27 febrúar 2007

hah hah :)

Var að fá í fyrsta skipti svona "take-home" exam sem virkar þannig að við fáum prófið og höfum viku til að leysa það heima... gaman að því :) Ætla hins vegar ekki að deila hér á alheimsnetinu skoðunum mínum á sjálfum prófessorinum, fæst orð hafa víst minnsta ábyrgð.
En... kennarinn ætlaði víst að setja prófið á netið á föstudaginn síðasta, en var hins vegar svo "upptekinn" að hann náði ekki að setja prófið á netið fyrr en í gær... vikuskilafrestur .. og springbreak byrjar um helgina...*PIRR* ARG *PIRR*... og Gerða og þau koma á fimmtudaginn. Well hann er víst jafn chillaður á skili held ég, þannig að formlegur skilafrestur er 5. mars. Ætla hins vegar að reyna að rumpa þessu af í dag og á morgun.
Opnaði prófið í gær og byrjaði eitthvað að skoða það og fann strax tvö atriði í tveimur dæmum sem voru eitthvað skrýtin...sendi póst á kennarann.. jú, þá kom á daginn að þetta var bara vitleysa... hva.. Lára bara strax farin að leiðrétta kennarana :*) hana nú...
En þá er um að gera að fara að drífa sig að klára heimadæmin og ljúka þessu prófi af...
Hlakka svo til að fá stóru sys og fjölskyldu eftir tvo daga og nokkra klukkutíma.... :)

26 febrúar 2007

Congratulations on Passing Your Test!

February 26, 2007

Dear Member,

I would like to congratulate you on successfully passing your rank test on Sunday. We will have a rank ceremony on Wednesday, February 28th at 7:30 pm. With Grandmaster Kim. Please be here in your uniform to receive your new rank.

Best Regards,

Michael O’Malley
Senior Instructor

23 febrúar 2007

Gleði Gleði Gleði..

Ja hérna hér... mér er svo sem nokk sama um íslensku páskaeggin - in a way... en gleðilegust þykir mér þessi setning:

"Bandaríkjamenn eru ekki aðeins hrifnir af íslensku súkkulaði því eins og margoft hefur komið fram seljast vörur Mjólkur samsölunnar einnig afar vel í verslunum Whole Foods. Í rúmt ár hefur verið boðið upp á skyr, osta og smjör í þrjátíu verslunum og nýverið var stigið stórt skref þegar samþykkt var að færa vörur í fleiri verslanir. Nú er búið að samþykkja að við förum upp til Boston og yfir til New York á einu bretti í lok mars."

20 febrúar 2007

Merkilegt nokk...

NAUT 20. apríl - 20. maí
Allar langanir þínar eru að keppast um stað í hugsunum þínum, stundaskrá og bankareikningi. Einbeittu þér. Hlutinir geta gerst frá augnabliki til augnabliks. Framtíðin er endalaus runa af nú-um.
.. Roadtrip um USA, Hawaii, Spánn, Hróarskelda, Ísland, USA ..
Þarf að segja eitthvað fleira? Mig langar svoooooo mikið :)

19 febrúar 2007

Sumarbústaðafílingur..

