Apríl búinn !?!
You have passed the April Promotion test. The rank ceremony is scheduled for this evening (Monday). Please be here by 7:20pm in uniform. Jeiii.. komin með græna rönd ;)
vertu hjartanlega velkomin/n í furðulegt ferðalag um hugarheima mína...
Best að halda áfram að læra... áður en tíminn flýgur í burtu.....
p.s. fékk gula beltið í Taekwon-do áðan ;)
Boston vildi nú ekki leyfa þeim að fara heim til Íslands án þess að finna fyrir virkilega góðu vetrarveðri og því umbreyttist hitastigið úr +15°C yfir í feels like -25°C á mánudeginum. Við tókum því einn góðan göngutúr á Newbury Street en urðum fljótlega að gefast upp og halda heim í hlýjuna... þvílíkur kuldi...
Takk kærlega fyrir heimsóknina - hlakka til að fá ykkur næst :)
Þess ber að geta að ég er búin að búa til nýja myndasíðu! Loksins Loksins segja sumir... enda búin að búa í Boston í rúma 7 mánuði... tisss það er ekki neitt... ;) Setti inn myndir af heimsókninni ásamt nokkrum myndum úr fermingunni hennar Örnu Ránar. Er ekki ennþá búin að setja inn myndir aftur í tímann... en það kemur... á endanum :)
Myndasíðan er : http://laragudrun.myphotoalbum.com
Ef þið viljið skoða og eruð falleg og skemmtileg þá getið þið fengið aðgang að síðunni :)
-----------------------------------------------------------
Þar sem þau komu í heimsókn 1. mars til 6. mars þá ætti ég kannski svona í leiðinni að koma með fréttir hvað ég er búin að vera að bralla síðan þau fóru... svona ef ske kynni að ritstíflan myndi aftur gera vart við sig ... Allur er varinn góður og maður tryggir víst ekki eftir á :)
Hafði rosalega gaman að því að halda því leyndu fyrir Örnu Rán að ég væri að koma heim til Íslands í ferminguna enda vel þess virði þegar ég hitti hana fyrst þarna á laugardeginum.. hélt að munnurinn hennar myndi detta í gólfið :) Það var rosalega gott að koma heim til Íslands þó svo að þetta hefðu bara verið 4 nætur. Náði líka að láta Dagbjörtu missa andlitið þegar ég heimsótti hana í vinnuna á fimmtudagsmorgninum, enda vissi hún ekki betur en að ég ætti að koma heim á föstudagsmorgninum... hehe ógó gaman :) Ætla alltaf bara að koma surprise heim.. það er svo gaman.
Þó svo að ég hafi bara stoppað mjög stutt þá náði ég að gera alveg heilan helling... Fór í saumaklúbb til Guðrúnar þar sem ég hitti Guðrúnu, Ingu Rut, Vilborgu og Nínu.. Guðrún bauð upp á alllllt of girnilegar veitingar og átum við og spjölluðum heillengi um allt milli himins og jarðar. Fyndið hvað einhvern veginn það verður alltaf bara eins og maður hafi hist í gær þegar maður hittir svona góða vini.. :) Hlakka til að eiga skemmtilegt sumar með ykkur öllum.
Á föstudeginum skelltum við, ég, Nína og Henný okkur svo í leikhús að sjá Pabbinn.. rosalega skemmtilegt stykki... og fengum okkur svo ljúffffenga Eldsmiðju pizzu.... Já að sjálfsögðu fékk ég mér líka American Style daginn sem ég lenti.. hvað haldiði :) Já og aftur á sunnudeginum ef þið endilega viljið vita heheheh. Við áttum síðan miða á Sálina á Nasa og var planið að fara heim til Hennýar og skella aðeins í aðra tánna og fara svo niðrí bæ á ballið. Við gleymdum okkur aðeins í Singstar keppni og var klukkan orðin 3 áður en við vissum af... Þannig að við sungum bara aðeins lengur ;) Að sjálfsögðu rúúúúústaði ég keppninni...
Hitti svo Dagbjörtu og Bryndísi mínar á laugardeginum eftir að ég var búin að heilsa upp á Örnu Rán og co og átti svo rólegheitarkvöld með Nínu, Henný, Vilborgu og Írisi heima hjá Nínu.
Fermingardagurinn rann svo upp... Yndislega vel heppnaður dagur og ótrúlega gaman að geta hitt nánast alla stórfjölskylduna á þessu 5 daga ferðalagi mínu til Íslands. Arna Rán var ekkert smá flott og veislan og maturinn æðislegur. Fórum svo nánasta fjölskyldan heim í Bakkastaði og Arna Rán tók upp gjafirnar og áttum við smá Family quality time together :)
Ég væri nú alveg til í að fermast aftur miðað við gjafirnar allavegana... MÁ ÞAÐ? :)
---------------------------------
Það var nú líka ágætt að komast aftur til Boston og komast í þessa venjulegu rútínu... fara í leikfimi, fara í Taekwondo, drekka vatn ;) , byrja að læra aftur og allt þetta sem fylgir daglegu lífi. Elsa og Oddur komu svo á föstudaginn síðasta hingað út á leið sinni til Biloxi, Mississippi. Héldu áfram för sinni í gærmorgun og koma svo aftur við í baka leiðinni :)
Já... þetta er meira orðið svona eins og dagbókarfærsla fyrir mig... en þið sem eruð ennþá að lesa... Gott með ykkur :) Ég er allavegana búin að losa stífluna og gott betur en það... þannig að næsta færsla ætti að vera í eðlilegri lengd.
Sakna ykkar allra....
LáRA