Hæ,
Héðan úr Bostoníu er allt súper að frétta eins og fyrri daginn... svo gott að maður hreinlega hefur bara engan tíma til að setjast við tölvuna og skrifa um það sem á daga manns hefur drifið. Vinir mínir á Íslandi eru að fara af límingunum að fá að heyra í mér svo ég ákvað að skella inn nokkrum orðum.
Eins og segir í fyrirsögninni þá er ég í nokkurskonar stikki milli gesta. Elsa og Oddur komu á miðvikudagskvöldið síðasta ásamt Doddý frænku og fóru núna á sunnudagskvöldið. Það var alveg yndislegt að sjá þau og knúsa þau og bralla ýmislegt með þeim.
Á fimmtudaginn síðasta fór ég í prófið, þannig að ég sendi þau út eldsnemma í skoðunarferð um Boston. Þegar ég kom heim úr skólanum klukkan hálftíu um kvöldið voru þau nýkomin heim og dottuð í sófanum... og gengin upp að mitti. Skemmtu sér rosalega vel í DuckTours og í göngu um miðbæinn. Síðan var borðaður góður matur og drukkið gott vín og má segja að Cheesecake Factory hafi staðið upp úr hjá Elsu... Say no more :)
Að sjálfsögðu var líka verslaður heill hellingur og stóð ég mig meira að segja nokkuð vel í þeim málunum... þó svo að ég endurtæki það sífellt upphátt við sjálfan mig að ég væri nú ekki í "útlöndum" og ætti að hætta að versla ...
Sem betur fer sýndi ég Elsu ekki Wholefoods fyrr en á sunnudeginum því hún var svo dolfallin af búðinni að ég átti í erfiðleikum með að koma henni út... Ég hélt hún ætlaði að leggjast á kjötborðið, fiskiborðið, grænmetisdeildina, ostaborðið etc.... Hún kom með statement að hún ætlaði aldrei að elda aftur á Íslandi.... Held nú að það muni fara illa í nánustu fjölskyldu-meðlimina :)
Elsa kenndi mér allavegana húsráð meðan hún var hérna. Hún var eitthvað að tjá sig um að tuskurnar mínar voru ekki nógu hvítar þannig að hún skipaði mér að kaupa klór og svo fórum við í það að klóra tuskur... Og svei mér þá.. þær hafa aldrei litið betur út þessar elskur :)
Nú er stutt í næsta holl.... mamma og pabbi koma á föstudaginn og svo koma Vilborg og Nína á sunnudagskvöldið! Það verður ekkert smá gott að knúsa þau öll.....en ég ætla nú samt að njóta þess að vera ein þangað til hehheheheheheheh.
Ég má heldur ekki gleyma stærsta viðburði helgarinnar. Fór með Ásdísi og Dodda og Jóel og kærstunni hans á Paul Simon tónleika á sunnudaginn. Þvílík helber snilld var það! Sátum á fremsta bekk og upplifuðum yndislega tónleika! Mæli þvílíkt með nýja disknum hans, hann er æði!
Svo erum við íslenska gengið, ég-ásdís-doddi-magga-og-gummi að fara á comedy club á laugardagskvöldið næsta. Ætlum að sjá Eddie Griffin sem er eflaust ótrúlega fyndinn. Fyrir ykkur sem ekki kannist við nafnið þá kannist þið pottþétt við andlitið :) Hann lét í Date Movie, Deuce Bigalow myndunum og fleira. Verður eflaust hrikalegt fjör.
Set hérna inn myndir úr Boston Common frá síðasta laugardegi, þar sem samtökin
LifeIsGood ætluðu að setja heimsmet í fjölda graskera sem voru með kveiktum kertum í.... humm eitthvað öfugsnúin setning en þið getið lesið um það á
þessari síðu.
Hurru já..... ég er búin að fá út úr báðum prófunum og ég er bara svona frekar ánægð með þau.
Fékk 93/100 í Operation Research kúrsinum og fékk svo 82/100 í líkindafræði kúrsinum sem ég er bara ótrúlega ánægð með þar sem ég hélt að ég myndi ekki ná yfir 60 þar. Meðaltalið þar var líka 75 þannig að ég get bara ekki annað en verið sátt.......
Þá er bara að gera enn betur á næstu midterm prófum sem verða núna um miðjan nóvember.
Well, núna ætla ég að fara að fá mér hrökkbrauð með ííííííslenskum létt sveppasmurosti mmmmmmmmmmmmm...... (og drekka vítamínvatn með *öfund*)