22 apríl 2006

Yfirvigt Smifirvigt - Euro Spjuro og Visa skvisa

Blessud og sael!
Af okkur edalskvisunum er ennta allt alveg super ad fretta. Forum i gaer i lunch a Beacon Hill Hotel og Bistro og roltum svo i godu yfirlaeti um straeti Boston. Forum svo a Cheesecake Factory tar sem vid bokstaflega atum oll yfir okkur. I dag erum vid svo staddar i Cambridge Gallerie sem er alveg hreint storkostlegt mall og er buddan alveg buin ad fa a finna fyrir tvi.. 4 timar og all nokkrir dollararnir foknir. I kvold verdur svo afmaelisparty.. tar sem enginn annar en eg sjalf a afmaeli a morgun !!! Af tvi tilefni aetlum vid edalskvisurnar asamt Asdisi og Moggu ad fara eitthvad kosy ut ad borda og fa okkur jafnvel i adra tanna..
Tangad til naest.. hlokkum til ad sja ykkur oll a manudaginn tegar vid lendum a klakanum.
Yndislegar kvedjur fra edalskvisunum.. bidjum ad heilsa ollum i bili...

21 apríl 2006

Boston Baby

Sælir Íslendingar og aðrir nærsveitamenn.

Loksins komumst við í tölvu og getum gefið ykkur update af því hvað á daga okkar hefur drifið.

Við lentum á mánudaginn síðastliðinn og síðan þá erum við búnar að labba u.þ.b. 709.546 km um alla Boston. Héðan er allt gott að frétta og borgin hreint alveg æðisleg. Þá stendur helst upp úr að ég er búin að finna mér íbúð og er hún bara nánast alveg fullkomin í æðislegri götu í 5mín gangi frá skólanum. Peningabuddurnar okkar eru dálítið búnar að fá að finna fyrir því því það er aldeilis búið að versla fyrir allan peninginn.
Ég, Nína, Dagbjört, Bryndís, Magga, Gummi, Hrafnkell Árni, Ásdís og Doddi eru að fara í Lunch þannig að ég þarf að fara að drífa mig.. skrifa betur seinna..

Set nokkrar myndir með...


Þetta er gatan mín.. rosalega falleg. Svo held ég að það hafi verið sign að það hafi verið eins bíll og ég á beint fyrir utan innganginn í íbúðina mína.. algjör snilld.



Fórum síðan í gær á ítalskan restaurant í North End og fengum far með limmó.. ekkert slor fyrir eðalskvísurnar frá Íslandi.


17 apríl 2006

Nú er það að skella á :)

Jæja Boston og aðrir nærsveitamenn...
Þið megið nú fara að passa ykkur því skvísurnar eru á leið út á Leifstöð og verða lentar í Boston klukkan 18:00 að staðartíma.
Mátti til með að skrifa lokafærslu áður en við leggjum í hann.. bara svona til að skilja eftir öfund öfund hjá ykkur á klakanum :)
Þangað til næst... adios .. reyni nú kannski að henda inn eins og einni færslu með mynd af okkur pæjunum.
Love you folks.
Lara

15 apríl 2006

Gleðilega páska!

Sælinú öll sömul.
Vildi nota tækifærið og óska öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.

Nú eru ekki nema tveir dagar í að við leggjum í skvísuferðina! Ég, Dagbjört, Bryndís og Nína förum á annan í páskum til Boston þar sem við ætlum að slappa af og njóta þess að vera til! Sögur herma að hlýindi og gleði bíði okkar.. og við fáum ekki móttökunefnd af lakari kantinum heldur bíða okkar milljónir sveittra karlmanna í sexy hjólabuxum.. Við völdum dagsetningu ferðarinnar nefnilega bara út frá Boston Maraþoninu :)
Kvöldið í kvöld verður notað í það að leggja lokahönd á skipulagninguna en þá ætlar hún Dagbjört að vera svo elskuleg að bjóða okkur skvísunum í mat.
Þangað til næst... njótið þess að slappa af um páskana.

