31 maí 2007

Dagur 9: Miðvikudagur 30. maí 2007

Vöknuðum kl 8.15, planið var að hittast við bílinn kl 8.45 en við vorum aðeins og sein þannig að við vorum lögð í hann rúmlega 9.30, enda langur keyrsludagur framundan.

Vð Nína fengum okkur þrusugóða beyglu á Einstein’s Bros Bagel.. á meðan þau hin fengu sér all american á Waffle House. Við keyrðum gengum gamla bæinn í Albuquerque og skoðum gamla fallega kirkju og keyrðum svo út úr bænum á Historic Route 66 beint áfram til Gallup, New Mexico.

Skelltum einni skoðanakönnun á liðið og fengum okkur snæðing og héldum síðan áfram norður upp New Mexico og skoðuðum Four Corners Monument. Þar getur maður staðið samtímis á fjórum fylkjum í einu; New Mexico, Utah, Colorado og Arizona. Við eyddum dágóðum tíma þar og tókum nokkrar sprellimyndir. Ég keypti mér gasalega fínan hring og hálsmen úr alvöru Navajo turquois steini.

Þá héldum við áfram til Moab Utah, þar sem við ætlum að gista næstu tvær nætur. Heimir, bekkjarbróðir minn úr Vogaskóla var svo sniðugur á að benda okkur á þann bæ þar sem við gætum farið í geggjaða fjórhjólaferð. Þakka ég honum kærlega fyrir það.

Moab er pínkulítill bær í Utah þar sem búa um 7000 manns. Við fengum ánægistilfinningu við að keyra inn í bæinn, hann var eitthvað svo krúttlegur og sætur og umvafinn einu fallegasta landslagi sem ég hef séð. Við rúntuðum einn hring um bæinn og tékkuðum okkur svo inn ( vorum í þetta skiptið öll saman í einu herbergi með 3 queen rúmum ). Fórum svo og fengum okkur pizzuhlaðborð á stað sem seldi svona eldbakaðar pizzur.

Við vorum öll frekar þreytt á því og tilhugsunin við að þurfa að vakna 7 morguninn eftir og fara í fjórhjólaferðina ýtti okkur snemma í bælið.

Dagur 8: Þriðjudagur 29. maí 2007

Vöknuðum missnemma og öll tiltölulega hress miðað við mikla spilamennsku nóttina áður. Ólöf og Ásdís rétt náðu í morgunmat, við Nína fórum báðar í sturtu og misstum þess vegna af morgunmatnum en Doddi og Gummi sváfu lengur.

Eftir ræs og eftir að allt var komið í bílinn þá héldum við af stað í kúrekabúðina. Við eyddum dágóðum klukkutíma í búðinni og keyptum okkur öll hatta nema Ásdís og Ólöf. Howdy Cowboy! Ógeðslega töff og túristaleg fundum við mexíkanskan matsölustað og borðuðum lúffengar tortilla kökur, nachos, fajitas og sallat í körfu.

Við lögðum síðan af stað í leit af ævintýrum. Ákváðum að beygja út af I-40 og fara á I-27 þar sem við fundum sannkallað ævintýraland. Byrjuðum á því að fara í Go Kart. Ógeðslega gaman. Því næst slógu strákarnir nokkra baseball bolta og síðan fórum við öll í 18-holu minigolf. Það var alveg rúmlega 30°C og glampandi sól þannig að við vorum að deyja úr hita. Í endann prófuðum við stelpurnar svo að slá nokkra softball bolta... hrikalega gaman.. á meðan strákarnir reyndu við baseballið. Kláruðum daginn í nokkrum spilakössum og lögðum svo af stað til Albuquerque, New Mexico um sexleytið.

Við stoppuðum á leiðinni í Dairy Queen sem Nína er búin að þrá alla ferðina. Fundum aðra Coupon bók og fundum ódýrt herbergi á Econo Logde í Albuquerque. Tékkuðum okkur inn og skutumst á Pizza Hut / Taco Bell og vorum svo sofnuð fyrir eitt.

