30 október 2006

Frábær helgi

...og verður bara enn betri vika!

Jamm, mamma og pabbi komu á föstudagskvöldið og var obbbbboðslega gott að sjá þau.
Ekki skemmdi fyrir að með í för var allskonar íslenskt góðgæti, appelsín, malt, flatkökur, smurostur, piparostur, mexíkanskur ostur, kæfa, prins póló, ópal, harðfiskur og annað gúmmilaði. Við skruppum á Sushi staðinn í götunni minni og röltum aðeins um hverfið. Á laugardaginn var svona líka úrhellisrigning þannig að það var ekki mikið um rölt þar af leiðandi. Hins vegar kíktum við í tvö mall með ekkert rosalega góðum verslunarárangri. En engu að síður mjög skemmtilegt.
Við áttum síðan kósí kvöld heima og skildi ég síðan unglingana mína eftir heima meðan ég skrapp út með Dodda, Ásdísi, Möggu og Gumma.
Þetta endaði með að vera alveg hreint ótrúlega skemmtilegt kvöld.Fórum á uppistand með Eddie Griffin, Undercover Brother og Duece Bigalow og fl. og var það hin tærasta snilld. Hann var ekkert smá fyndinn og skemmtilegur... ekki skemmdi líka fyrir að hálft Boston Celtics liðið sat á borðunum fyrir aftan okkur.Eftir uppistandið fórum við á klúbba.... byrjuðum á öðrum... og síðan vildi Gummi óður kynna okkur fyrir kúl klúbb hérna í Boston... kunni sko stystu leið þangað ha ha hummm... en að lokum komust við á leiðarenda og á svona líka skemmtilegan klúbb. Gummi þú ert snillingur.
Takk kærlega öll sömul fyrir frábært kvöld.
Núna verð ég hins vegar að segja stopp því Ásdís er að koma og sækja mig og ég er að fara út á völl að sækja næsta holl.... Vilborg og Nína mínar eru að koma til mín !!!! JEIIIIIII
Heyri betur í ykkur seinna..

26 október 2006

ÍíííííííssssssKaaaaaalllllllttttt :)

.... og é ej baja nebbla ojin kjevuð!

24 október 2006

Stikk

Hæ,
Héðan úr Bostoníu er allt súper að frétta eins og fyrri daginn... svo gott að maður hreinlega hefur bara engan tíma til að setjast við tölvuna og skrifa um það sem á daga manns hefur drifið. Vinir mínir á Íslandi eru að fara af límingunum að fá að heyra í mér svo ég ákvað að skella inn nokkrum orðum.
Eins og segir í fyrirsögninni þá er ég í nokkurskonar stikki milli gesta. Elsa og Oddur komu á miðvikudagskvöldið síðasta ásamt Doddý frænku og fóru núna á sunnudagskvöldið. Það var alveg yndislegt að sjá þau og knúsa þau og bralla ýmislegt með þeim.
Á fimmtudaginn síðasta fór ég í prófið, þannig að ég sendi þau út eldsnemma í skoðunarferð um Boston. Þegar ég kom heim úr skólanum klukkan hálftíu um kvöldið voru þau nýkomin heim og dottuð í sófanum... og gengin upp að mitti. Skemmtu sér rosalega vel í DuckTours og í göngu um miðbæinn. Síðan var borðaður góður matur og drukkið gott vín og má segja að Cheesecake Factory hafi staðið upp úr hjá Elsu... Say no more :)
Að sjálfsögðu var líka verslaður heill hellingur og stóð ég mig meira að segja nokkuð vel í þeim málunum... þó svo að ég endurtæki það sífellt upphátt við sjálfan mig að ég væri nú ekki í "útlöndum" og ætti að hætta að versla ...
Sem betur fer sýndi ég Elsu ekki Wholefoods fyrr en á sunnudeginum því hún var svo dolfallin af búðinni að ég átti í erfiðleikum með að koma henni út... Ég hélt hún ætlaði að leggjast á kjötborðið, fiskiborðið, grænmetisdeildina, ostaborðið etc.... Hún kom með statement að hún ætlaði aldrei að elda aftur á Íslandi.... Held nú að það muni fara illa í nánustu fjölskyldu-meðlimina :)
Elsa kenndi mér allavegana húsráð meðan hún var hérna. Hún var eitthvað að tjá sig um að tuskurnar mínar voru ekki nógu hvítar þannig að hún skipaði mér að kaupa klór og svo fórum við í það að klóra tuskur... Og svei mér þá.. þær hafa aldrei litið betur út þessar elskur :)
Nú er stutt í næsta holl.... mamma og pabbi koma á föstudaginn og svo koma Vilborg og Nína á sunnudagskvöldið! Það verður ekkert smá gott að knúsa þau öll.....en ég ætla nú samt að njóta þess að vera ein þangað til hehheheheheheheh.
Ég má heldur ekki gleyma stærsta viðburði helgarinnar. Fór með Ásdísi og Dodda og Jóel og kærstunni hans á Paul Simon tónleika á sunnudaginn. Þvílík helber snilld var það! Sátum á fremsta bekk og upplifuðum yndislega tónleika! Mæli þvílíkt með nýja disknum hans, hann er æði!
Svo erum við íslenska gengið, ég-ásdís-doddi-magga-og-gummi að fara á comedy club á laugardagskvöldið næsta. Ætlum að sjá Eddie Griffin sem er eflaust ótrúlega fyndinn. Fyrir ykkur sem ekki kannist við nafnið þá kannist þið pottþétt við andlitið :) Hann lét í Date Movie, Deuce Bigalow myndunum og fleira. Verður eflaust hrikalegt fjör.
Set hérna inn myndir úr Boston Common frá síðasta laugardegi, þar sem samtökin LifeIsGood ætluðu að setja heimsmet í fjölda graskera sem voru með kveiktum kertum í.... humm eitthvað öfugsnúin setning en þið getið lesið um það á þessari síðu.

