30 ágúst 2006

Komin heim!

Hæ hæ,
Ég vona að þið séuð öll búin að ná ykkur eftir síðustu færslu.. enda var hún eflaust sú lengsta í sögunni og ég efa það að ég nái einhvern tímann aftur að toppa þessa færslu.
Á mánudaginn síðasta lentum við Nína á Bostonflugvelli eftir 3 tíma flug frá Orlando þar sem við náðum meira að segja að horfa á Prison Break og fleira í vélinni. Algjör snilld... og ekkert minna spennandi þáttur heldur en síðast. Við tékkuðum okkur inn á Collonade hótelið sem er hótelið sem Guðrún og hinar fluffurnar gista alltaf á. Rosa næs að vera þar, þar sem það er ekki nema 2ja mínútna gangur yfir til Möggu og Gumma. Fórum einmitt til þeirra í gær og horfðum á Rockstar og kusum af okkur rassgatið.
Gærdagurinn var mjög langur en spennandi... :) Var niðrí skóla frá átta um morguninn til sex um kvöldið. Þar fóru fram allskyns formlegheit svo sem eins og að hitta prófessorinn minn og fá advise um hvaða kúrsa maður á að velja. Síðan fór ég í myndatöku fyrir skólaskírteinið mitt og síðan tók við 4 tíma bið eftir immigration status viðtali. Rosa gaman.
Ég fékk mér síðan síma í dag þannig að núna getið þið farið að hringja í mig eins og vitleysingar :)

Sá sem hringir í mig fyrstur eða sendir sms hann fær vegleg verðlaun við komu sína til Boston* :) (*flugfar ekki innifalið)
Magga og Gummi buðu okkur síðan í mat í kvöld þar sem við ætlum að horfa á úrslitin í Rockstar og hafa það kósí með bjór og með því.
Á morgun ætlum við síðan að klára bankamálin og fara svo með Ásdísi í Ikea og skoða staðarhætti og byrja að melta allt sem er til :) Jeiiii... hlakka til að heyra í ykkur næst.

27 ágúst 2006

Sennilega lengsta færsla í heimi....

Hæ hæ þið öll á klakanum heima!

Þið sem hélduð að við værum dauðar þá hefur bara aldeilis margt drifið á daga okkar síðan við skrifuðum síðast og því höfum við bara hreinlega ekki haft tíma til að blogga. Eftir göngutúrinn góða sem við skrifuðum um síðast fórum við að stússast heilan helling. Nína fór og keypti sér einn bol sem hún gleymdi að kaupa sér í síðustu verslunarferð. Síðan fórum við í góðan bíltúr um Orlando og fundum loksins Liquor Store þar sem við gerðum stórgóð kaup. Sjá afraksturinn hér.

Þessar flöskur fyrir aðeins 46 dollara... alls ekki svo slæmt.

Lítið var um sólbað þennan daginn en hins vegar bjuggum við okkur til algjöra snilldar Mojito drykki....
Það er einn stórgóður kostur við að búa í USA. Maður fær að sjá eðal sjónvarpsefni á undan ísfólkinu á klakanum heima. Fyrsti þátturinn af Prison Break, seríu 2, var einmitt á mánudaginn. Eins og við má búast var hann algjör tryllir og gaf manni amk 8 hjartaáföll.
Getum ekki beðið eftir að sjá þátt nr. 2. Þið megið vel vera spennt eftir að þetta byrji!

