29 nóvember 2006

Jeiiiii .. styttist í jólin....

Það er búið að setja jólaseríu í tréð fyrir utan gluggann minnn :)

Síðan er bara örstutt þangað til Íris frænka kemur í kvöld og við förum yfir til NEW YORK til Ólafar og Gumma :) :)

Bara gleði....

27 nóvember 2006

ÉG ER SNILLINGUR :)

25 nóvember 2006

Thanksgiving og Ebay

úffff..... var að klára að kaupa fyrstu tvo hlutina mína á Ebay :)
Get bara varla annað sagt en þetta hafi verið hálfgert adrenalín kikk síðustu sekúndurnar... Lenti í harðri baráttu við annan "bjóðara" og vann að sjálfsögðu á síðustu metrunum....þvílíkt stuð :) Ég vona samt bara að þetta fari ekki að verða fastur liður því ég held að það sé ótrúlega auðvelt að verða fastur gestur þarna inni og bjóða af sér rassgatið :) Þá veit ég hverjum ég kenni um..
Völu Möller, skófíkli dauðans... Írisi frænku... öðrum skófíkli.... pínu lítið Ásdísi fyrir að kenna mér trick í að bjóða rétta upphæð og svo síðast en ekki síst henni Nínu sem henti mér út í djúpu laugina og LÉT mig kaupa þennan hlut :)
En mikið er ég ánægð... þá er amk partur af jólagjöfinni hennar Nínu kominn í hús :)
NEI Nína... þú færð ekki að sjá þá fyrr en þú opnar jólapakkann :)
Fyrir utan stóra Ebay ævintýrið er alveg hreint frábært að frétta úr henni Boston.
Mamma og pabbi komu á miðvikudagskvöldið eftir rúmlega 3 vikur í Orlando. Ég sótti þau út á völl og síðan pöntuðum við okkur pizzu og kjöftuðum saman... Á fimmtudaginn var síðan Thanksgiving day. Heljarinnar rigning úti eins og alla þá daga sem mamma og pabbi hafa verið í Boston. En við létum það ekki á okkur fá og skelltum okkur á Four Season hótel hér í Boston og fengum ekkert smá góða Thanksgiving Turkey máltíð á svona líka fancy og flottum veitingastað. Alveg hreint æðislegt....
Í gær var síðan loksins sól og frábært veður þannig að við fórum upp í Prudential Tower og skoðuðum útsýnið yfir borgina frá 50. hæð. Obboðslega fallegt og náði að benda þeim á hitt og þetta samhliða því sem við hlustuðum á Audio tour. Síðan vorum við búin að leigja bílaleigubíl.. og gerðist ég guide í hlutastarfi því við náðum nánast að keyra um alla Boston og hluta af Cambridge þannig að ég gat sýnt þeim svona það helsta. Góður dagur :)
Um kvöldið hittum við síðan Þorvald, Röggu, Önnu Katrínu, Ásdísi og Dodda á Capital Grill á Newbury Street þar sem við snæddum saman ljúffenga máltíð. Hrikalega góður matur og notalegt umhverfi með góðu fólki. Við unga fólkið kíktum síðan á Match í drykk og héldum svo heim á leið.
Í dag er líka svona hrikalega gott veður... Mamma rölti upp í Crate and Barrel á meðan á Ebay ævintýrinu mínu stóð og síðan ætlum við saman út að rölta. Í kvöld er svo planið að fara að sjá Blue Man Group og fara síðan ekkva gott út að borða.
Heyrumst betur :)

18 nóvember 2006

Hitt og þetta!

