Já, til að afsanna þá kenningu sumra vina minna að ég blogga bara þegar ég er í prófum ákvað ég að skrifa inn smá pistil um það sem á daga mína hefur drifið :)
Í gær ákvað ég að hafa letidag dauðans eftir stórgóða prófatörn... Vaknaði ekki fyrr en uppúr hádegi og hafði það svo obboðslega kósí :) Horfði á einhverja 6 þætti af Sex and the City, 8. þáttinn í Greys og fór svo í sturtu, litaði og plokkaði og gerði mig sætari en ég er :)
Fór síðan á Sushi staðinn minn og fékk mér California Roll og Spicy Salmon Roll og að sjálfsögðu einn Kirin Ichiban með :) Þær eru orðnar svo miklar vinkonur mínar þarna á staðnum að ég þarf nánast ekki að biðja um það sem ég vil... orðið nánast það gott að maturinn sé kominn á borðið þegar ég mæti á svæðið :)
Eftir dágóðan "Palli var einn í heiminum" leik, langaði mig að hitta annað fólk þannig að ég bauð mér í heimsókn til Dodda og Ásdísar ... Spjölluðum um heima og geima og enduðum svo með því að horfa á Lethal Weapon 1....
... sem var by the way algjör snilld... í fyrsta lagi gerir maður ráð fyrir að allir hafi séð þessar myndir og í öðru lagi telur maður gefið að maður kunni einhvern veginn svona klassíska mynd utan að. En annað kom á daginn... Öll höfðum við séð myndina en vorum hreinlega alveg búin að steingleyma henni. Og hún kom þægilega á óvart.... Algjör snilld að sjá Mel Gibson nánast nýfermdan og sætan og allt í myndinni var ekkva svo innilega eighties... :) Mæli með því að þið kíkið á myndina við fyrsta tækifæri.
Í dag vaknaði ég líka upp úr hádegi... hehe það er bara svo gott að sooooofa :)
Ég var ekki búin að fara að versla síðan Vilborg og Nína voru hérna þannig að það má segja að það hafi verið orðið hálftómt í ísskápnum. Þó, mér til mikillar furðu, hef ég komið sjálfri mér á óvart með snilldartöktum í eldhúsinu og galdrað fram hverja ofurréttina á fætur öðrum úr því hráefni sem var til hverju sinni.... en núna var ísskápurinn eiginlega farinn að skipa mér að fara í búðina :)
Þannig að hver annar er elsku Zipcar kom til bjargar :)
Leið nánast eins og ég væri komin heim að keyra sæta bílinn minn heima.. sem er reyndar búið að selja en hvað um það.. alltaf gott að keyra hr. volvo.
Það er samt obboðslega erfitt að versla í matinn í Ameríku. Það eru til svona 50 tegundir af mjólk, 200 tegundir af skinku og þess háttar áleggi á brauð, 10 tegundir af sojasósu, 70 tegundir af hrísgrjónum, 10 tegundir af eplum og u.þ.b. 7569 tegundir af frosnum ís. Það tók mig ekki nema uþb 2 tíma að versla fyrir mig eina hehe geri aðrir betur :)
Mætti síðan stelpu á flipflops hérna fyrir utan áðan... Óttar er einmitt búinn að furða sig mjög á flipflop æði bandaríkjamanna... dansandi með headphones í eyrunum... já hún var ekki með Ipod heldur með hinn klassíska ferðageislaspilara í hendinni.... sjaldséð sjón :)
Hurru.. ég ætla að fara að ganga frá matnum... er síðan að fara að passa hann Kela minn í kvöld meðan Magga og Gummi fara út að borða með foreldrum Gumma... og síðan ætla ég jafnvel að kíkja á tjúttið með Dís n Doddz og Jóel.
Heyri í ykkur seinna my lovz :)