20 desember 2006

Ísland... best í heimi :)

Jeiiii ég er komin heim :)
Lúrði mig smá og fór svo beint á jólahlaðborð í Perluna með systrafélaginu - Gerðu, Nínu, Elísabetu og Írisi.... Anna Rún var fjarri góðu gamni.. söknuðum þín fullt.
Ekki amalegt það að lenda og fara beint í ljúúúúfengan mat... Síðan erum við að sjálfsögðu heima hjá Nínu í Singstar ... hvað annað! Ásdís skoh.. ég er að æfa mig fyrir battleið á móti þér :)
Annars er rosa gott að vera komin heim nema ég var búin að steingleyma því hvað er dimmt hérna.... birtir aldrei??
Ég er með gamla símann minn hér heima - 8619114 - endilega bjallið í mig :)
Jæja ætla að fara að syngja Cant fight the moooooooooooooooonlight :)

19 desember 2006

Still in Boston ....

Jáhá... ég veit ekki hvort að hún Nína hafi þessi áhrif.. en það virðist vera sem hún festist alltaf amk einum degi lengur en áætlað er.. Hún kom sem sagt á miðvikudaginn í síðustu viku ásamt fríðu föruneyti frá Hertz. Meðan ég kláraði prófin versluðu þau af sér lappirnar eins og sönnum Íslendingum sæmir.
Á laugardagskvöldið hélt ég bráðskemmtilegt og girnilegt matarboð fyrir íslendingacrewið mitt, Möggu, Gumma, Hrafnkel Árna, Ásdísi og Dodda þar sem gómsætar íslenskar lambalundir voru á boðstólnum. Heppnaðist ekkert smá vel og síðan átum við yfir okkur af jarðaberjum, bönunum og ananas í súkkulaðifondue ;)
Jæja.. þá fór tíminn í það að pakka niður.. enda jólagjafafjallið aldrei verið stærra... kannski er maður aðeins að tapa sér að búa í útlöndum og vera að versla jólagjafirnar tímanlega heheh
Brottfarardagurinn rann upp í gær og var hann hinn hressasti!
Mættum út á völl kl 18:20 og hittum Ásdísi og Dodda beint fyrir utan... þvílík röð sem tók á móti okkur í Check-ininu að við vissum varla hvaða á okkur stóð veðrið... komumst síðan að því að vélin frá því deginum áður hafði bilað þannig að í kvöld væru að fara tvær vélar.. fyrri kl 7pm og okkar vél 8.30pm. Vélin okkar var þó ekki komin frá Íslandi vegna "vondsveðursseinkunnar" þannig að okkar vél var strax seinkað til 11.50pm. Farþegarnir sem áttu að fara með vélinni daginn áður voru nú þegar búnir að bíða 8 klst út á velli fyrri daginn, gista síðan á hóteli .. og stefndi í aðra 8 tíma bið hjá þeim því það tókst ekki að gera við flugvélina. Farangurinn þeirra var síðan fluttur úr "biluðu" vélinni og í okkar vél... og áttum við að bíða eftir að gert yrði við vélina. Sem var að sjálfsögðu eina vitið þar sem hitt liðið var búið að bíða í 2*8 klst.. og mörg lítil börn upptjúnuð og ansi hress. Nema hvað.. skv. einhverjum flugvallarlögum máttu þau ekki testa vélina á flugbrautinni... (hins vegar mega flugvélar taka á loft) en ekki má testa á fullu afli ble ble ekkva.. þannig að fyrst þarna kl 12.30am var fluginu aflýst þangað til í dag...
Við biðum í hálftíma til að vita hvað við ættum að gera... meðan boardað var í hina vélina... og síðan kom sú niðurstaða að við þyrftum að sækja töskurnar okkar og koma aftur á morgun...
ARG nenntum svo innilega ekki að sækja allar 4 töskurnar og bera þær aftur upp heima og svo aftur niður í dag.. Biðum hins vegar í einn og hálfan tíma eftir töskunum.... ZZzzzZZZ og síðan í rúman hálftíma eftir leigubíl! Úff átta klukkutímar á flugvellinum og ekkert gerðist.
Síðan til að kóróna allt þarf maður að bóka sig aftur í vélina og í sæti.. þannig að þessar ungu prúðu kurteisu og almennilegu starfsstúlkur á flugvellinum sögðu að "við þyrftum þúst bara að mæta skilurðu kl 3 (nb 5 tímum fyrir brottför*) ef við ætluðum þúst sko að fá sæti" Jáhá.. aldeilis lúxus... fáum að eyða öðrum eins klukkutímum á flugvellinum....
Nema hvað að ég hringdi í Icelandair símsvarann og bókaði okkur öll á flugið.. mig, nínu, ásdísi og dodda og talaði svo við hann Bússa, yfirmann Icelandair í Boston ( sem var by the way ekki í öfundsverðu hlutverki þessa síðustu tvo sólarhringa) og spurðum hann hvort við mættum ekki bara fara í hádeginu og tékka töskurnar inn og fara svo bara aftur heim og koma um sex... hann var svo elskulegur að segja að við mættum koma kl hálfeitt og tékka inn... Vona bara að við fáum góð sæti.
Tja.. skemmtileg ferðasaga... vonast til að vera komin til íslands um 6.40 í fyrramálið!
Bið að heilsa í bili...