Skemmtilegt er síðan frá því að segja að í dag, 15.apríl, eru nákvæmlega 14 ár síðan rak vitlausa beinið í með þeim afleiðingum að það leið yfir mig og ég lenti á spítala með heilahristing og fór í heilaskanna og allan pakkann... Ætli ég sé ennþá að bjóða þess bætur?? Maður spyr sig....

07 apríl 2006

About time :)

Ok, bara eitt í viðbót um vinnuna mína og svo er ég hætt :) LOFA :)

7. apríl 2006

Samið um sameiginlega dreifingu sjónvarpsefnis

Mikilvægur áfangi hefur náðst um dreifingu á sjónvarpsefni hérlendis, samkvæmt samkomulagi sem Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi sjónvarpsrásum Digital Ísland og Skjásins. Með samkomulaginu fá viðskiptavinir beggja aðgang að öllum íslenskum sjónvarpsrásum.

Þetta samkomulag á bæði við um sjónvarpsrásir sem sendar eru út í opinni og lokaðri dagskrá. Undir það falla sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Skjár einn, NFS, Enski boltinn, Sýn, Sýn Extra, Sirkus, Stöð 2 Bíó, Stöð 2+, Skjár einn+ og Sýn+. Ákvæði í samkomulaginu kveður á um að það eigi einnig við um nýjar sjónvarpsrásir beggja aðila og væntanlegt ADSL sjónvarp Og Vodafone.

Hluti samkomulagsins tekur gildi 15. apríl næstkomandi, en þá hefjast útsendingar á Skjá einum á kerfi Digital Íslands, um leið og sjónvarpsstöðin Sirkus verður aðgengileg á ADSL-kerfi og Breiðbandi Símans. Aðrar opnar sjónvarpsrásir Digital Íslands og Skjásins verða aðgenglegar á öllum kerfunum í síðasta lagi 15. júní nk. Yfirstíga þarf tæknileg vandamál áður en unnt verður að senda út læstar sjónvarpsrásir um öll kerfin, en gert er ráð fyrir að þær útsendingar hefjist í síðasta lagi 15. september næstkomandi.

Samkomulagið felur í sér mikinn ávinning fyrir sjónvarpsnotendur og sjónvarpsefni beggja aðila mun ná til fleiri notenda en áður. Þeir sem hafa einungis aðgang að dreifikerfi annars aðilans geta nú notið sjónvarpsútsendinga hins. Sjónvarpsnotendur sem hafa aðgang að dreifikerfum beggja aðila geta nú nýtt sér móttöku frá einu dreifikerfi. Það einfaldar tengingar og fækkar bæði myndlyklum og fjarstýringum á heimilinu.

06 apríl 2006

Syn lang besta sætið!!

Það er nokkuð ljóst að fimmtudagskvöldin eru bókuð hjá mér! Horfðuð þið að Sænsku nördana? Algjör hrein snilld! Málið er sem sagt að Sýn hefur hafið sýningar á raunveruleikaþætti frá Svíþjóð sem fjallar um það að 15 algjörir nördar eru fengnir í lið og látnir æfa og æfa og endar með því að þeir keppa við eitt besta liði í Svíþjóð. Þessi sería hefur farið sigurför um öll Norðurlöndin og sænsku, norsku og dönsku nördarnir eru alveg að slá í gegn! Það var meira að segja þannig að þegar norsku nördarnir kepptu loka leikinn sinn, þá var norska landsliðið að keppa á sama tíma einhvern mikilvægan leik og norski nördaleikurinn fékk meira áhorf en á norska landsliðið!

Svo er málið að horfa á sænsku nördaseríuna núna á Sýn á fimmtudögum og fylgjast svo með íslensku nördaseríunni sem byrjar í ágúst! BARA SNILLD... tryggið ykkur áskrift núna í síma 515-6100!

Maður verður nú aðeins að plögga.. en ég er ekki að grínast, þetta voru snilldar þættir!
Minni ykkur svo á að Idolið byrjar klukkan 20;05 á morgun en ekki 20;30....ÁFRAM ÍNA... :)

04 apríl 2006

Hummmm haaaaa... ég??