Þriðjudagur 22. ágúst

Þessi dagur fór í sólbaðslegu mikla. Lágum í sundlauginni frá kl. 11 til kl. 17. Geri aðrir betur. Ekki myndi maður þó slá hendinni fast á móti slíkum vinnudegi but believe you me að þá er þetta hard work dauðans að vera í svona miklum hita. Veit samt að þið öfundið okkur alveg heilan helling.
Eignuðumst samt íslenska vini í sundlauginni í dag. Tvö pör sem eru á sama aldri og við, Ásta og Jón Viðar og Auður og Stefán. Ótrúlega hressir krakkar og svo vill einmitt svo skemmtilega til að þau eru bara í næstu götu við okkur. Við skelltum okkur því í sturtu og í partýgallann og pökkuðum Mojito græjum í poka og héldum yfir til þeirra þar sem þau höfðu boðið okkur yfir í Rockstar partý. Vil einmitt nota hér tækifærið og minna alla á það að kjósa Magna næsta þriðjudag á http://www.rockstar.msn.com/. Eftir að við Nína vorum búnar í sturtu tókum við eftir því að vatnið í sturtunni rann ekkert voðalega smooth niður og síðan var eins og það væri að leka vatn meðfram klósettinu. Við þurrkuðum það upp og settum handklæði við til að stoppa lekann. Síðan skelltum við okkur yfir til krakkanna og sátum hjá þeim til klukkan 3 um nóttina og kjöftuðum og höfðum það kósí. Eins og sannir Íslendingar vorum við búin að tengja okkur saman á ótrúlegastu vegu þar á meðal bjuggu Auður og Stebbi á móti Nínu í Skipasundinu í fyrra, Ásta og Jón Viðar eru með Ingu Rut í hestum, Auður var að spila blak á Akureyri og var meira að segja í unglingalandsliðinu hjá honum Magga og síðan var hún í HK með Ingu Rut. Jón Viðar er síðan frændi minn þannig að þetta var alveg hreint ótrúlegt.

Miðvikudagur 23. ágúst

Við ákváðum að sofa aðeins út þennan daginn og þegar við vöknuðum og fórum að pissa þá var nánast allt á floti við bæði klósettin. Við botnuðum ekkert í þessu hvað það gat verið sem væri að og hringdum því í Finnboga sem býr hér í Ventura og sér um húsið fyrir Kötlu og Ásgeir. Á meðan höfðum við sett í eina þvottavél með handklæðum frá kvöldinu áður sem hafði þær afleiðingar að allt vatnið fór að bubbla upp úr bæði sturtunni og baðkarinu á hinu baðinu. Sigurður sonur Finnboga kom yfir með drullusokk og klór og reyndi allar græjur en ekkert virkaði. Bæði klósettin voru stífluð og vatnið lak ekki úr sturtubotnunum og því vatn út um allt. Meiri dagurinn!!!
Við enduðum því með að sitja heima allan daginn og bíða eftir píparanum sem kom og lagaði þetta á 5 mínútum. Hann sagði bara að þetta hefði verið stífla í lögnunum fyrir utan húsið. Við Nína ákváðum því bara fyrst að dagurinn var svona að opna ískalda rósavínsflösku og hafa það kósý í sólbaði út í screeni. Við fórum því ekkert út þennan daginn og pöntuðum okkur bara þunnbotna Dominos pizzu og fengum okkur í glas á náttfötunum og horfðum á úrslitin í Rockstar. Úúúúffff Magni var næst neðstur og því hvet ég ykkur enn og aftur til að kjósa og kjósa og kjósa næsta þriðjudag.
Um leið og úrslitin voru búin bönkuðu Stebbi og Jón Viðar upp á hjá okkur með bjór í hendi og settust niður hjá okkur í einn drykk. Við Nína skelltum okkur þá í föt og hentum víni í poka og fórum yfir í húsið þeirra. Við drukkum ótæpilega af Vodka og Baccardi og höfðum það ótrúlega gaman. Dönsuðum meira að segja við Súperman eins og við gerðum í Vogaskóla í gamla daga og í brúðkaupinu hjá Erleni og Kidda um daginn. Hrikalega skemmtilegt kvöld og vorum við ekki komnar heim fyrr en rétt um hálffjögur.

Nokkrar myndir frá kvöldinu:
Jón Viðar, Ásta og Nína
Stebbi og Jón Viðar
Auður
Lára Beibí :)

Fimmtudagur 24. ágúst

Doldið druslulegur dagur og þreytulegur eftir skemmtilegt kvöld. Náðum þó að vera komin út í sundlaug um hádegi. Við vorum þar til að verða fjögur þegar við hentumst heim í sturtu og í föt og fórum síðan í Universal Studios og borðuðum á Hard Rock café. Eftir það var haldið á Hard Rock Live tónleikastaðinn þar sem við fórum að sjá Wu Tang Clan. Já, þið segið það! Ég held að ég skrifi ekki mörg orð um þá tónleika... Okkur leið eins og við værum á Rottweiler tónleikum án þess að ég sé eitthvað að lasta þá :)
Vorum á tímabili að spá í að fara bara heim á miðjum tónleikum sér í lagi þar sem strákarnir fyrir framan okkur reyktu dálítið mikið af jónum sem við vorum ekki alveg að fíla. En við dugðum þó út tónleikana eftir að búið var að reka strákana í burtu og sáum allt heila clanið, Method Man og co og heiðrum minningu Old Dirty Bastard. R.I.P.
Tónleikarnir voru búnir um miðnætti og þá var aldeilis kominn háttatími hjá skvísunum.