Hurru já..... ég er búin að fá út úr báðum prófunum og ég er bara svona frekar ánægð með þau.

Fékk 93/100 í Operation Research kúrsinum og fékk svo 82/100 í líkindafræði kúrsinum sem ég er bara ótrúlega ánægð með þar sem ég hélt að ég myndi ekki ná yfir 60 þar. Meðaltalið þar var líka 75 þannig að ég get bara ekki annað en verið sátt.......
Þá er bara að gera enn betur á næstu midterm prófum sem verða núna um miðjan nóvember.
Well, núna ætla ég að fara að fá mér hrökkbrauð með ííííííslenskum létt sveppasmurosti mmmmmmmmmmmmm...... (og drekka vítamínvatn með *öfund*)

19 október 2006

2 tímar rúmir....

...... í Lík & Böl eins og hann Grétar stórvinur minn kallar það :) Já er að fara í Probability and Statistic próf á eftir.... og verð að segja að mér líður eins og ég kunni ekki ra**. A.m.k. miðað við það sem ég kunni fyrir hitt prófið!
En þetta verður bara að fara eins og það fer... vonum það besta :)
Eins og við Magga spænskusnillingar myndum segja: (vona að það sé rétt)
Yo muy nervioso!
Vona að þið hugsið bara öll fallega til mín frá 10 til hálftólf í kvöld :)
Skrifa betur á morgun þegar ég er búin í W#$#$%&$/ prófinu ....

17 október 2006

Próf smóf

Já þið segið það!

Hurru.. prófið gekk bara ágætlega... Reyndar hefði ég viljað fá smá meiri tíma til að geta kannski fengið 100% á prófinu... en ég vonast til að ná amk 80%. Magga segir að ég eigi ennþá séns að fá A í kúrsinum þannig að ég held í vonina :)

Af því að ég á svo ógeðslega bágt að vera að læra undir próf þá vitið hvað!

Ég drakk appelsíndósina sem ég átti inn í ísskáp!

.......................................og OH MY GOD hvað það var gott!

