Ef það væri kosning í gangi um lélegasta bloggarann, þá viðurkenni ég alveg að ég myndi eflaust sigra.. og þá stórsigra :) EN núna eru ekki nema rúmir fjórir mánuðir þangað til að ég fer út þannig að það er eins gott að fara að standa sig.
Nema hvað, talandi um Boston.. Haldiði ekki bara að við, ég ásamt eðalpíunum Nínu, Bryndísi og yfirskipulagsskvísunni Dagbjörtu.. séum að skella okkur til Boston þann 17. apríl - 24. apríl !
Það verður ekkert smá gaman hjá okkur! Markmið ferðarinnar er að hafa það alveg obbboðslega gott og slaka á.. borða góðan mat og drekka gott vín og sofa vel og versla mikið og að sjálfsögðu að skoða íbúðir!!! Það er nú meiri höfuðverkurinn! Ég er búin að vera í sambandi við nokkra svona fasteigna agenta úti og þeir eru búnir að vera að senda mér milljón myndir af milljón íbúðum.. og fröken Fix Lára er bara svo rosalega picky þegar kemur að því að velja íbúð, þá aðallega hvað varðar baðherbergi og eldhús .. Dagga fékk heldur betur að finna það í hótelleitinni um daginn! Presidental suite var nánast það eina sem uppfyllti mínar þarfir :)
Ætli ég sé með kóngablóð? Tja maður spyr sig. Ég hef allavegana verið í angistum mínum þegar ég hef lesið síðurnar hjá Ásdísi og Dodda um íbúðardramaið hjá þeim! En ég vona að ég geti lært eitthvað af fróðleiksfólkinu mínu í Boston.
Mig dreymdi sérkennilegan draum í nótt... Veit ekki hvort það tengist uppbyggðu stressi í kringum íbúðarleitina...
Ég var stödd í lest.. hvar og hvers vegna veit ég eigi.. nema hvað.. lestin er að lalla þarna í rólegheitunum á teinunum þegar allt í einu kemur sjúkrabíll með látum upp að lestinni. Það skipti engum togum nema sjúkrabílsgæjarnir koma inn í lestina og taka mig með sér í sjúkrabílinn og flytja mig á geðdeild Landspítalans þvert gegn mínum vilja.. hummm.. Restin af draumnum fór í það reyna að sanna tilverurétt minn og að ég ætti alls ekkert heima inn á geðdeild.. og reyna að finna út af hverju í ósköpunum ég hefði gert til að vera lögð inn á geðdeild... hummmm veit ekki meir... ætli ég sé að verða geðveik :) Hins vegar er það allt annað mál að ég var í mjög góðum og fróðlegum samræðum við vinkonu mína um geðhvarfasýki í gær sem gæti að vísu haft sitt að segja... en maður spyr sig..Hlakka amk rosalega til að komast aðeins til útlanda í frí heheheh það er alveg nokkuð ljóst.
Já Unnur Stella :) þú vildir fá að vita hvað ég sé búin að vera að bralla. Tja, Fór á ótrúlega skemmtilegt staffadjamm á nasa fyrir tveimur vikum. Síðan á miðvikudaginn í síðustu viku hittumst við verkfræðipíurnar heima hjá Ólöfu. Nema hvað að við vorum ekki einu sinni helmingurinn.. Ásta, Helga, Sveinbjörg, Unnur Stella og Magga eru erlendis í námi og Íris var að eignast þennan líka yndislega prins - til hamingju -. Þannig að eftir voru ég, Ólöf, Lilja og Magnea.. Held við höfum samt haft alveg jafn mikið af veitingum og ef við hefðum verið allar :)
Daginn eftir var svo annar saumaklúbbur - já aftur heima hjá Ólöfu - og í þetta sinn hittumst við Vogaskólaskvísurnar.. Ég, Ólöf, Inga Rut, Guðrún, Vilborg og Brynja. Mikið spjallað og slúðrað! Enda stefnum við Ólöf á að byrja skipulagningu á reunioni innan tíðar! Ekki satt ólöf?
Held þetta sé bara að verða komið gott í einni færslu :) Er búin að vera ógeðslega dugleg!
Ég skal lofa að skrifa ótrúlega fljótt aftur. Vil að lokum minna alla harða Idol áhorfendur á það að Idolið byrjar á föstudaginn klukkan 20:05 en ekki hálfníu eins og vanalega. ÁFRAM ÍNA!!