Föstudagur 25. ágúst

Ræs ræs snemma snemma því nú var málið að taka daginn með aldeilis trompi. Ásta, Jón Viðar, Auður og Stebbi komu upp úr níu að sækja okkur og við héldum í Wet n Wild þar sem við tókum daginn aldeilis með trompi. Fórum í nánast öll tækin og skemmtum okkur konunglega. Upp úr tvö var hins vegar eins og hellt væri úr fötu með þvílíkum þrumum og eldingum að öllum tækjum var lokað og þurfum við að leita skjóls undir einhverju tjaldi í rúmar 30 mínútur. Shiiiiit hvað það rigndi mikið. Um leið og stytti upp og þrumurnar hættu þá opnuðu tækin aftur og við hlupum um eins og lítil börn. Við vorum í garðinum til að verða hálffimm þegar við héldum heim á leið. Þá tók við maraþon að taka sig til því við áttum pantað borð á Benihana´s (Japönsku steikhúsi) kl. 8. 30.
Við Nína löbbuðum yfir til krakkanna og leigubíllinn kom síðan og sótti okkur kl. 7.30.
Benihana er ekkert smá skemmtilegur staður og hvet ég alla sem eiga leið um Orlando að koma þar við og borða. Maður situr við borð þar sem er eldað fyrir framan mann og hefur maður sinn eigin þjón og kokk sem leikur listir sínar meðan hann eldar þennan líka rosalega góða mat. Krakkarnir voru rosalega ánægð með staðinn. Við vorum amk öll pakksödd eftir hrikalega góðan mat.
Þar sem var nú föstudagur vorum við ekki alveg á þeim buxunum að fara strax heim. Þess vegna skelltum við okkur í Pleasure Island í Down Town Disney sem er svæði með fullt af skemmtistöðum við allra hæfi. Fórum meðan annars á R&B klúbb, 70´s and 80´s klúbb og síðan á Rock n Roll stað þar sem var live hljómsveit að spila. Tókum síðan leigubíl heim um 2 leitið.

Laugardagur 26. ágúst

Vöknuðum um hálfellefu leytið ennþá saddar og sælar eftir matinn á Benihanas. Kíktum út í sundlaug og hittum krakkana. Vorum heillengi í sundi. Nína skrapp meira að segja í Walmart og keypti blaksundbolta og lékum við okkur heillengi í blaki í sundlauginni. Þvílíkir blaktaktar hafa ekki sést áður í Flórída. Eftir gott sund og sólbað sátum við með krökkunum við klúbbhúsið og kjöftuðum og drukkum 1 dollara bjór á happy hour. Pælið í því að borga 70 kr fyrir bjór. Það eru 100 bjórar fyrir 7000 krónur... Tja ekki svo slæmt.

Eftir góðan dag í sundlauginni fórum við heim og skiptum um föt og skruppum niðrí Premium Outlet og versluðum okkur m.a. sitthvor Ray-Ban sólgleraugun. Eftir hellings langt sund og hellings langt versl vorum við orðnar sársvangar og komum því við á Subway á leiðinni heim. Fórum þreyttar að sofa upp úr miðnætti.