11 desember 2006

Ef ég nenni.....

söng Helgi Björns.... ég nenni ekkert svo svakalega að vera í þessum prófum... skal alveg lofa ykkur því... en allt (mis)gott tekur víst enda.. kannski sem betur fer í þessu tilfelli :)
hurru.. var að fatta... akkurat er eins og enska orðið accurate.. eða nákvæmt... eins og við segjum... akkúrat.. nákvæmlega... en skemmtileg pæling.....
held ég sé samt komin með svefngalsa.... hef það annars fínt... er bara að reyna að besta það hvernig ég kem 40 bls glósum á eitt A4 blað... það gæti tekið langan tíma..!
Ætti maður samt þá ekki bara að fara að sofa...
jú....zZzZzZzZzZZZzZzzZ Góða nótt...

08 desember 2006

Hvar hefur þú numið land ? :)

Hef heimsótt 13 lönd... aðeins 5%... vá hvað maður á mikið eftir :)

Hvaða fylki hefur þú heimsótt?

... og 12 fylki í USA.. 23%.. það er ekki neitt... bara klink... Roadtripið í vor á nú eftir að hækka prósentuna vonandi örlítið :)

Jæja.. pásan búin í bili... farin aftur að læra... mmmm Vilborg og Nína, takk fyrir jólaölið og piparkökurnar... og Nína takk fyrir íslensku jólalögin... núna er ég bara komin í jólastuðið og hlakka rosalega mikið til að koma heim :)

Svaf heila öld....

Ég held ég sé að breytast í Þyrnirós... Það er bara eitthvað svo miklu betra að sofa heldur en að vakna og fara að læra... Einhver þarna úti sammála?

07 desember 2006

Læri Læri Læri.... eða hvað?

Já.. hvort sem þið trúið því eða ekki, þá létum við Ásdís loksins verða af því að fara SAMAN út í skokkgöngutúr.... humm ætluðum að vera duglegar að byrja í september að fara reglulega út í göngutúr saman en ... núna er 7. desember... humm hvað gerir maður ekki þegar maður á að vera að læra undir próf... fórum allavegana rosa stóran hring í kringum fenin. Síðan buðu Ásdís og Doddi mér í mat í ekta ítalskar kjötbollur ... mmm takk fyrir mig... :)
Já, verð bara að viðurkenna að það er kominn smá prófskrekkur í mig... var ekki svona fyrir midtermin.. kannski bara af því að þetta eru LOKApróf ... og það er kannski það sem er scary.. maður spyr sig... Samt kem ég mér ekki í það að byrja almennilega að læra....
En maður verður að drullast af stað... ekki nema vika þangað til að bæði prófin eru búin !#$%!
Hurru... síðan var ég að passa Kela Kelirófuna mína í gær... Hann er svo mikið yndi og svo var líka fínt að skipta aðeins um læristað meðan Magga og Gummi kíktu út að borða og í keilu og billiard. Nema hvað... haldiði ekki að þau séu alveg kreisíkatts ... og gáfu mér svona súkkulaði fondue sett úr Crate&Barrel og ljúffengt súkkulaði með... og svo gjafakort í búðina með hellings inneign... þau eru nú alveg klikk :) En núna er komin ennþá meiri pressa að drífa mig í að bjóða þeim í mat og súkkulaðifondue eftirrétt.... :) Jeiiiiiii ....
Best að fara að læra... tralalalalalalalalala.....

