27 september 2007

Interesting stjörnuspá :)

Af mbl.is:
Naut: Fjárhagsstaðan þín núna er beintengd ákvörðunum sem þú tókst fyrir tveimur árum. Og eftir tvö ár verðurðu ánægður með stöðuna í dag.

Tja..Jóhannes Karl... hvað getur maður sagt :)

2005 ákvað ég að fara til Ammmríku í skóla... það hefur og mun vissulega kosta sitt... Hlakka til að sjá hvar ég verð 2009 :)

Maður spyr sig...

MY FAMILY IS BACK


Það hlaut að koma að því!

Já... það hlaut að koma að því að ég myndi læsa mig úti... Nína mín hló bara og hló og sagði gott á mig ... hummm mér finnst það nú bara ekkert heheh ;) Lán í óláni samt að það skyldi vera 25 stiga hiti en ekki 25 stiga frost tíhíhíh.... Þurfi nú samt alveg að bíða í rúmlega hálftíma eftir að öryggisvörðurinn minn myndi opna fyrir mér ...
Það er amk nokkuð ljóst að ég nenni ekki að læsa mig úti aftur ;)

26 september 2007

Góður maður sagði eitt sinn:
What doesn´t kill you, only makes you stronger!

Vonum að hann hafi rétt fyrir sér ;)

25 september 2007

OUCH!

Lífið er bara of erfitt :)

Já lífið í Boston er hrikalega erfitt ... ;)
Kom mér fyrir upp á svölum á 2. hæð á Student Center þar sem voru voða kósý stólar og borð og meira að segja sólbekkir... ein skvísan lá meira að segja í sólbaði á bikiníinu... Samt sem áður gafst ég hreinlega upp eftir um það bil 20 mín þar sem ég sá fram á að læriafköstin yrðu ekki stórkostleg í þessum hita... Þurfti að nota tölvuna til að finna gögn og var það vita vonlaust að reyna að sjá eitthvað á tölvuskjáinn... ég veit þú sagðir það Nína.. en það mátti reyna.
Ég er því komin inn á bókasafn að reyna að gera eitthvað af viti... sjáum til hvernig það gengur.. það er amk gaman að hugsa til þess að það sé 30°C úti og ég er í stuttu pilsi hlýrabol og flipflops.. hvað segiði.. er ykkur kalt heima ;) hhahahhahhahahahhaha
Já það er sko alveg hellings hellingur að gera í skólanum... Fullt nýtt að læra og nógur andskoti að lesa. En svona er lífið.... Guðrún mín kemur á föstudaginn og get ég ekki beðið eftir að knúsa hana fast og mikið :)
So you think you can dance showið var geggjað. Við skemmtum okkur konunglega slefandi yfir geggjuðum dönsum... Meira að segja Magga er orðin skotin í Danny heheh ;) Takk Magga fyrir frábært kvöld og góðan spjall göngutúr heim... Setjum pottþétt einu sinni í viku möst stelpudeit :)
Bestu kveðjur úr sólinni...
LGG

21 september 2007

So you think you can dance!

Þannig er mál með að ég hreinlega elska þessa þætti og fylgdist vel með þeim heima á Íslandi í sumar :) Þau eru ekkert smá góð og fljót að tileinka sér nýjar dansaðferðir á no time. Enda voru sumir dansarnir ógeðslega flottir. AMK þeir sem þekkja mig vel vita að ég er idol fan og núna líka So you think you can dance fan :) Nema hvað........ 10 efstu dansararnir fara núna á túr um öll Bandaríkin og byrja að sjálfsögðu í Boston baby.... Ég er búin að vera að kíkja á miða alveg í heilan mánuð en það hefur alltaf verið uppselt. Showið er sem sagt á morgun þannig að allt í einu datt mér í hug að kíkja hvort það væru ekki til miðar .. og viti menn... tveir miðar á bara nokkuð góðum stað held ég barasta... Þannig að ég hringdi í Möggenstein og hún hafði einmitt haft það í huga að fá mig eitthvað út með sér þannig að við ákváðum bara saman að skella okkur á So you think you can dance annað kvöld :) Vá hvað ég hlakka til að sjá alla þessa dansara og flottu dansana þeirra jeiiiii :)

P.S. Guðrún sæta mín - til hamingju með afmælið í dag... Hafðu það gott í Þýskalandinu...

20 september 2007

Má ekki vera til grænn blettur í Reykjavík? Maður spyr sig.....jafnvel þó að þetta eigi að vera sambýli...

19 september 2007

Ohhh...