Sunnudagur 27. ágúst

Ætluðum aldeilis að vakna eldsnemma til að olíubaða okkur og nýta sólina út í ystu æsar.
Vöknuðum um átta leytið og fórum fram úr um hálfníu. Hins vegar lét sólin ekkert á sér bera fyrr en upp úr ellefu sökum mikilla skýja... hvítra skýja.. já ekki blárra skýja :) Einkahúmor ha ha ha...Settum þess vegna bara í nokkrar þvottavélar og bjuggum okkur til eðal morgunmat. Upp úr ellefu fórum við hins vegar út í sundlaug og lágum þar í olíubleyti til um hálfþrjú. Þá fór að þykkna upp eins og flesta daga hingað til með rigningu og þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi. Skelltum okkur því bara í góðan verslunarleiðangur og fórum í Millenia Mall, Belz Outlet og Florida Mall. Enduðum svo góðan dag með því að taka Take Away hjá Tony Romas. Komum heim og fengum okkur rif og bjór, horfðum á Emmy og tókum síðan til í óðalsetrinu hjá Kötlu og Ásgeiri. Vil hér með koma á framfæri kærum þökkum fyrir lánið á húsinu. Þið eruð langbest!
Millenia Mall

Ef vel er að gáð má sjá u.þ.b. 300 svitaperlur á enninu... enda 35°C

En maður er sko alltaf hress... :)


Á morgun er síðan planið að vakna eldsnemma og liggja í sundlauginni þangað til að við fljúgum til Boston um kvöldið. Skrifum því næst frá Boston.... Hlökkum til að heyra frá ykkur næst.... Adíos frá Flórída.

21 ágúst 2006

WorkOut Dauðans!

Haldiði ekki bara að við Nína höfum skellt okkur í maraþon göngutúr hérna um Ventura svæðið!
Já, púl göngutúr í gargandi sól og steikjandi hita! Gerist ekki betra! Enda svitnuðum við eins og hó%&$ í kirkju. Meira að segja Nína kláraði heilan brúsa af vatni og þá er nú mikið sagt!

Aftur út í sólina.... adios :)

20 ágúst 2006

Sól og hiti - Svaka sviti !

Jæja nú, það rættist heldur betur úr veðurspánni því í morgun var sérdeilis bongóblíða.
Við stukkum bókstaflega fram úr rúminu og út í screen. Sópuðum allt rosa fínt og þrifum stólana og borðin. Þá var orðið rosa fínt hjá okkur þannig að við lágum þar í allt að klukkutíma í sólbaði.
Um hálftvö ákváðum við síðan að fara út í klúbbhús og sóla okkur. Algjör snilld að hafa þvílíkt stóra sundlaug til að kæla sig niður í. Nældum okkur í ágætan lit... Nína eldrauð og ég ógeðslega brún heheheh eða ekkva :)
Fórum svo að versla í matinn í Super WalMart. Það er ekkert smá gaman að versla í Ammmmeríku! Fyrir utan það að verðið er grilljón sinnum lægra að þá eru til svona 700 tegundir af hverri vöru. Komum síðan við á kínverskum og tókum chicken fried rice með heim og átum í mestu makindum :)
Síðan gengum við frá matnum, settum í þvottavél og ætlum núna að fara að glápa á imbann. Jafnvel eina mynd sem við keyptum í gær :)
Síðan er klukkan náttúrulega orðin 9.. og það er nánast bara kominn háttatími....
Rise and shine early in the morning og beint í sólbað.
Hlökkum til að segja ykkur frá fleiri ævintýrum og verið nú dugleg að commenta hérna fyrir neðan :)

19 ágúst 2006

Verslunardagurinn mikli!

Góðan og margblessaðan daginn!

Vöknuðum í rólegheitunum í morgun um 9 leytið (19.ágúst) sem btw er afmælisdagur föður míns. Til hamingju með daginn pabbi! Höfðum það rólegt og gott og þar sem það var alskýjað ákváðum við að fara einn rúnt um Orlando... rúnt sem endaði með að vera verslunarleiðangur dauðans :) Ætluðum rétt að kíkja í eina, tvær búðir en enduðum með því að fara í :

Circuit City þar sem við versluðum okkur inniloftnet - jú auðvitað til þess að ná fyrsta þættinum af Prison Break og svo að sjálfsögðu Rockstar Supernova. Hins vegar höfðum við ekki hugmynd um hvort það myndi virka svo við ætlum að sjálfsögðu að nýta okkur 30 daga money-back skilafrestinn... hvort sem það virkar eða ekki heheheh :)

Hungrið var farið að segja til sín og því fórum við á Olive Garden og fengum okkur ljúffengt Ceser Salat. Því næst var haldið í búðarleiðangur þar sem við fórum m.a. í Super-Target, Nike-outlet, Dress Barn, Guess outlet, Bed Bath and Beyond, Nine West, Van´s, Guess tösku outlet, Old Navy og enduðum góðan dag á uppáhaldsbúðinni okkar Nínu, sem við fundum fyrir algjöra tilviljun, Lane Bryant, og versluðum eins og vitleysingar... Þeir sem voru með okkur í vor í Boston vita hvernig það fór :)

