27 september 2006

Þið segið það!

Já, ég er eiginlega alveg hreint hrikalega ómöguleg :)
Ég vafrast milli blogga hjá vinum og vandamönnum og fussast og sveiast hér í einrúmi yfir því hvað allir eru hrikalega lélegir að blogga! Henný - Ásdís - Doddi og Guðrún mættu nú alveg fara að skrifa oftar svo ég geti lesið um raunir þeirra....
.. en svo uppgötva ég að ég er sjálf ekki búin að skrifa í tæplega viku!!! Hvurs lags er þetta eiginlega! Maður á nú varla að fussast í öðrum sem maður getur ekki einu sinni staðið við sjálfur.
Því hef ég ákveðið að taka hana DayB vinkonu mína til fyrirmyndar og vera ógeðslega dugleg hér eftir að uppfæra bloggið mitt :)
Héðan er annars bara allt hrikalega gott að frétta...
Hitastigið er svona á góðri niðurleið... úr 30 gráðum niðrí 20 gráður og ef maður á að vera totally honest þá er bara orðið pínu chilly :) Djöfull er maður fljótur að aðlagast.
Skólinn gengur mjög vel .. Búin að skila tveimur heimadæmum í báðum kúrsum og búin að fá þrjú þeirra til baka : 100%, 100% og 19,5 / 20.
Helvíti gott :)
Annars er mjög gaman að kynnast mismunandi menningarheimum fólks. Var einmitt að tala við einn frá Indlandi og einn frá Pakistan sem eru með mér í bekk. Pakistaninn var að tala um hversu mikla heimþrá hann væri með ... og ég nottla bara nú? Hva.. saknarðu fjölskyldu og vina?
Hann bara nee.. og já... bara alls... Það er allt svo hratt í USA.. t.d. er allt internet keyrt á innhringimódemum og hann var mjög frústreraður að það skyldi aðeins taka örskamma stund að skoða emailið sitt hérna í Ameríkunni. Ég bara ha? Hvað meinarðu? Hann: Já, ég meina hvað á maður þá að gera við allan hinn tímann sem maður sparaði?
Humm.. doldið spes.... Annað sem er doldið spes er að allir skemmtistaðir loka kl 12 á miðnætti í Indlandi og áfengi er með öllu ólöglegt í Pakistan. Úfff !
Ef þú villt kaupa þér vín í Indlandi þá þarftu ekki að sýna skilríki sem gerir það að verkum að allir niðrí 13 ára geta keypt sér bús... já og ef þú ert stoppaður fyrir að keyra og drekka þá bara borgarðu löggunni svo sem eins og samsvarar 3 dollurum og þá ertu sloppinn.
Síðan ef þú ættir næga peninga þá kæmist þú nánast upp með að drepa hálfa þjóðina í Pakistan.. bara ef þú mútar löggunni nógu helvíti mikið... (100 dollara eða svo :) )
Já, mikið lifandi ósköp er ég fegin að hafa fæðst og alist upp á Íslandinu góða :)
Talandi um aðrar menningar og tungumál...
Haldiði að ég sé ekki búin að skrá mig í spænskunámskeið. Fríkeypis og alles. Maður mætir einu sinni í viku í klukkutíma í senn og fær að læra tungumálið og önnur menningarmál. Er meira að segja búin að plata hana Möggu með mér.
Þá er eitt skref af nokkrum komin í process.. og þá á ég bara eftir að verða atvinnusöngvari, sushigerðarkona, strippari.. og hvað var það aftur fleira? :)
Annars er ég búin að hafa alveg hellings að gera.
Síðasta föstudag fór ég með Ásdísi og Dodda í bíó og sá þá snilldarmynd, A little Miss Sunshine.
Mæli með henni þegar hún kemur í bíó heima!
Á laugardagskvöldið bauð ég síðan öllum íslensku vinum mínum; Ásdísi og Dodda, Möggu, Gumma og Kela Kelirófu í mat í slottið. Boðið var upp á eðal kjúklingalundir á teini í teriyaki / engifers marineringu og meðlæti. Í forrétt gæddum við okkur síðan á Artichoke/Chilli dippinu hennar Mömmu ásamt "nakkosi" :) (Nachos á góðri ensku en mamma ber það alltaf fram sem nakkos þrátt fyrir hundrað tilraunir til að leiðrétta hana :) )
Við skemmtum okkur konunglega.. aðrir betur en sumir ... no comment hehe
Síðan er nánast orðið fullt í heimsóknartíma til Láru sinnar í Boston.
Ef einhver biður ógeðslega fallega þá er vel hægt að skvísa... en fyrst kemur hún Íris frænkan mín í heimsókn til mín núna á miðvikudaginn og ætlar að vera í heila viku jeiiiiiiiiiiiiii.
Þá mun hún halda hinum megin á landið þar sem hún ætlar að vera í LA í 2 mánuði! Go girl!
Síðan koma Elsa og Oddur, stjúpforeldrar mínir í heimsókn og síðan ætla mamma og pabbi að koma 27 okt til 30 okt.. fara þá til Orlando í mánuð og koma svo aftur 22. nóv til 26. nóv og verða hér yfir Thanksgiving :)
Ekkert smá gaman. Síðan ætlar hún Nína fína í Kína eflaust að kíkja á mig... nánari dagsetning liggur þó ekki endanlega fyrir.
Held ég segi þetta gott í bili en læt fylgja með nokkrar myndir.....
Skólinn minn :)
Útidyrahurðin mín :)