Eins og stendur á dósinni:

Appelsín Límonaði : ÞETTA EINA SANNA! :)

16 október 2006

Enn fleira fallegt fólk :)


Ákvað að bæta við myndum... svona til að halda friðinn :)

Endilega láttu mig vita ef þér finnst það eigi að vera mynd af þér þarna.. og gefðu góða útskýringu :)

MiDtErM

Úff.... hnútur í mallakút!
Próf í Operation Research eftir nákvæmlega 6 klukkutíma....

Krossið fingur :)

15 október 2006

GúGGúL

Hvar væri ég án Google... Google veit allt! Google er vinur minn.



Ákvað að kubba í tilefni dagsins...

Prófblað

Ég má taka eitt A4 (sem er reyndar ekki A4 því Ameríkanar þurfa að hafa ALLT öðruvísi en maður er vanur, þ.m.t. að gata þrjú göt en ekki fjögur.. tja...) með mér í prófið svo það er um að gera að nýta það vel eins og sést á þessari mynd.... báðum megin :)
Mér finnst að ég eigi nú bara að fá A+ bara fyrir þetta blað sko...

Fallega fólkið




þið getið ýtt á + og - til að sjá myndirnar hægar eða hraðar

Brjálað að gera :)

hæts... ég er ennþá á lífi.. :)
Bara alltaf crazy að gera á þessu heimili!
Í næstu viku eru fyrri midterm prófin í báðum kúrsunum þannig að ég er að fara í 2 próf í næstu viku. :( Það er nokkuð merkileg tilfinning að vera að læra undir próf.... og þá actually vera að rifja upp fyrir próf en ekki LÆRA undir próf svona eins og all nokkur síðustu skipti voru þegar maður fór síðast í próf.
Af hverju var enginn búinn að deila þeim fróðleik með manni að það væri bæði áhrifaríkara, maður lærði meira og maður hefði meira gaman af, ef maður myndi læra jafn óðum yfir veturinn og gera heimadæmin sín sjálfur... ekki hin víðfræga copy-paste tækni sem var allsráðandi í VR2 í den. Ok ég er kannski að ýkja... hehe ég lærði alveg fullt heima en ekki nærri því eins dugleg og ég er búin að vera hér... þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að árangurinn verði jafn góður :) :)
Íris fór heim á fimmtudagsmorguninn síðasta yfir til LA og það var alveg yndislegt að hafa hana.
Á þessari viku sem hún var hérna náðum við að bralla heilan helling og skemmtum okkur rosalega vel. Gaman að geta nýtt tækifærið að skoða borgina og gera eitthvað túristalegt og antitúristalegt meðan það eru gestir í heimsókn... GESTIR segiði... þess má til gamans geta að á næstu 22 dögum.. þá eru ekki meira en 6 dagar sem ég verð ein í kotinu.´
Já það er hrikalega gaman að vera svona vinsæll og eiga svona marga góða vini :) Elsa, Oddur og Doddý frænka koma á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag. Mamma og pabbi koma svo 27 okt til 30 okt.. og svo koma Vilborg og Nína 29 okt til 5 nóv. Síðan verða Silja og Erla hérna í Boston líka 27 okt til 30 okt þannig að það er sko nóg að gerast :)
Þess vegna ætla ég að reyna að finna allskonar skemmtilegt að bralla með þeim og reyna að finna alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð til að skoða... Allar tillögur vel þegnar :)
Skrapp í gær út að borða með Baddý og Bjössa vinnufélaga hennar og kynnti þeim fyrir Symphony Sushi... Ekki varð maður fyrir vonbrigðum þar frekar en fyrri daginn :)
En... núna ætla ég að halda áfram að læra.... Bið að heilsa ykkur heima í bili....
Ciao :)

07 október 2006

Versli Versl :)

Hæbb,
Við erum vaknaðar, hressar og kátar. Sátum á Cheesecake Factory til að vera hálftólf og höfðum það kósý og slúðruðum yfir blushflösku :) Við ákváðum bara að vera rólegar og fara bara beinustu leið heim með ostakökurnar okkar.... Jammí rauðvín og Cheesecake ostakökur... gerist ekki betra :)
Núna er planið að skreppa upp í Galleria Mall og skoða í búðir... jafnvel versla ekkva ha ha hummm.. Látum ykkur vita hvernig það gekk á morgun.
Í kvöld er svo planið að borða á Mexíkóskum stað á Boylston Street og kíkja svo á Comedy Club með Möggu ...... Látum ykkur vita þegar frekari plön liggja fyrir....