05 desember 2006

FIMMTI DESEMBER!

Já, 5. des hefur síðustu 9 árin verið dálítið sérstakur dagur í lífi mínu... og er þetta í fyrsta skipti í laaaangan tíma sem maður upplifir hann öðruvísi en áður.
Þannig vill til að þetta er langstærsta ruglið á árinu... ruglið spyrja margir sig... en ef maður hefur einhvern tímann verið innvolvaður í 365 aka Stöð 2 þá vita allir að 5. desember er brjálæðisdagur ársins. Þess vegna hugsa ég fallega til allra stelpnanna minna heima hjá 365... Döggu, Helgu, Ástu, Rakelar, Hrannar Á og Æ, Bryndísar, Siggu og allra hinna og síðast en ekki síst Írisar frænku, sem er ekki fyrr lent á klakanum og byrjuð að vinna eins og skepna á stærsta rugldegi ársins....
Vona að það gangi vel hjá ykkur í dag og seljið eins og vindurinn :)

03 desember 2006

Úff púff skítarúff...

Jæja nú jæja...
Þetta er búinn að vera meiri dagurinn!
Gærkvöldið fór í allsherjar póker veislu ásamt dashi af förðunarundraverkum með nýja MAC dótinu okkar... Við vorum einróma sammála um að Íris hafi unnið 1. verðlaun fyrir afbragðs förðun... amk hún gerði eins vel og hún gat miðað við bjórana sem við vorum búin að fá okkur :) Íris fór örlítið fyrr að sofa en við hin .... en við Gummi þraukuðum lengst eða til 6 um nóttina.. eftir mikið spjall og skemmtilegheit ..
Takk Gummi og Ólöf fyrir að taka á móti okkur - þetta var ekkert smá skemmtileg helgi.
Eftir manicure og mexíkanskan mat héldum við Íris út á völl... Ég til Boston (áætlað flug kl 8.10) og Íris til Íslands (áætlað flug kl. 8.15). Svo skemmtilega vildi til að terminalarnir okkar voru bara hlið við hlið þannig að við tókum bara saman taxa út á terminalinn hennar Írisar ... og svo löbbuðum við yfir og tékkuðum mig inn....
En...! Þetta gekk ekki svona hrikalega vel !
Leigubílstjórinn má eiga það að hann var hress... enda gortaði hann sig á því bæði að búa í "the city of the world" ásamt því að standa algjörlega undir væntingum þess að vera "New York City Taxidriver" ... Sem hann svo sannarlega gerði! Ég og Íris sátum í aftursætinu og þvílíka rússíbanaferð höfum við hvorugar farið í... úff... það var fínt að vera loksins komin á áfangastað.
Terminal 7 á JFK.... Eitthvað misskildum við Íris samt hvora aðra... því á endanum vorum við ekki með nægan pening... þannig að Íris stökk inn í hraðbanka til að taka út 20 dollara...
Þar sem þetta var svona sérpantaður leigubíll en ekki gulur cab þá er honum með öllu bannað að taka upp farþega á flugvellinum... þ.e. einungis gulir leigubílar mega taka upp farþega fyrir framan arrival terminalana... og hljóðar sektin upp á fangelsisvist. Okkar maður var nú ekki hræddur við það, heldur gortaði sig við mig meðan Íris hljóp í hraðbankann, að hann gerði þetta nú 5 sinnum í viku síðustu 20 árin og hafði aldrei verið tekinn......
Hins vegar ætlaði það ekki að ganga jafn vel í þetta skiptið... Á meðan hann var að bíða eftir borgun frá okkur skimaði hann sig um í leit að farþegum til að taka til baka....
Meanwhile inside the terminal....
Allir hraðbankar á terminalum voru að sjálfsögðu out of order.. þannig að Íris þurfti að fara í Money Exchange bás til að taka út pening... borgaði $10 fee til að fá $30. En það gekk ekki svo auðveldlega heldur.. því gaurinn var svo mikið að reyna við Írisi og vildi æstur fá að eiga ljósrit af myndinni í passanum hennar... hún bara DUDE I´m in a hurry, get me my money.....
Meanwhile outside the terminal....
Tveir Security gæjar komnir að ræða við bílstjórann og segja honum að ef hann hætti þessu ekki þá munu þeir hringja á lögregluna... Ég bara HVAAR er Íris!!! .... Security gæinn kallar á löggunna og er hún rétt ókomin þegar Íris kemur út og við hendum $50 í gæjann og hann brunar í burtu...
Þá var komið að því að tékka sig inn... það gekk nú ágætlega nema hvað Íris týndi græna miðanum úr passanum sínum... í annað skiptið í þessari ferð heheh en það reddaðist þó að lokum. Helvítis síminn minn var batteríslaus þannig að við Íris gátum ekkert haft samband meðan við vorum að bíða eftir vélunum okkar.... því miður því....
Ég fór út í vél kl 7.30 og þurfti að bíða á brautinni í fu$#ing klukkutíma áður en við fórum í loftið... og síðan fékk ég sms eftir að ég kom heim þar sem vélinni hennar Írisar hafði líka seinkað um einn og hálfan tíma og barinn lokaður :/
heheh well eftir þessa þrautarferð þá er ég loksins komin heim í sætu fínu íbúðina mína...
og þar sem ég nenni hreinlega ekki að byrja í kvöld á heimadæmunum mínum fyrir morgundaginn, þá ætla ég bara að fara að stökkva í bólið...
Þess má til gamans geta að það er kominn teljari hér til hliðar sem sýnir hversu langt er til að ég lendi á Íslandi... Jeiiiii það verður svooooo gaman..... :)
Ætla að fara að skríða í rúmið eftir frábæra helgi !!!