Íbúðin mín, á 2. hæð vinstra megin við hvíta skreytta gluggann.

Alltaf pláss fyrir fleiri gesti :)

Nægur matur til í ísskápnum...

Kósí hjá okkur...

Fallega fólkið

Það var aðeins fengið sér í aðra tánna :)

Dúdarnir Doddz og Gummz

21 september 2006

Ekki mikil viska þar á ferð....

Hvernig hreinlega stendur á því að það séu til viskustykki, nota bene VISKUstykki, sem hreinlega þurrka bara alls ekki neitt! Þau hafa einn tilgang í lífinu... að þurrka leirtau, jú og kannski að vera upp á punt. Ég keypti rosa fín rauð viskustykki í Bed, Bath and Beyond og er búin að þvo þau 3svar.... og þau bara þurrka alls ekki neitt... meira svona dreifa bleytunni...
Hvernig má það vera?

20 september 2006

Átakanleg frásögn

Mæli með því að þið farið inn á þessa síðu http://blog.central.is/hrund og lesið þessa átakanlegu frásögn. Skráum okkur síðan á http://www.stopp.is og förum varlega í umferðinni!

18 september 2006

Ta da da rammm....

.... loksins loksins kemur það sem þið hafið verið að bíða eftir svo allt of lengi!

Ég sem hélt að ég yrði eitthvað einmanna og myndi veslast upp og deyja.. Tja svo er nú ekki því það er bara hellings hellingur alltaf að gera :) Sem betur fer ... and I´m loving it :)
Eftir að Nína fór, hellti ég mér út á námið af fullum krafti enda búin að koma mér vel fyrir og íbúðin mín orðin ofsalega sæt og fín... Sjá myndir hér fyrir neðan. Helgin fór nánast í það að gera heimadæmi fyrir daginn í dag...ekki nema 18 bls... Þokkalegur afrakstur það!
Ég og Ásdís fórum í þvílíkan kraftgöngutúr í gær meðfram Charles River, fyrir þá sem ekki vita þá er það stóra áin sem m.a. skilur að Boston og Cambrigde.. Þar ákváðum við að við myndum fljótlega setja niður "skipulag" sem væri á þá leið að við færum í einn svona massífan göngutúr amk einu sinni í viku, einu sinni í viku í sund og hina dagana í ræktina... Lýst þokkalega vel á það samhliða þess að maður drekkur vatn út í eitt og borðar hollan og góðan mat! Allar uppskriftir að skemmtilegum, auðveldum og hollum mat má senda á laraxgudrun@gmail.com
Játs.. ég er komin með Gmail og Facebook og allt það sem Ásdísi finnst kúl :) Og ég verð að segja það að mér finnst það bara kúl líka... ekki nema 2500 MB og endalausir möguleikar...
Og Ásdís... það er aldrei að vita nema ég fari að nota bara eitt email... :)
Ég ætlaði alltaf að láta þessa bloggfærslu innihalda raunir mínar við það að koma mér fyrir í Ameríku... Ef ég hefði bloggað daglega um allt sem gekk ekki upp í fyrstu tilraun þá hefði ég "fyllt internetið" ef það væri hægt :) Þær sögur verða því bara að bíða betri tíma en hér eru smá highlights:
  • Fórum í Ikea 30. ágúst og sigtuðum út hvað væri kúl og hvað ekki og hvað ég væri líkleg til að kaupa
  • Laugardagurinn 2. september var IKEA dagurinn mikli! Það var nánast eins og það væri verið að selja síðustu húsgögnin í heiminum... fjöldinn af fólkinu og lætin og æsingurinn að ná þessu og hinu.. við Nína þurftum bókstaflega að hlaupa á milli rekka til að ná í þær vörur sem ég hafði valið. Og að sjálfsögðu var helmingurinn búinn... þar sem ALLIR nýir stúdentar í Massachusetts voru í IKEA þennan dag! Við vorum ekki nema 9 klukkutíma í IKEA og löbbuðum út úr búðinni klukkan 23:00... Held meira að segja að Nína hafi overdozað á IKEA og þá er nú mikið sagt.
