Dagur 9: Miðvikudagur 30. maí 2007
Vð Nína fengum okkur þrusugóða beyglu á Einstein’s Bros Bagel.. á meðan þau hin fengu sér all american á Waffle House.
vertu hjartanlega velkomin/n í furðulegt ferðalag um hugarheima mína...
Vð Nína fengum okkur þrusugóða beyglu á Einstein’s Bros Bagel.. á meðan þau hin fengu sér all american á Waffle House.
Við stoppuðum á leiðinni í Dairy Queen sem Nína er búin að þrá alla ferðina. Fundum aðra Coupon bók og fundum ódýrt herbergi á Econo Logde í Albuquerque. Tékkuðum okkur inn og skutumst á Pizza Hut / Taco Bell og vorum svo sofnuð fyrir eitt.
Vöknuðum um níu, fengum okkur morgunmat á hótelinu og vorum komin af stað kl 10.30.
Við enduðum með að fara á National Cowboy & Western Heritage Museum þar sem við skoðuðum kúreka, kúrekastígvél, kúrekahatta, kúrekaþorp og alls konar annað skemmtilegt. Okkur fannst okkur öllum reyndar safnið svolítið illa upp sett og doldið flókið að rata um það .. en við rötuðum á kaffiteríuna í endann sem er eflaust besta ákvörðun sem við höfum tekið hingað til. Fengum þennan líka æðislega hlaðborð, heimilislegan mömmumat. Jummí
Einn skemmti sér aðeins of vel og stökk inn á völlinn en var handtekinn um leið af feitu löggunni en við skemmtum okkur hins vegar konunglega og læt ég hér fylgja nokkrar myndir af okkur úr sólinni á Fenway Park:
Laugardeginum eyddu Henný og Kristján á Newbury Street og þar í kring. Við Nína skutluðumst í Ikea og fórum síðan í þrusu skemmtilegt útskriftarpartý til Ásdísar. Þar var fullt af fólki og gríðarleg stemmning. Enduðum svo kvöldið á að rölta á Lansdowne Street og fórum svo á klúbb sem heitir Tequila Rain og dönsuðum fram á rauða nótt... þ.e.a.s. til 2am og þá lokar allt hér í Boston ;)
Á sunnudaginn tókum við bíl og keyrðum út um allt bókstaflega. Náðum að afkasta alveg heilum helling .. svo mikið að eftir á leið okkur eins og tveir dagar hefðu liðið. Fórum síðan fínt út að borða um kvöldið á Abe & Louise á Boylston. Svo skemmtilega vildi til að Ásdís, Doddi og 2x foreldrar voru af hreinni tilviljun nánast á næsta borði. Komum svo við í Shaws á leiðinni heim og skemmtum okkur svo rosalega vel í stífri jarðaberja Mohito drykkju hérna heima.
Mánudagurinn rann upp með glampandi sól og um 30 stiga hita og því ákváðum við bara að rölta af stað og njóta dagsins úti í sólinni. Borðuðum fyrst á Cheesecake Factory og röltum svo í Boston Common og keyptum frisbí disk og spiluðum frisbí í tæpa 3 tíma.