Já, ég er komin heim aftur eftir helgina, örlítill sumarbústaða-fílingur í manni... kannski sökum þess að Dagga vinkona er búin að fara held ég í 3 sumarbústaðaferðir á árinu og það er rétt febrúar.
Á föstudaginn pakkaði ég mat, fötum, spilum og tilheyrandi í tösku og rölti áleiðis til Möggu og Hrafnkels því Gummi skrapp til New York City að hitta vini sína. Magga krúsímús vildi fá Bodyguard í heimsókn og það sem ég er taekwondo meistari var ég að sjálfsögðu ráðin á staðnum :)
"Helgin" byrjaði eiginlega á fimmtudaginn, þar sem við Magga áttum æðislegan dag, fórum í manicure og pedicure og skelltum okkur svo á Bangkok City og fengum okkur ljúffengan mat ....
Eftir taekwondoið á föstudaginn fór ég síðan til Möggu þar sem við elduðum okkur kjúlla og horfðum á stelpuvideomynd. Hrafnkell er orðinn langbesti vinur minn í geiminum þó svo að honum hafi fundið hálffurðulegt fyrsta daginn að ég hafi komið fram úr svefnherberginu en ekki pabbi hans. Við fórum í stóóóran göngutúr um alla Boston í yndislegu veðri á laugardeginum og elduðum okkur svo pizzu um kvöldið. Við brölluðum ýmislegt og höfðum það rosalega kósí og það má segja að ég sé orðinn "Besti PastaKastari Ítala" .. "ég hef keppt í PastaKasti á spítala".. Síðan er ég orðin hin mesta prjónakona, sýni ykkur afraksturinn þegar ég er búin :)
Svo var bara æðislegt að eiga svona fullt af stelpuvinkonu tíma og spjölluðum við Magga um nánast allt milli himins og jarðar... :) Ótrúlega gaman...
Nína kom okkur svo nánast á óvart þegar hún sagði að það væri bolludagurinn í dag.. Skrýtið hvað svona dagar fara einhvern veginn alveg framhjá manni þegar maður er í úddlandinu. Við ætlum því að baka bollur með kaffinu á eftir ... jeiiii :) Svo að aldrei að vita nema við klínum ösku á Hrafnkel og hengjum í hann öskupoka á miðvikudaginn.... Ég hef hins vegar aldrei verið spennt fyrir saltkjöti og baunum....... túkall!

Nú fer aldeilis að styttast í systu og fjölskyldu og er ég farin að hlakka aldeilis til... enda bara rúmir 9 dagar í þau... úfff.. best að vera duglegur að læra þangað til.. tíminn er svo fljótur að líða :)
Læt fylgja hér með nokkrar myndir frá helginni....

Newbury Street
John Hancock tower

Hrafnkell Árni vel dúðaður fyrir göngutúrinn

Fínasti róló, nema við gátum ekki stoppað lengi, það var eins og það væri búið að teppaleggja yfir völlinn með íshellu... stórhættulegt þannig að við stoppuðum stutt í þetta skipti.... lengur næst :)

Venjulegt fólk fer að vega salt - Magga fer að ramba! WTF ?

14 febrúar 2007

Happy Valentine´s Day :)

Elskendur nær og fjær.. til hamingju með daginn!
Vil einnig nota tækifærið og segja að ég elska ykkur öll og notum daginn í að vera góð við hvort annað. Einnig vil ég óska Val innilega til hamingju með daginn og Huldu og Val til hamingju með brúðkaupsafmælið :)
Ameríkanar eru að sjálfsögðu búnir að vera að missa sig síðastliðinn mánuð í tilefni þessa dags.. hjartasúkkulaði, hjartabangsar, blóm í massavís, sjónvarpsauglýsingar, útvarpsauglýsingar, blaðaauglýsingar, endalausar varíasjónir af kortum... skreytingum og fleira....
Ameríkanar eru alveg sérstök tegund af fólki...
Í fyrsta skipti snjóaði hér almennilega... þá as in almennilega að það eru hvítir bílar, hvítar götur og bara svona gott íslenskt veður með slabbsnjókomu... snjórinn í götunni minni nær frá götunni upp að gangstéttarbrúninni.... en svo mikið að öllum tímum hefur verið aflýst í skólanum mínum eftir kl 4pm í dag! Gummi fer heldur ekki í skólann þar sem þeir hafa ekki undan að ryðja á bílastæðinu..... Algjör hreinasta snilld.
Hins vegar vildi ég líka deila því með útlandaíslendingunum sem lesa þessa síðu að núna er loksins orðið áhorfandi á VefTV visis.is eftir að ég sendi skammarmail á frkv.stjóra D3 sem sér um síðuna. Þetta fór strax í vinnslu og var ég með í testi hjá tæknimanni vodafone og núna getur maður loksins horft óhikstandi á Fréttir, Ísland í Dag og Kompás :) Jeiii áfram ég...