Já, til að afsanna þá kenningu sumra vina minna að ég blogga bara þegar ég er í prófum ákvað ég að skrifa inn smá pistil um það sem á daga mína hefur drifið :)
Í gær ákvað ég að hafa letidag dauðans eftir stórgóða prófatörn... Vaknaði ekki fyrr en uppúr hádegi og hafði það svo obboðslega kósí :) Horfði á einhverja 6 þætti af Sex and the City, 8. þáttinn í Greys og fór svo í sturtu, litaði og plokkaði og gerði mig sætari en ég er :)
Fór síðan á Sushi staðinn minn og fékk mér California Roll og Spicy Salmon Roll og að sjálfsögðu einn Kirin Ichiban með :) Þær eru orðnar svo miklar vinkonur mínar þarna á staðnum að ég þarf nánast ekki að biðja um það sem ég vil... orðið nánast það gott að maturinn sé kominn á borðið þegar ég mæti á svæðið :)
Eftir dágóðan "Palli var einn í heiminum" leik, langaði mig að hitta annað fólk þannig að ég bauð mér í heimsókn til Dodda og Ásdísar ... Spjölluðum um heima og geima og enduðum svo með því að horfa á Lethal Weapon 1....
... sem var by the way algjör snilld... í fyrsta lagi gerir maður ráð fyrir að allir hafi séð þessar myndir og í öðru lagi telur maður gefið að maður kunni einhvern veginn svona klassíska mynd utan að. En annað kom á daginn... Öll höfðum við séð myndina en vorum hreinlega alveg búin að steingleyma henni. Og hún kom þægilega á óvart.... Algjör snilld að sjá Mel Gibson nánast nýfermdan og sætan og allt í myndinni var ekkva svo innilega eighties... :) Mæli með því að þið kíkið á myndina við fyrsta tækifæri.
Í dag vaknaði ég líka upp úr hádegi... hehe það er bara svo gott að sooooofa :)
Ég var ekki búin að fara að versla síðan Vilborg og Nína voru hérna þannig að það má segja að það hafi verið orðið hálftómt í ísskápnum. Þó, mér til mikillar furðu, hef ég komið sjálfri mér á óvart með snilldartöktum í eldhúsinu og galdrað fram hverja ofurréttina á fætur öðrum úr því hráefni sem var til hverju sinni.... en núna var ísskápurinn eiginlega farinn að skipa mér að fara í búðina :)
Þannig að hver annar er elsku Zipcar kom til bjargar :)

Leið nánast eins og ég væri komin heim að keyra sæta bílinn minn heima.. sem er reyndar búið að selja en hvað um það.. alltaf gott að keyra hr. volvo.
Það er samt obboðslega erfitt að versla í matinn í Ameríku. Það eru til svona 50 tegundir af mjólk, 200 tegundir af skinku og þess háttar áleggi á brauð, 10 tegundir af sojasósu, 70 tegundir af hrísgrjónum, 10 tegundir af eplum og u.þ.b. 7569 tegundir af frosnum ís. Það tók mig ekki nema uþb 2 tíma að versla fyrir mig eina hehe geri aðrir betur :)
Mætti síðan stelpu á flipflops hérna fyrir utan áðan... Óttar er einmitt búinn að furða sig mjög á flipflop æði bandaríkjamanna... dansandi með headphones í eyrunum... já hún var ekki með Ipod heldur með hinn klassíska ferðageislaspilara í hendinni.... sjaldséð sjón :)
Hurru.. ég ætla að fara að ganga frá matnum... er síðan að fara að passa hann Kela minn í kvöld meðan Magga og Gummi fara út að borða með foreldrum Gumma... og síðan ætla ég jafnvel að kíkja á tjúttið með Dís n Doddz og Jóel.
Heyri í ykkur seinna my lovz :)

16 nóvember 2006

Nýi vinur minn...



Wikipedia er nýi vinur minn...

.... en samt ennþá í 2. sæti á eftir google :)

14 nóvember 2006

Búnað læra fullt nýtt í dag :)

.... ég er td. að nota George Foreman grillið mitt núna....

  • Síðan er ég búin að læra hvernig hægt er að læsa bakaraofninum mínum með tökkunum á ofninum.
  • Síðan er ég líka búin að læra hvernig hægt er að reikna summur og margfalda fylki á vasareikninum mínum.
  • Og síðast en ekki síst komst ég að því að í einu glasi af Nectar er rííííflega dagsskammtur af C-vítamíni.

