Hæææææææææææææææææææ!
Já, tíminn er ekkert smá fljótur að líða og þessir tveir mánuðir á Íslandi hreinlega flugu áfram. Svo hratt að núna er ég aftur komin til Boston...
Ég fékk hálfgert sjokk þegar ég labbaði út úr flugstöðinni... en við tók u.þ.b 35°c hiti og glampandi sól... bara hálfkósý að vera komin aftur.. úr rigningarsuddanum á Íslandinu.
Það var líka bara ágætt að koma aftur í sætu íbúðina mína og tók hún vel á móti mér. Talaði við Nínu og hún sagði mér að Magga hefði átt í gær. Ég hringdi því strax í Gumma um leið og ég var búin að koma öllum farangrinum mínum upp. Lítill prins fæddur og öllum heilsast vel.
Ég fór beint í skólann um kvöldið og það var rosa gaman að hitta hópinn minn aftur. Eftir skóla fór ég heim til Möggu og Gumma og gisti hjá þeim með Hrafnkeli stóra bróður meðan mamma og pabbi voru upp á spítala hjá litla bróður. Ekkert smá mikið að gerast á rúmlega einum sólarhring... Litli bróðir kom í heiminn 4. sept og Hrafnkell varð 2ja ára 5. sept :)
Við Hrafnkell vöknuðum hress og kát á fimmtudagsmorguninn, Lára klára eldaði hafragraut og svo lékum við okkur saman til að verða ellefu þegar Gummi kom heim að sækja Hrafnkel.
Stórfjölskyldan kom svo heim seinni partinn og á meðan Gummi skrapp í skólann var ég með Möggu heima að hjálpa til með prinsana. Vá hvað það er ólýsanleg og notaleg tilfinning að halda á tveggja DAGA gömlu barni.. Ótrúlega sætur hann Daníel Sölvi.
Á föstudaginn fór ég í lunch með þremur strákum úr skólanum... í tilefni þess að einn af þeim er útskrifaður og er að fara að flytja aftur heim til sín. Ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að maður eigi jafnvel aldrei eftir að hitta hann aftur. En við stungum bara upp á að hafa reunion eftir 5 ár einhversstaðar í heiminum... það væri nú bara ekkert vitlaust :)
Mamma Möggu kom með kvöldvélinni þannig að mér var boðið í síðbúið kökuafmæli hjá Hrafnkeli... Rosalega flott Elmo kaka fyrir um 20 manns.. sem var nú ætluð leikskólakrökkunum... en einhvern veginn hliðraðist allt skipulagið þar sem litli bróðir kom í heiminn. Hrafnkell var amk rosalega ánægður með mr. potato head sem ég gaf honum :*)
Síðan þá hef ég nú bara verið að ganga frá fötunum mínum, þvo nokkrar vélar, ryksuga og taka til. Skrapp síðan í búðina og keypti drykkjarföng.. ekki veitir af í þessum geðsjúka hita :)
Fékk hins vegar skýr fyrirmæli frá henni Dagbjörtu að ég mætti ekki versla of mikið þar sem hún ætlaði sko að fá að fara í búðina til að versla... hún og hennar stórmarkaða- og dröggaæði :)
Dagga og Helga lenda hér á hádegi á morgun og hlakka ég ekkert smá til að fara og sækja þær og hafa þær hérna hjá mér í heila viku :*) Við ætlum svo sannarlega að bralla heilmikið og ég skal lofa að vera dugleg að skrifa um öll okkar helstu afrek ...
Sakna ykkar allra....
pís át ... Lára G.