Maður spyr sig, hvurs vegna er það svo að það lendir þannig að það sé allt að gerast ákveðna daga og svo nánast ekkert suma daga!
Þannig er mál með vexti að ég er að fara í 40% próf í einum kúrs á þriðjudaginn næsta! Gott og blessað með það.. er búin að vera nokkuð dugleg að læra.. en þar sem bæði er um að ræða dæmi, krossaspurningar og ritgerðarspurningar þá einhvern veginn er maður aldrei búinn að læra nógu mikið. Ég hef því nóg fyrir stafni með það eitt saman fyrir þriðjudaginn næsta. Svo ekki sé minnst á case sem ég þarf að klára fyrir tímann á mánudaginn ... og halda áfram með annað verkefni sem er í gangi alla önnina.... Já.. eins og það sé ekki nóg...
Þá eru Rebecca og Camilla, tvær norskar vinkonur mínar að reyna að draga mig á klúbb í kvöld þar sem þær ætla að dansa af sér rassgatið og það er frítt vín til miðnættis og verður fyrirpartý heima hjá Rebeccu. Svo er líka bjórkvöld hjá Íslendingafélaginu í kvöld.. Síðan eru Ásdís og Doddi að koma til Boston og eflaust verður einhver hittingur úr því... RedSox eru að spila annað kvöld og væri líka gaman að sjá þann leik... Doddi er með tónleika á sunnudagskvöld og mánudagskvöld og svo framvegis og framvegis... Núna stend ég frammi fyrir því að velja hvað ég hef tíma til að gera... Ef ég þekki mig rétt þá langar mig að vera allsstaðar! en... samviskan mín segir að ég ætti nú að vera heima að læra en ekki fara að tjútta í kvöld með stelpunum...
Svo kíki ég á mbl...
Naut: Áður en þú heldur áfram, stansaðu þá og hældu sjálfum þér fyrir hversu langt þú ert kominn. Það gefur góða orku í kvöld að leika eða hlusta á tónlist.
WTF? Hvað á ég nú að gera.... ;) OG af hverju var þetta ekki allt síðustu helgi... já eða næstu helgi!