06 október 2006

Labbi Labbi Labbi

Hæ allir saman!
Íris frænka er í heimsókn hjá mér fyrir ykkur sem eruð ekki nógu dugleg að lesa síðuna mína.
Það er ekkert smá gaman að vera búin að fá hana í heimsókn. Hún kom sem sagt á miðvikudagskvöldið og við kíktum strax út að borða með Ásdísi og Dodda á gómsætan pizzustað í Cambridge.
Í gær fóru Ásdís og Doddi svo í heimsókn til Ólafar og Gumma til New York og á meðan ætla ég að passa bílinn þeirra. Við Íris notuðum því tækifærið og fórum út í South End og versluðum í Target og Stop and Shop og kíktum síðan í Best Buy þar sem Íris fjárfesti síðan í glimrandi fínni myndavél. Um kvöldið fór ég síðan í skólann meðan Íris hafði það kósí heima með sjónvarpinu og rauðvínsflösku. Ég kom síðan og joinaði henni og við endum með að klára eina og hálfa rauðvínsflösku og kjafta heilan helling.
Í dag erum við hins vegar búnar að labba af okkur lappirnar. Byrjuðum daginn á Starbucks og fórum síðan í manicure :) Síðan löbbuðum við Newbury Street endilanga og kíktum í nánast allar búðirnar ... Með nokkra poka héldum við síðan heim á leið og erum hér nú að hvíla lúin bein.
Við ákváðum síðan að fara að gera okkur sætar með nýja Mac meikinu okkar og vorum hálfnaðar með meikásetninguna þegar brunakerfið fór af stað með svona líka þvílíkum hávaða.
Við rukum út á tröppur, hálfmeikaðar og á náttfötunum ásamt hinum íbúum hússins, þar á meðal einni stelpu sem var greinilega í sturtu þegar ósköpin dundu yfir hehehe. Síðan komu tveir slökkviliðsbílar með svona líka sætum hönkum sem voru þvílíkt skotnir í okkur... þannig að við Íris höfðum nóg að gera með að tjatta við þá... Enginn eldur... þannig að þeir þurftu víst að fara... þannig að við ætlum að halda áfram að gera okkur sætar og fara síðan út að borða.
Heyrumst betur seinna ... Adios :)

03 október 2006

Hárið!

Ef einhver þarna úti getur sent mér á e-maili soundtrackið úr söngleiknum Hárið sem var settur upp heima 199-og ekkva, (ekki þessi 2004) þá verður sá hinn sami gerður að manni ársins og reist verður stytta af honum á Quincy Market! Án djóks.... Við Ásdís erum að fara af límingunum okkur langar svo að hlusta á Frank Mills með Emiliönu Torrini :)

E-mailið mitt er : laraxgudrun@gmail.com

Jeiiiii!

Það er helst í fréttum að hún Íris, a.k.a. Prinsessan, súperskutlu-frænkan mín lendir kl 6.30 pm að staðartíma á morgunn. Jeiii ég hlakka svo til að fá hana í heimsókn og knúsa hana og sýna henni um Boston. Ég, Ásdís og Doddi ætlum rétt að leyfa henni að henda inn töskunum og síðan ætlum við að fara upp á Harvard Square og fá okkur ljúffenga pizzu á Cambrigde 1. Haldiði að það sé lúxus líf :)
Síðan verður ljúffengt líka að fá aðeins tækifæri að kíkja upp úr skólabókunum... var nánast orðin svona við borðið heima:

Sem er kannski kostur.... kannski verð ég orðin svona mjó um jólin... hehehe hver veit???

02 október 2006

MmMMmMMmmmmMMM

01 október 2006

Heimadæmi dagsins

Ég er búin að læra margt gáfulegt síðan ég kom til Boston.

Gef ykkur smá preview af heimadæmunum mínum:

Samræmdu prófin eru nottla bara snilld :)