeir sem vilja skella sér með er bent á að fara inn á ticketmaster.co.uk og næla sér í miða.
Ég er að minnsta kosti búin að því... Sjáiði bara:
Sko.. 4 miðar.. Craig David, þann 15 maí 2006 í New Theatre Oxford baby :)
Ég er búin að bíða eftir þessum tónleikatúr í 4 ár!!!!