Meira NEW YORK :)

Kaffidrykka á Barnes & Noble, Lest yfir til Manhattan, Ground Zero / World Trade Center tour, Pissað á ógó flottu marmara Marriot klósetti, Labbað út á bryggju, Drukkinn risalega góður Strawberry Frozen Daquire á Pier 17, Útsýnistúr á allar brýnnar, Labbað fram hjá City Hall, Welcome to Canal Street... djís... brjálæði dauðans.. verslað verslað pLata pLata (translated as Prada), Gucci Gucci, Coach Coach, Louis Vuitton Louis Vuitton, ble ble... Síðan vorum við teknar bak við ímyndaða hurð á veggnum í pinkulitlu búðarrými... þar sem voru gersemis töskur á 1 fermetra svæði... úff það hefði ekki verið fínt fyrir visa-statusinn ef löggan hefði böstað okkur þarna inni... versluðum helling... Löbbuðum upp í Mac búðina.. versluðum ógeðslega mikið :) Fórum í CVS, Fórum upp í Empire State Building, ííískalt og brjálað rok, en Lára fórnaði sér til að taka ógeðslega mikið af flottum myndum af ótrúlega flottu útsýni... fórum í lestina yfir til Brooklyn, fórum í Rite Aid og keyptum bjór, fórum á Sushi stað mmmmm, fórum á amerískan Diner og fengum okkur einn drykk... og skelltum okkur síðan heim til að fá okkur sjúss... óóógisslega gaman... erum að slúðra og hafa það ógeðslega gaman....

heyri í ykkur seinna :)

01 desember 2006

New York!

Er í NEW YORK BABY!

New York er æði!
Brooklyn, Manhattan, Times Square, Ljós, Fólk, Central Park, Jólaljós, Flottar búðir, Fólk, Jólalög, Háar byggingar, 19 stiga hiti, Geðveik stemmning, 5th Avenue, Crazy leigubílsstjórar, MAC, Fólk, Lest, Fallegt útsýni, Jólalög, Slúður, Góður matur, Skór, Bjór, Hlátur, Saks, Spanx, Fólk, Meira fólk, Meira vín, Góður matur og Góður félagsskapur!
Set inn myndir þegar ég kem heim aftur :)