.... mér finnst ógeðslega leiðinlegt að versla á netinu með ÍSLENSKU kreditkorti!
Sko þannig er mál með vexti að ég fór á tjúttið í fallegu steve madden skónum mínum og... ég.... sko veit ekki alveg en þeir líta ekki eins vel út og þegar ég fór út á þeim... Dagga og Helga eru vitni að því... veit ekki hvað gerðist en það er svo sem ekki alvarlegt.. ekki eins og New Orleans skórnir forðum daga... en ég tók þá viturlegu ákvörðun að athuga á netinu hvort það væri ekki til eins par í staðinn fyrir að eyða pening í að reyna að lappa upp á útlitið á gömlu skónum..
Jú viti menn.. Zappos baby átti fyrir mig glæsilega nýja fallega alveg eins skó þannig að ég skellti mér á svo sem eins og eitt stykki...
Allt gekk eins og í sögu þangað til ég fékk póst áðan:
Subject: Problem with your Zappos.com order.... óóh æææ
Unfortunately, because you are using an internationally issued credit card, our order system is notable to automatically verify your information. Therefore, in order to process your order we need the following information for a manual check:
* A copy of the credit card (front)
* A copy of a valid photo ID
* Two (2) valid phone numbers where you can be reached
Í fyrsta lagi þá setti ég inn shipping address og billing address og þar var tekið fram að það væri ok ef það væri sitthvort ef maður væri með international kort! GOD DAMN! Og hvað er svo með það að það þurfi tvö valid símanúmer! Ég á nú bara eitt og finnst ég nú bara tala alveg nógu mikið með eitt símanúmer.... Djís!
Svo er ekki eins og það sé auðveldast í heimi að útvega sér amerískt kreditkort! Það er svo sem alveg sama hversu mikinn pening maður ætti og hversu duglegur maður hafi verið að borga alla reikninga á réttum tíma s.l. ár.. maður þarf að vera með credit og það gott credit.. og síðan þessa fuxxing social security kennitölu!
ARG GARG! Lenti í endalausu bulli í haust líka... þegar ég var að kaupa sjónvarp og rúm og fleira og fleira og þá var gott að hafa aðgang að Doddý frænku í Ameríku já og líka hinum aðilanum sem heitir líka Doddý :)
Well.. farin að ljósrita og skanna líf mitt til að senda á zappos svo ég geti farið sæt á bjórkvöldið með íslendingunum á föstudagskvöldið!

Dullllllleg :)

Jeiii ég er búin að fara í ræktina ...
mánudag, þriðjudag, miðvikudag!

Duglega ég *klapp á bak*

18 september 2007

Já!

Tíminn minn í kvöld - financial management - fór að mestu leiti í umræður um þessa frétt:

http://mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1292146

en isss... það er ekki neitt því frændi vinar bróðir afa hann lækkaði sína stýrivexti um 1%!

En svona í alvöru talað... þá er gaman að vita einu sinni um hvað málið snýst án þess að ég ætli að fara að uppljóstra um umfram visku mína um FED og þeirra störf...

16 september 2007

Buhuhuhuhu!

Í þessum skrifuðu orðum eru fuglarnir mínir - Dagga og Helga - að fljúga úr hreiðrinu..alla leið yfir Atlantshafið heim í kuldann á Íslandinu. Það er ekki annað hægt en að segja að það sé hálf tómlegt í kotinu núna....Ég sakna þeirra strax alveg hellings mikið.
Við náðum nú samt að gera ótrúlega mikið á þessari viku... borðum á allra þjóða veitingarstöðum... drukkum allra þjóða hvítvín... hlógum fyrir allan peninginn og sumir versluðu einnig fyrir allan peninginn... Segjum sem svo að Dagbjört hafi amk verið með tvöfalda vigt á við hana Helgu þó svo að Visa-reikningurinn hjá Helgu eigi síður en svo eftir að verða lægri... Say no more... vona bara að tollurinn verði besti vinur þeirra ;)
Takk fyrir frábæra viku elsku dúllurnar mínar.. og veriði velkomnar sem fyrst aftur ;)
En nú tekur alvaran við.. ástæðan fyrir því að ég er svona heppin að fá svona rosalega marga góða vini mína í heimsókn er sú að ég er Í SKÓLA í Boston... og því fylgir að maður þarf amk af og til að kíkja í námsbækurnar... er þaggi? Það er amk hellings lestur framundan...þannig að nú er um að gera að hvíla hvítvínið og hella í sig.. nei ég meina hella sér í námsbækurnar :)
Amk þangað til að næstu gestir koma í hús :)
Guðrún eftir rúmlega tvær vikur.... Gerða og Arna Rán í endann á október og svo Nína og family yfir Thanksgiving... Jeiiii hrikalega gaman.