Keyrðum niður International Drive í svona líka grenjandi grenjandi rigningu að það var engu líkara en hellt væri úr fötu á fína blæjubílinn okkar :)

Eftir 9 tíma verslunarleiðangur vorum við orðnar dálítið svangar og tókum því take away hjá Tony Roma´s sem er með bestu rif í geiminum! Ákváðum að taka matinn bara með okkur heim til að geta borðað hann í þæjóheitum.. MMmmmmm hvað rifin voru góð :)

Eftir matinn fórum við síðan í það að tékka hvort loftnetið virkar... Og viti menn.. haldiði að við náum ekki fullt af stöðvum og þar á meðal Fox þannig að við missum ekki af Prison Break :)
Að sjálfsögðu ætlum við að láta sem loftnetið hafi ekki virkað og skila því áður en við förum aftur upp til Boston.

Þess má geta að Nína gerði stórgóð kaup þegar hún verslaði 7 pieces ferðatösku á 60 dollara í SuperTarget sem innihélt 2 fínar ferðatöskur, fluffutösku, bakpoka, handtösku, skópoka, sundpoka og allar græjur :) Enda þurfum við virkilega á því að halda þegar við förum að pakka niður :)

Læt fylgja með mynd af stórinnkaupunum :)


Held samt að inniloftnetið sé eitthvað bilað því veðurkallinn í sjónvarpinu var bara að spá rigningu út vikuna... hummm hlýtur að vera ekkva skrýtið við það! Skilum bara græjunni. :)

En við látum ekki svoleiðis smáatriði slá okkur út af laginu.. heldur ætlum við að hafa það þrusu gott... Biðjum að heilsa ykkur öllum á klakanum..

Lára og Nína

18 ágúst 2006

Orlando Baby!

Tja hérna viti menn! Erum mættar á svæðið til Orlando og prófuðum að plögga tölvuna og hvað haldiði.. oggupínu pons internet samband. Ekki er það verra fyrir svona bloggglaða einstaklinga eins og mig :)
Áttum yndislegan dag með Guðrúnu í Boston.. Röltum um og höfðum það gott.. og að sjálfsögðu svöluðum við þorstanum með ísköldu grape vítamín vatni! Smá öfund öfund fyrir hana Döggu okkar. Röltum við í götunni minni og sýndum Guðrúnu herlegheitin..
Eftir hádegi flugum við síðan með JetBlue niður til Orlando þar sem núna kl 20:00 er ekki nema 30 gráður á Celcius :) Við ákváðum heima að vera bara settlegar og taka okkur venjulegan bílaleigubíl en síðan þegar komið var á Hertz stóðumst við ekki freistinguna og upgraderuðum okkur upp í blæjubíl! Hvað annað þegar um okkur Nínu er að ræða :)
Síðan var haldið í Walmart þar sem við keyptum okkur vatn, kók og sprite.
Fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum þá má til gamans geta að það standa yfir engar vegaframkvæmdir á Semoran Blvd. Til hamingju Orlando menn! :)
Núna erum við komnar í kósý heitin í villuna þeirra Kötlu og Ásgeirs og er planið að taka það úper rólega í kvöld og jafnvel fara bara fljótlega að sofa til að undirbúa sig fyrir sólina og hitann á morgunn.
Verðum í betra bandi seinna :)
P.s. Gummi takk fyrir feluleikinn... ég reyni að launa þér hann síðar :)

Sælinú :)