  • Við Nína leigðum okkur svona UHaul bíl til að flytja allt heila klabbið heim... og það var hægara sagt en gert að leigja bílinn en gekk þó á endanum..... :) Gummi kom síðan þarna rétt eftir miðnætti og hjálpaði okkur að bera dótið upp.
  • Ásdís og Doddi skelltu sér síðan í vikuferð til Mexíkó og var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa afnot af bílnum þeirra meðan þau voru í burtu. Sem var eins gott því við þurftum að fara tvisvar í IKEA.. í annað skiptið til að sækja restina af dótinu... (allt nema skrifborð og sófaborð sem kemur ekki fyrr en í okt) og í hitt skiptið til að skipta því sem var gallað! Nýttum okkur líka bílinn þegar ég fór í Target, Best Buy og Bed, Bath and Beyond að kaupa fulllllllllllt af dóti...
  • Þá var komið að því að panta sjónvarpið góða... (ásamt dvd og prentara)!
  • Hljómar auðveldlega... en eftir 1 klst samtals við mjööög almennilega Circuit City gæja kom í ljós að ég gat ekki pantað þetta nema vera með AMERÍSKT KREDITKORT! sem þú getur ekki fengið nema fá social security number og til að fá það þarftu að fá eitthvað annað og til að fá þetta annað þarftu að fá hitt og svona er allt í hring í Ameríkunni góðu :)
  • Humm... Doddi í Mexíkó og hvað þá?
  • Hringja í elsku Doddý í Mississippi og hún lánaði mér fyrir herlegheitunum!
  • Nokkrum dögum seinna kom sjónvarpið... hummmm eitthvað hafði bílstjórinn keyrt óvarlega því hann opnaði TVið út í bíl og þá var sjónvarpið brotið, þ.e. sprunga eftir öllum skjánum. Great... þarf að bíða eftir nýju sjónvarpi :) En sem betur fer kom það sama dag...
  • Þá var það cable og internet.... Það gekk nú eins og í sögu að panta það þangað til gæjinn kom að setja það upp að þá gleymdi hann að koma með nokkra hluti sem ég hafði pantað þannig að hann þurfti að koma aftur :)
  • Hummm er ég búin að telja flest upp .... já.. það verður hrikalega gaman að borga visareikninginn sinn um mánaðarmótin... held ég hafi bara aldrei eytt svona miklu á einni viku :) og það var hreinlega bara alls ekkert leiðinlegt :) Kortið kólnaði ekki á milli hverrar straujunnar á fætur annari :)
Jæja ég vil ekki láta þessa upptalningu hljóma eins og raunasögu en í raun var þetta hellings skemmtilegur tími og það fyndna er að þegar ég hringdi í Ólöfu og Gumma í New York þá voru þau búin að lenda í sömu böggunum allsstaðar... :) En svona er þetta bara víst :)
Það er rosa fínt í skólanum. Er í tímum á mánudagskvöldum frá 6-9.30 á kvöldin og á fimmtudögum á sama tíma. Milli þess er maður að læra eða bralla ekkva skemmtilegt. Það er ekkert smá fyndið samt að örugglega 90% af international stúdentunum eru Indverjar og það er alveg magnað að heyra marga hverja þeirra tala! Það er eins og í góðri grínmynd og oft vantar mig einhvern af ykkur til að glotta til þegar þeir byrja að tala sína óskiljanlegu ensku :) En ég sat nú samt við hliðina á íslenskum strák í dag sem er með mér í báðum tímunum og við náðum að hlæja að þeim :)
Já hvað segiði... viljiði sjá myndir :)