Lára í "brjálaða veðrinu" ... eða ekki heheh

This is what the fuzzz is all about :

Að sjálfsögðu fór Gainsborough Management í málið og reddaði hlutunum... með skóflu og snjósláttuvél.. Ekki má Lára sín detta á hausinn..... hummm þó ég hafi nú dottið á hausinn í gær beint fyrir utan húsið mitt og þá var enginn snjór... en ja.. það er önnur saga :)



13 febrúar 2007

Lára Guðrún Gunnarsdóttir skrifar frá Boston...

.... Komin af bókasafninu og vel það :)
Já, Unnur Stella hafði áhyggjur hvort ég hefði lokast inni á bókasafninu, en nei.. langt í frá... og hef ég verið busy að gera nánast allt annað en að læra ... haha hummmm :)

Olga - Óttar - Inga frænka - Hidda - Lára í afmæli hjá Óttari

Þann 1. febrúar síðastliðinn komu Ólöf og Gummi með Fungwah rútunni frá New York city :) Mikið hrikalega var gott að fá þau í heimsókn og knúsa þau í tætlur. Ásdís/Doddi, Ólöf/Gummi hafa aðeins fjallað um þetta á síðunum sínum og því ætla ég að reyna að stikla á stóru.

Á föstudeginum nutum við veðurblíðunnar og löbbuðum um alla Boston. Ólöf og Gummi voru mest hissa hvað Boston væri í raun og veru lítil og hvað hún væri rosalega hrein og fín :) Jamm, þetta er yndisleg borg. Við löbbuðum um Boston Common og ég lét plata mig á skauta! Já var einmitt búin að gefa út það komment að fara aldrei aftur á skauta eftir að ég datt einu sinni svo svakalega að ég var að drepast í rófubeininu í 3 mánuði :) En á svellið fór ég ... einn hring með fram "bakkanum" Nokkuð góður árangur þar hah :)



Ólöf og Ásdís töpuðu sér aðeins í H&M þannig að við strákarnir, ég Doddi og Gummi settumst á barinn á Joes og höfðum það hrikalega gott... bjórinn rann niður sem aldrei fyrr.. og vorum við búin með rúmlega 3 bjóra þegar stelpurnar komu og vorum orðin ansi hress. Skelltum okkur því á Houstons og ekki sveik maturinn þar okkur frekar en fyrri daginn.

Fórum svo heim til Ásdísar og Dodda og spiluðum póker langt fram á nótt og drukkum allllllt of mikið :)

Laugardagurinn rann upp og heilsan svona tjah... hefur verið betri. Skelltum okkur í Museum of Science og sáum mynd í IMAX um Alaska (180° bíótjald þvílíkt gaman). Fórum síðan á gútsí-gútsí (Cuchi-Cuchi) í Cambrigde og fengum fínan mat. Heilsan tjah aðeins að skána en ekki mikið í tjúttfílingnum. Fórum heim til mín og höfðum það kósí :)

Á sunnudeginum fórum við í ljúffengar íslenskar pönnsur til Ásdísar og byrjuðum aðeins að skipuleggja Roadtripið :) Það er vel hægt að segja að það sé stórt verkefni fyrir höndum og tíminn á eftir að líða ótrúlega fljótt.. þannig að það er um að gera að byrja strax að skipuleggja... Ef þú lesandi góður hefur sjálfur eða þekkir einhvern sem hefur farið í Roadtrip um Bandaríkin þá eru allar upplýsingar vel þegnar á laraxgudrun@gmail.com .
Ólöf og Gummi fóru síðan til baka til NYC á sunnudagskvöldinu eftir mjöööög skemmtilega helgi.