Ef það væri kosning í gangi um lélegasta bloggarann, þá viðurkenni ég alveg að ég myndi eflaust sigra.. og þá stórsigra :) EN núna eru ekki nema rúmir fjórir mánuðir þangað til að ég fer út þannig að það er eins gott að fara að standa sig.
Nema hvað, talandi um Boston.. Haldiði ekki bara að við, ég ásamt eðalpíunum Nínu, Bryndísi og yfirskipulagsskvísunni Dagbjörtu.. séum að skella okkur til Boston þann 17. apríl - 24. apríl !
Það verður ekkert smá gaman hjá okkur! Markmið ferðarinnar er að hafa það alveg obbboðslega gott og slaka á.. borða góðan mat og drekka gott vín og sofa vel og versla mikið og að sjálfsögðu að skoða íbúðir!!! Það er nú meiri höfuðverkurinn! Ég er búin að vera í sambandi við nokkra svona fasteigna agenta úti og þeir eru búnir að vera að senda mér milljón myndir af milljón íbúðum.. og fröken Fix Lára er bara svo rosalega picky þegar kemur að því að velja íbúð, þá aðallega hvað varðar baðherbergi og eldhús .. Dagga fékk heldur betur að finna það í hótelleitinni um daginn! Presidental suite var nánast það eina sem uppfyllti mínar þarfir :)
Ætli ég sé með kóngablóð? Tja maður spyr sig. Ég hef allavegana verið í angistum mínum þegar ég hef lesið síðurnar hjá Ásdísi og Dodda um íbúðardramaið hjá þeim! En ég vona að ég geti lært eitthvað af fróðleiksfólkinu mínu í Boston.
Mig dreymdi sérkennilegan draum í nótt... Veit ekki hvort það tengist uppbyggðu stressi í kringum íbúðarleitina...
Ég var stödd í lest.. hvar og hvers vegna veit ég eigi.. nema hvað.. lestin er að lalla þarna í rólegheitunum á teinunum þegar allt í einu kemur sjúkrabíll með látum upp að lestinni. Það skipti engum togum nema sjúkrabílsgæjarnir koma inn í lestina og taka mig með sér í sjúkrabílinn og flytja mig á geðdeild Landspítalans þvert gegn mínum vilja.. hummm.. Restin af draumnum fór í það reyna að sanna tilverurétt minn og að ég ætti alls ekkert heima inn á geðdeild.. og reyna að finna út af hverju í ósköpunum ég hefði gert til að vera lögð inn á geðdeild... hummmm veit ekki meir... ætli ég sé að verða geðveik :) Hins vegar er það allt annað mál að ég var í mjög góðum og fróðlegum samræðum við vinkonu mína um geðhvarfasýki í gær sem gæti að vísu haft sitt að segja... en maður spyr sig..Hlakka amk rosalega til að komast aðeins til útlanda í frí heheheh það er alveg nokkuð ljóst.
Já Unnur Stella :) þú vildir fá að vita hvað ég sé búin að vera að bralla. Tja, Fór á ótrúlega skemmtilegt staffadjamm á nasa fyrir tveimur vikum. Síðan á miðvikudaginn í síðustu viku hittumst við verkfræðipíurnar heima hjá Ólöfu. Nema hvað að við vorum ekki einu sinni helmingurinn.. Ásta, Helga, Sveinbjörg, Unnur Stella og Magga eru erlendis í námi og Íris var að eignast þennan líka yndislega prins - til hamingju -. Þannig að eftir voru ég, Ólöf, Lilja og Magnea.. Held við höfum samt haft alveg jafn mikið af veitingum og ef við hefðum verið allar :)
Daginn eftir var svo annar saumaklúbbur - já aftur heima hjá Ólöfu - og í þetta sinn hittumst við Vogaskólaskvísurnar.. Ég, Ólöf, Inga Rut, Guðrún, Vilborg og Brynja. Mikið spjallað og slúðrað! Enda stefnum við Ólöf á að byrja skipulagningu á reunioni innan tíðar! Ekki satt ólöf?
Held þetta sé bara að verða komið gott í einni færslu :) Er búin að vera ógeðslega dugleg!
Ég skal lofa að skrifa ótrúlega fljótt aftur. Vil að lokum minna alla harða Idol áhorfendur á það að Idolið byrjar á föstudaginn klukkan 20:05 en ekki hálfníu eins og vanalega. ÁFRAM ÍNA!!