1. sept: Afhending á íbúðinni :)

Útidyrahurðin lengst í burtu, þar til hægri er eldhúsið og á móti eldhúsinu er útifata/skóskápur og búrskápur. Hvíta hurðin á miðri mynd er ekki skápur heldur er Air Condition Unitið þarna inni, ásamt straubretti og fl. Þar til vinstri er baðið og síðan hurðin inn í svefnherbergið mitt :)

Eldhúsið mitt

Meira að segja uppþvottavél og alles :)

Núna stend ég við útidyrahurðina, vinstra megin er eldhúsið. Horft inn í stofu. Svefnherbergið til hægri og eldhúsborðið mitt til vinstri. :)

Svefnherbergið mitt. Það er sem sagt parket á allri íbúðinni, nema teppi í svefnherberginu og flísar í eldhúsinu og á baðinu. Einn veggurinn í svefnherberginu og einn lítill veggur í stofunni er svona múrsteinsveggur sem mér finnst bara rosalega sjarmerandi.

Núna stend ég við gluggann í svefnherberginu. Að sjálfsögðu er þvottavél og þurrkari hjá Láru beib sem er víst ekki mjög algengt í íbúðunum hérna í kring. Við hliðina á þeim skáp er fataskápur. Að sjálfsögðu er hægt að loka báðum skápum þannig að þetta verður allt mjög smart.

UHaul bíllinn sem við leigðum til að fara í IKEA :)

Gummi kom og hjálpaði okkur að bera inn úr bílnum.

Þetta er bara eftir fyrri verslunarferðina í IKEA. Annað eins kom nokkrum dögum seinna.

Úff Nína á sko mikið verk fyrir höndum þarna á þessu stigi híhíhíh

Bárum upp í íbúð u.þ.b. 4 tonn af pokum þessa fyrstu viku. Þetta er bara sýnishorn af öllu sem við versluðum. En mikið var það hrikalega gaman samt :)

Nína gaf mér innflutningsgjöf

Nína í essinu sínu! Svona sat hún nánast stanslaust í heila viku!

Ég hefði aldrei getað þetta án þín Nína - takk fyrir mig!!

Ég meina ég gerði eitthvað :) Ég braut saman kassana... og setti saman lampana... með misgóðum árangri þó ... hummm við skulum ekkert ræða það neitt frekar :)

Baddý skvísa var að vinna hérna í New Hampshire, 40 mín fyrir ofan Boston og var hún fyrst, af vonandi mörgum, til að prufa svefnsófann góða.

Borðstofu/Eldhúsborðið mitt

Ég og Nína héldum okkar eigin Sushi veislu :*)
Marimekko diskamotturnar fékk ég einmitt í afmælisgjöf frá Nínu ásamt ofnhönskum og tösku og stílabók - allt í Marimekko munstrinu... hriiiikalega flott

Loksins komin kommóða þannig að ég gat gengið frá öllum fötunum mínum!

Í fyrsta skipti í laaaaangan tíma er þvílíkt skipulag á fötunum mínum. Öll fötin mín hanga inn í skáp og kommóðan er svo skipulögð þökk sé skipulagshólfum IKEA að mamma á eftir að fá hjartaáfall þegar hún sér hvað allt er skipulagt hjá mér :)

Nína á yfirvinnukaupi :*) Setja upp nýja gardínustöng og hengja upp nýjar gardínur.