Hafið það gott... ég ætla að fara að lesa þessar 700 bls sem bíða mín...

13 september 2007

Afasystir!

Ég er orðin afasystir! Það er ekkert smá magnað að vera afasystir 27 ára gömul :) Hljómar frekar eins og ég sé 67 :) En ég er samt sem áður rosalega stollt af því að vera afasystir, því Gunnar Þór og Anna eignuðust litla prinsinn sinn þann 12. sept sl.
Annars er það að frétta af okkur Boston skvísunum að við erum búnar að labba um alla borgina.. og ég held að það sé búið að versla fyrir allan peninginn! Það er amk komin ný ferðataska í hús sem keypt var í Marshalls í gær :)
Í dag er rjómablíða og því ætlum við að reyna að skella okkur í Duck Tours og rölta síðan í Boston Common og niðrí bæ. Erum á leiðinni út núna...þannig að ég bið að heilsa í bili..
*slef* *slef* ...... svo er það Houston´s í kvöld :)

08 september 2007

Boston Calling :)

Hæææææææææææææææææææ!
Já, tíminn er ekkert smá fljótur að líða og þessir tveir mánuðir á Íslandi hreinlega flugu áfram. Svo hratt að núna er ég aftur komin til Boston...
Ég fékk hálfgert sjokk þegar ég labbaði út úr flugstöðinni... en við tók u.þ.b 35°c hiti og glampandi sól... bara hálfkósý að vera komin aftur.. úr rigningarsuddanum á Íslandinu.
Það var líka bara ágætt að koma aftur í sætu íbúðina mína og tók hún vel á móti mér. Talaði við Nínu og hún sagði mér að Magga hefði átt í gær. Ég hringdi því strax í Gumma um leið og ég var búin að koma öllum farangrinum mínum upp. Lítill prins fæddur og öllum heilsast vel.
Ég fór beint í skólann um kvöldið og það var rosa gaman að hitta hópinn minn aftur. Eftir skóla fór ég heim til Möggu og Gumma og gisti hjá þeim með Hrafnkeli stóra bróður meðan mamma og pabbi voru upp á spítala hjá litla bróður. Ekkert smá mikið að gerast á rúmlega einum sólarhring... Litli bróðir kom í heiminn 4. sept og Hrafnkell varð 2ja ára 5. sept :)
Við Hrafnkell vöknuðum hress og kát á fimmtudagsmorguninn, Lára klára eldaði hafragraut og svo lékum við okkur saman til að verða ellefu þegar Gummi kom heim að sækja Hrafnkel.
Stórfjölskyldan kom svo heim seinni partinn og á meðan Gummi skrapp í skólann var ég með Möggu heima að hjálpa til með prinsana. Vá hvað það er ólýsanleg og notaleg tilfinning að halda á tveggja DAGA gömlu barni.. Ótrúlega sætur hann Daníel Sölvi.
Á föstudaginn fór ég í lunch með þremur strákum úr skólanum... í tilefni þess að einn af þeim er útskrifaður og er að fara að flytja aftur heim til sín. Ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að maður eigi jafnvel aldrei eftir að hitta hann aftur. En við stungum bara upp á að hafa reunion eftir 5 ár einhversstaðar í heiminum... það væri nú bara ekkert vitlaust :)
Mamma Möggu kom með kvöldvélinni þannig að mér var boðið í síðbúið kökuafmæli hjá Hrafnkeli... Rosalega flott Elmo kaka fyrir um 20 manns.. sem var nú ætluð leikskólakrökkunum... en einhvern veginn hliðraðist allt skipulagið þar sem litli bróðir kom í heiminn. Hrafnkell var amk rosalega ánægður með mr. potato head sem ég gaf honum :*)
Síðan þá hef ég nú bara verið að ganga frá fötunum mínum, þvo nokkrar vélar, ryksuga og taka til. Skrapp síðan í búðina og keypti drykkjarföng.. ekki veitir af í þessum geðsjúka hita :)
Fékk hins vegar skýr fyrirmæli frá henni Dagbjörtu að ég mætti ekki versla of mikið þar sem hún ætlaði sko að fá að fara í búðina til að versla... hún og hennar stórmarkaða- og dröggaæði :)
Dagga og Helga lenda hér á hádegi á morgun og hlakka ég ekkert smá til að fara og sækja þær og hafa þær hérna hjá mér í heila viku :*) Við ætlum svo sannarlega að bralla heilmikið og ég skal lofa að vera dugleg að skrifa um öll okkar helstu afrek ...
Sakna ykkar allra....
pís át ... Lára G.