Við Nína lögðum af stað til Boston í gærdag og gekk ferðalagið eins og í sögu. Ég var búin að búa mig undir einhverja massífa leit og eitthvað vesen en þetta var bara allt voðalega smooth. Þurftum ekki einu sinni að fara úr skónum. Third degree-ið sem ég var búin að búa mig undir í tollinum á flugvellinum í Boston reyndist svo bara elskulegt tjatt um hvað ég væri að fara að gera og jarí jarí.
Þjónustan um borð í Icelandair vélinni var að sjálfsögðu guðdómleg enda engin önnur en frk Guðrún Jónsdóttir að fljúga með okkur. Fengum sæti í röð 5 þannig að við sátum í Saga Class sæti og fengum nánast fullkomna Saga Class þjónustu. Flugfreyjurnar stjönuðu í kringum okkur þar sem við vorum vinkonur Guðrúnar :)
Síðan var lent í Boston og tókum leigubíl heim til Möggu og Gumma. Alla leiðina var ég með krossaða fingur að þessir þrír lyklar sem ég hafði smíðað eftir myndu virka. Einn var að útidyrahurðinni, einn að póstkassanum og einn að innihurðinni.
Úff nú voru góð ráð dýr! Hvorki hvíti, bleiki né græni lykillinn virkaði að útidyrahurðinni og við Nína stóðum úti með massífan farangur. Þökk sé partýglöðum ameríkönum á efstu hæðinni í blokkinni náðum við að smygla okkur inn í andyrið! Hummm tékkaði á öllum lyklunum á póstkassanum og komst að því að græni væri póstkassinn og bleiki inn í íbúðina.
Hvað gera Danir þá... Jú víst vorum við komnar inn í íbúðina en ef við hefðum lokað dótið okkar inni þá hefðum við ekki komist inn aftur um aðalhurðina því hvíti lykillinn komst ekki einu sinni inn í skránna.... hummmm best að hringja í Gumma... Hvar eru aukalyklarnir sem þú sagðir að væru í íbúðinni.... hann bara.... þeir eru í kommóðunni, já eða náttborðinu, já eða í eldhúsinu, já eða í stofunni, já eða í skrifborðinu, já eða þarna eða þar.... Í 300 gráðu hita.. (ekki búnar að setja loftræstinguna á) gerðum við Nína dauðaleit að helv&$%& lyklunum og fundum ekki... þangað til Gummi hringdi aftur og sagði já.. en prófiði þarna já og þarna og þarna.... hummmm hafði greinilega ekki hugmynd um hvar þeir voru. En eftir að við kíktum aftur í fullkomnu skipulögðu kommóðuna hennar Möggu með fötunum hans Hrafnkels þá voru lyklarnir þar velfaldir... Hjúkkk Lyklarnir fundnir!
Já og Magga.. allt lítur voða vel út og sjónvarpið er á sínum stað :)
Mmmmmm þá gátum við loksins farið á Cheesecake .. Fórum og náðum í Guðrúnu...
fengum okkur Mohitos á barnum og skoðuðum matseðlana. Úff hvað það er mikið girnilegt til!
Ákváðum að fá okkur svona Thai Lettuce Wrap .. Þið sem voruð með mér síðast í Boston vitið hvað það er mmmmmmmmmmmmmmm..... og svo fékk ég mér eitthvað snilldargott Boritos.
Cheesecake Factory klikkar seint! Að sjálfsögðu var síðan kíkt í dröggann... (Walgreens) og rölt um borgina mína :)
Núna erum við síðan vaknaðar rise and shine og ætlum að rölta eitthvað um með Guðrúnu.
Klukkan 12 förum við síðan upp á flugvöll og tökum vél niður til Orlando. Verðum reyndar netlausar þar.. þannig að ef ég sé netkaffi þá hoppa ég inn... annars skrifa ég næst 29 ágúst.
Hlakka til að heyra í ykkur... og ég sakna ykkar strax
Love Lára

17 ágúst 2006

Boston Baby

Jæja... þá er víst komið að því...
Ég er um það bil að leggja í hann! :)
Þakka góðar kveðjur og kveðjugjafir undanfarna daga! Ég elska ykkur öll!
Ég læt vita af mér um leið og ég kem út og verð svo ógeðslega dugleg að blogga ...
Amk til að byrja með er alltaf hægt að ná í mig í lara_gudrun@hotmail.com og síðan læt ég ykkur vita um leið og ég er komin með símanúmer.
Á eftir að sakna ykkar allra ógeðslega mikið og ég veit að þið eigið eftir að sakna mín líka....
Því eins og góð vinkona mín orðaði það... búðu þig undir að fá hiksta því við eigum pottþétt eftir að tala um þig, við söknum þín svo mikið.
Love you guys... Farin í frí til Florída baby:)
Adios...