Búin að bæta Arkansas og New Mexico í safnið.

Dagur 7: Mánudagur 28. maí 2007

Vöknuðum um níu, fengum okkur morgunmat á hótelinu og vorum komin af stað kl 10.30.

Í fyrsta skipti í ferðinni fengum við í dag rigningu. Veit ekki hvort það sé rigningin sem spilaði eitthvað inn í en einhvern veginn fann ekkert okkar eitthvað heillandi við Oklahoma City. Ákváðum að keyra upp að minnisvarðanum þar sem byggingin var sprengd í apríl 1995 og 168 manns létu lífið.

Frá götunni var minnisvarðinn því miður ekki mikið fyrir augað, með fullri virðingu fyrir þeim sem létu lífið í árásinni. Hins vegar þegar komið var fyrir innan var mjög fallegt um að lítast, búið var að búa til minnisvarða sem var í raun 168 stólar á grasbletti, einn fyrir hvern sem lést þennan dag. En þar sem það var grenjandi rigning þá stoppuðum við ekki lengi þarna. Þá þurftum við að ákveða hvort við ætluðum bara að keyra strax frá Oklahoma City eða finna okkur eitthvað að gera þar.

Við enduðum með að fara á National Cowboy & Western Heritage Museum þar sem við skoðuðum kúreka, kúrekastígvél, kúrekahatta, kúrekaþorp og alls konar annað skemmtilegt. Okkur fannst okkur öllum reyndar safnið svolítið illa upp sett og doldið flókið að rata um það .. en við rötuðum á kaffiteríuna í endann sem er eflaust besta ákvörðun sem við höfum tekið hingað til. Fengum þennan líka æðislega hlaðborð, heimilislegan mömmumat. Jummí

Klukkan var orðin um þrjú þegar við lögðum af stað frá Oklahoma. Við keyrðum beint til Amarillo sem tók um 4 klst. Á einni bensínstöðinni fundum við Hótel Coupon bók þar sem voru couponar á mörg hótel/mótel í Amarillo. Fundum eitt sem var rosa fínt, þ.e. hótelið sjálft og lobbýið var geggjað en gamla byggingin var notuð sem mótel þannig að við fengum herbergi þar fyrir $12 á mann nóttina. Kliiiink! Höfðum meira að segja aðgang að sundlauginni og morgunverðinum.

Við drifum í því að tékka okkur inn og skelltum okkur svo í tívolí. Klukkan var um hálfátta þegar við komum þangað. Það var opið til tíu og það voru mjög fáir í garðinum þannig að við hlupum um allan garðinn og prófuðum hvert einasta tæki. Skemmtum okkur konunglega í rússíbönum og öðrum tryllitækjum. Ásdís, Ólöf og Gummi fóru í svona vatnsrússíbanatæki þannig að þau voru rennandi blaut frá toppi til táar.

Um tíuleytið héldum við heim á hótel hress og kát og sársvöng. Stoppuðum á Outback Steakhouse og fengum góðan mat og frábæra þjónustu. Þjónustustúlkan benti okkur á kúrekabúð sem við gætum farið í til að versla kúrekahatta og síðan á ýmsa áhugaverða staði í kringum Amarillo.

Við fórum síðan upp á hótel og Ásdís og Ólöf komu sér í háttinn.. en við hin bjuggum okkur til pókerborð úr straubrettinu og spiluðum póker langt fram á nótt og drukkum ófáa bjórana.

Nú erum við sem sagt búin að bæta Oklahoma og Texas við í fylkjasafnið.

ATH ATH

Þar sem ég kemst sjaldan í tölvu þá er ég dugleg að henda inn uppsöfnuðum bloggbunka þegar ég kem því að. Eins ætla ég að reyna að vera duglegri að henda inn myndunum á síðuna.
Það eru strax komnar núna fyrstu dagarnir á myndasíðuna: http://laragudrun.myphotoalbum.com .
EN ef ég á að blogga meira þá er algjör skylda að setja komment við hverja EINUSTU FÆRSLU og hana nú :)
Hlakka til að heyra frá ykkur og sakna ykkar allra....