Ha, hver þarf líkindafræði þegar hann hefur allt þetta :)

Læra smæra pumpfh

hummm...

...mig langar í ííííííííssskaldan sykurlausan eplasvala með flatkökunni og kæfunni!

HEI ÞIÐ!

... Chilliði alveg :)
Það eru nú bara u.þ.b. 14 klukkutímar síðan ég kláraði prófið þannig að bara aaaaalveg róleg á því :) Ég er nú sko ekkert hætt að blogga... enda er annað próf á fimmtudaginn hehehhe. Maður verður nú líka að fá að sofa... munið það er 5 tíma munur hér og á klakanum.
En já.. það gekk nú bara svona líka ágætlega á prófinu. Var reyndar með miðannarpróf frá því í fyrra... Midterm 1 var óskaplega svipað Midterm 1 í fyrra... en prófessornum hefur fundist of margir ná síðast því þetta próf var gjörólíkt prófinu í fyrra og reyndi mikið á skilning.
Auðvitað massaði ég það eins og allt annað :)
Hehehe, nei prófið var mjög langt og var ég á milljón að skrifa allan tíman. Óttar sat við hliðina á mér og sá ég að hann kepptist líka við að klára prófið. Ekki hjálpaði til að við þurftum að skipta um stofu (frá venjulegu stofunni sem við erum alltaf í ) af því við vorum svo mörg að taka prófið, yfir í svona týpíska fyrirlestrastofu með borðum sem maður tekur upp úr stólunum... skiljiði.. þannig að borðplássið var varla stærra en eitt frímerki... Kjöraðstæður fyrir próf :)
En já.. þetta gekk bara ágætlega... Segi með 99% confidence (a.k.a Lík og Töl) að ég verði á bilinu 8,5 til 9.8. Segi með 95& confidence að ég verði á bilinu 9,0-9,5.
haha... farin að læra undir líkindafræði....
yfir og út :)

13 nóvember 2006

Ja hérna hér...

... ein að taka þessum leik rosalega alvarlega... :) Eða ekki...
Ekki ennþá komið svar á færslunni hér fyrir neðan! Haldið áfram að giska!

4 tímar í próf :)

11 nóvember 2006

Einu sinni enn...

já þetta tókst svona líka vel að ég ætla að reyna einu sinni í viðbót.... vonandi með erfiðari spurningu.. svo ég spyr: HVER ER MAÐURINN?
p.s. bannað að giska á nafn án þess að fyrri vísbendingar gefi það nákvæmlega til kynna að maður viti hver maðurinn er :)

Hver er maðurinn?

Á daglega bloggrúnti mínum þennan daginn lenti ég inn á síðu hjá fólki sem ég þekki ekki neitt... en þar var alveg hrikalega skemmtilegur leikur í gangi... HVER ER MAÐURINN!
Nú er ég búin að hugsa einstakling og bið ykkur, kæru lesendur, að hefja leikinn hér í kommentunum hér fyrir neðan. :)

10 nóvember 2006

Pæling..