Slakað á eftir erfiðan vinnudag í stofunni fallegu.

Svefnherbergið mitt

Ótrúlega kósí og gott rúm

Baðið mitt góða - rosa snyrtilegt og fínt


Smá blátt þema á baðinu

My kitchen :)

Fallega 37¨Panasonic Plasma sjónvarpið mitt

Fallega stofan mín... Hvernig lýst ykkur á?

Kerti í arninum og allt maður :) Dagga, heldurðu að það sé :)


Vona samt að þið fáið ekki á tilfinninguna að þið séuð að skoða IKEA bæklinginn! tíhíhíhíh en bara látið í ykkur heyra í kommentboxinu hér fyrir neðan og ég skal með glöðu geði svara öllum fyrirspurnum :) Jæja, þá er ég búin að blogga - loksins - loksins - meðan ég horfi á 3 þætti af Grey´s Anatomy... og nú er mál að fara að sofa enda klukkan orðin hálffjögur... usssss......

Góða nótt :*)

14 september 2006

Ég er á lífi....

Halló kalló elsku hjartans dúllurnar mínar!
Takk fyrir að vera svona elskuleg og sæt að skrifa í kommentin og senda mér sms og hringja í mig :) Það er ótrúlega gaman að vita að einhver sakni manns á klakanum.
Ég vil líka bara afsaka það hér formlega að ekkert sé búið að koma á síðuna mína síðustu tvær vikur, en ég ætla að fela mig bak við það að ég var að stela neti frá einhverri íbúð hér í kring og var það það lélegt að ég þurfti að vera nánast hálf út um stofugluggann til að ná einhverju sambandi.
En... eins og ég sagði við einhverja áður en ég fór út, þá ætla ég að vera ýkt dugleg að setja eitthvað skemmtilegt á síðuna og þar sem ég er núna komin með net þá er ekkert því til fyrirstöðu að setja inn atburði síðastliðinna daga.
Ég ætla hins vegar að sækja um frest hjá ykkur, kæru lesendur, á því að demba þessu á síðuna þangað til á föstudag þar sem klukkan er orðin 2 að nóttu og morgundagurinn fer allur í að gera heimadæmi fyrir tímann um kvöldið. Þannig að samstillið klukkur og fjölmennið við tölvurnar á föstudaginn þegar slúðrið frá Boston verður sett á síðuna.
Annars er það helst að frétta í dag að Nína mín fór heim til Íslands í kvöld og var það heljarins grátur og gnístur tanna þar sem allt í einu rann upp fyrir mér að ég var eiginlega bara ekkert að fara heim með henni eftir gott ferðalag eins og við erum vanar... hummm ég átti allt í einu bara að verða eftir í Bostoníu.... en Lára er bara stór stelpa og verður obboðslega dugleg að læra :)
Ég vil samt bara segja TAKK NÍNA kærlega fyrir alla hjálpina því án þín væri ég eflaust ennþá í tómri íbúð klórandi mér í hausnum hvað ætti að gera næst :) Þú áttir stærstan þátt í því að gera íbúðina mína alveg obbbboðslega sæta með því að skrúfa saman hvert einasta húsgagn og setja upp gardínur og annað fínerí :)
Haldiði svo ekki bara að hún Íris prinsessufrænkan mín ætli ekki bara að koma við hjá mér í nokkra daga áður en hún heldur til LA núna í byrjun október... :) jeiii..... ótrúlega gaman...
Svo koma Mamma og Pabbi hingað líka í október... og svo ætla Elsa og Oddur og Nína að kíkja til mín í byrjun nóvember.... Haldiði að það sé ekki bara nóg að gera hjá skvísunni ... ;)
En núna ætla ég að fara að leggja mig... svo maður sé nú í standi til að gera fyrstu heimadæmin eftir 2ja og hálfsárs pásu frá háskólanum.... jeiiiiiii
Góða nótt og hlakka til að heyra í ykkur á föstudaginn.