-------------------------------
Þriðjudagurinn 6. febrúar rann upp í öllu sínu veldi og enginn annar en Justin Timberlake um kvöldið! Sátum í geðveikum sætum... ég fékk alveg gæsahúð þegar ég labbaði inn í höllina þegar Pink var byrjuð að syngja... milljón manns og allt svo hrikalega flott eitthvað :) Justin klikkaði ekki ... jesú minn hvað hann er hrikalega flottur og flottur dansari :)
Smellið hér til að sjá myndbandið með Justin og Scarlett - What goes around, comes around.










-------------------------------
Föstudaginn 9. febrúar hélt ég saumaklúbb fyrir okkur íslensku pæjurnar í Boston... Að þessu sinni mættu ég, Ásdís, Magga, Olga og Kristín og átum við yfir okkur af ljúffengu grænmeti, ávöxtum, ostum og mexíkóskum rétti... mmmm rosa gott :) Stefnum á að hittast sem fyrst aftur.
-------------------------------
Já, svo er maður búinn að vera að taka á því :)
Þessir 3 DVD workout diskar sem ég keypti af Ebay komu í vikunni og er ég búin að vera dugleg að nýta parketið í stofunni :) Einnig erum við búnar að vera duglegar að mæta í Taikwondo og stefnan sett á próf 25. febrúar þar sem við ætlum að ná nýju belti - hvítu með gulri rönd :) Kynntist stelpu frá Sviss í tíma í gær sem var að byrja líka, og er hún í Music Business í Berkelee .. alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Síðan er bara um að gera að taka rækilega á því fram að Roadtripi svo maður eigi eftir að vera hrikalega flott módel á öllum þessum myndum sem verða án efa teknar :)
Fór síðan til Möggu og Gumma í mat á sunnudagskvöldið... ljúffengur matur eins og alltaf og síðan horfðum við á Grammy Awards... Rosa flott show. Öfundaði samt ekkert smá stelpuna sem vann keppnina Grammy moments, og fékk að syngja tvö lög upp á sviði með Justin. Fyrst "Aint no sunshine" og síðan "My Love"..... með bæði Justin og T.I. og dansaði og alles :)
"If I wrote you a symphony - Just to say how much you mean to me - what would you do"
Var síðan að fá pakka sendan að heiman frá Gerðu og Adda og Nínu... Hlý undirföt úr álafoss... síðar afabrækur og bolur þannig að núna verður mér alltaf hlýtt... fékk síðan bókina sem mig vantaði í seríuna um Kvenspæjarastofu nr.1 , auðkennislykla fyrir íslensku heimabankana og síðast en ekki síst 3 stykki af Boxy strokleðri :) jeiiiiiii :)

TAKK FYRIR MIG :)
Humm... núna er þessu skyldu bloggi lokið... vona að ykkur hafi ekki leiðst of mikið.... Hlakka til að skrifa næst... Pásan búin.. og skora á Henný og Nínu að byrja aftur af krafti.. Sakna ykkar allra - þið þarna fólkið mitt á Íslandinu -
Síðan vil ég benda á teljarann að það eru bara 15 dagar í Gerðu og co. og neðst á síðunni er teljari sem segir mér að það séu "bara" 2 mánuðir, 2 vikur og 6 dagar í að Nína komi til Boston ...
.: LáRa GuÐRúN :.

12 febrúar 2007

Sætar :)


11 febrúar 2007

Stjörnuspáin af mbl.is - Vonum að þetta verði málið í dag sem og alla aðra daga ..
Naut: Þú verður valin/n til að leiða hópinn því þú sérð margt sem aðrir ekki sjá. Það sem er augljós fyrir þér, sjá aðrir í þoku. Taktu þinn tíma til að útskýra hvað þú skilur og kannt. Hlustendur verða athugulir.
Annars er ég að fara að blogga... þetta er allt í smíðum :)