Ætli það renni einhvern tímann upp sá dagur að maður geti verið á tveimur stöðum í einu...??
Hugsið ykkur ef maður gæti verið í sitthvorri heimsálfunni og verið að skoða og upplifa mismunandi hluti á sama tíma. Ætli það væri ekki fínt? A.m.k. helvíti mikill tímasparnaður :)
Svo er spurningin hvort þetta væri siðferðislega rétt? Ætli margir myndu ekki misnota þetta og lifa tvöföldu lífi? Það er spurning... það væri þá hægt að setja þá aðila í straff í að geta verið á tveimur stöðum í einu....
Amk væri ég obboðslega mikið til í að geta verið á tveimur stöðum í einu í kvöld, því að í kvöld er risa partý á Nasa fyrir alla gömlu Stöðvar 2 starfsmennina sem hafa unnið þar á sl. 20 árum og áður en 365 stórveldið varð til :) Þeir sem þekkja mig vita að ég má hreinlega ekki missa af neinu og því verkjar mig í hjartað að fá ekki að tjútta með Döggu, Helgu Gísla, Bryndísi, Ástu, Rakel og öðrum stórvinum mínum í kvöld.... Ég hefði seriously skoðað það að fara heim ef ekki væru Midterms í næstu viku... (já kannski ekki í alvörunni... en svona í þykjustu heimi hefði ég farið heim :) Góð hugmynd að minnsta kosti....)
Annars verður eflaust bara hundleiðinlegt hjá þeim þar sem vantar aðaldjammpíuna :) hahahahhahahahh ég má allavegana halda það ...
Muniði svo líka eftir þáttunum í gamla daga þar sem stelpan setti puttana saman og stöðvaði tímann.. þannig að hún gat gert það sem hún vildi og svo bara klappaði hún og þá varð allt aftur normal... Ég væri alveg til í það núna þegar ég er að fara að læra undir þetta #$%#$& leiðinlega lík og töl próf. Neinei... ég massa þetta bara....
Annars er doldið spes að það eru bara 3 * 13 dagar þangað til að ég kem heim....
Það eriggi neiiitttt.... :)
Heimta heimkomunefnd, skilti, blóm, alla fjölmiðla landsins og allan pakkann þegar ég kem heim :) Hlakka ógó mikið til að knúsa ykkur öll....
Back to the studies... Love you guys..
P.s. Ég vil nota tækifærið og lýsa eftir góðvinkonu minni Henný Sif Bjarnadóttur!
Væri obbboðslega gaman að heyra frá henni :) Ég veit þú ert þarna úti..... svaraðu símunum þínum eða hringdu í mig :) Love you ...

06 nóvember 2006

Long time no....

vræting onn ðiss blogg man!
Nína og Vilborg fóru í kvöld út á völl áleiðis til Íslands eftir vikudvöl hjá mér í Boston.
Það er búið að vera ekkert smá yndislegt að hafa þær ... hins vegar var dálítið erfitt að pakka þar sem þær / (við) / erum búnar að vera rosalega duglegar að versla. Já, það er svona þegar það koma gestir, þá nýtur maður þess svo sannarlega að vera í útlöndum og verslar nánast alveg jafn mikið og gestirnir. Meira að segja Ásdís er búin að slást dálítið oft með í verslunarleiðangrana okkar. Hæst stendur ferðin í Outletið sem Ásdís sagði frá á síðunni sinni. Síðan erum við búnar að þræða Boston endilanga og skoða hitt og þetta. Duglegust hefur þó verið Vilborg, en hún skrapp upp í Prudential Tower og fór í obboðslega skemmtilegan sightseeing tour... í strætóum, rútum, lestum og gangandi... og endaði svo í messu á Copley Square. Þvílíkt góður og skemmtilegur dagur hjá henni...
Á föstudaginn síðasta fórum við síðan gott út að borða á Houstons ásamt Ásdísi og Dodda og fórum síðan á ótrúlega töff klúbb með töff fólki :) og dönsuðum af okkur rassgatið :)
Að sjálfsögðu skruppum við síðan í IKEA og síðan notaði ég nottla Bob the Builder í að hengja upp kertalistaverk fyrir ofan arinninn og í að setja saman skrifborðið og stofuborðið... sem by the way ég fékk á asssskoti góðum afslætti í IKEA svo ekki sé meira sagt.
Síðan erum við búnar að vera duglegar að leigja Zipcar bíla... fórum í góðan bíltúr um Cambridge og sáum alveg heilan helling.. Í dag er ég líka búin að taka Zipcar þrisvar sinnum....
Einu sinni til að fara út í Home Depot... einu sinni til að skutla stelpunum út á völl.... já og í þriðja skiptið... til að fara strax aftur út á flugvöll og sækja næsta holl...... :)