Dagur 6: Sunnudagur 27. maí

Vöknuðum um 10 leytið og misstum þar af leiðandi af morgunmatnum þannig að við tékkuðum bara út og hófum hina æsispennandi leit af almennilegum morgunmat. Við höfðum einhvern veginn ekki lyst á einhverju amerísku sulli þannig að við enduðum á að fara í einhvern súpermarkað í Memphis sem var nú kannski ekki alveg upp á marga fiska .... en fundum á endanum brauð, túnfisksallat, ost og skinku. Höfðum því smá PickNic í bílnum og heppnaðist það bara mjög vel :)
Södd og sæl keyrðum við alla leið til Oklahoma City eða um 7 tíma akstur.
Í einu pissu- og ísstoppinu í 30°C hitanum var ég svo mikill rosalegur lúði á leiðinni út úr bílnum að einhvern veginn datt myndavélin mín úr bílnum og niðrá jörðina. Filterinn á myndavélinni minni smallaðist í þúsundmola og umgjörðin á filternum beyglaðist smá þannig að hann var eiginlega fastur á linsunni. Við náðum að hreinsa öll glerbrotin varlega af linsunni þannig að bara umgjörðin sat pikkföst. Að öðru lagi virtist linsan og myndavélin vera í góðu lagi.
Við stoppuðum því eftir einhvern tíman í Home Depot og Best Buy.. þar sem við byrjuðum á því að kaupa töng til að losa filtersumgjörðina og fórum svo í Best Buy og keyptum svona loftbursta og klút og náðum að hreinsa þetta svona rosalega vel og fínt allt saman. Átti meira að segja auka filter þannig að það blessaðist allt saman á endanum. En mikið rosalega varð ég #"$#$&/ ekki glöð þegar þetta gerðist.
Við vorum komin til Oklahoma um 10 um kvöldið. Þar sem þessa helgi var Memorial Weekend (eða ég veit ekki hvort það var út af því eða hvort þetta er alltaf svona) en þá var ekki hræða á ferli. Við vorum sársvöng og allir veitingarstaðir sem við sáum í fljótu bragði voru lokaðir. Fundum á endanum ítalskan stað sem var mjög ljúffengum með eldbakaðar pizzur, pasta og fleira gúmmilaði.
Við gistum enn og aftur á Days Inn .. það var reyndar tölva í lobbýinu en hún var handsnúin þannig að það var nánast vonlaust að blogga þar... þannig að ég fór bara að sofa um tvö leytið.
Oklahoma kveðjur

Dagur 5: Laugardagur 26. maí

Vöknuðum um níuleytið því palnið var að vera komin út að bílnum um 10 og leggja af stað um 10.30 yfir í Graceland. Ásdís og Doddi sváfu örlítið yfir sig og Nína vakti þau með banki kl 9.52. Við erum greinilega samt orðin rosalega sjóuð í því að gista eina nótt á stað og rumpa svo öllu draslinu aftur í bílinn á sinn stað á núll einni því við vorum lögð af stað fyrir 10.30. Allt á áætlun eins og allt hefur verið hingað til samkvæmt planinu góða :)
Keyrðum beint að Days Inn við Graceland og sáum að það var bara alveg hinum megin við götuna við Graceland. Við fórum því að hótelinu og athuguðum hvort við gætum tékkað fyrr en og eitt herbergi var til af þremur og því hentum við öllu draslinu inn í það og skunduðum svo yfir í Graceland. Þetta var mjög snyrtilegt hóteli og flott. Elvis myndir í herbergjunum og gítarsundlaug í garðinum.
Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað það var lítið af fólki var á Graceland, þannig séð. Við keyptum okkur svona Platinum Tour sem innihélt túr um Graceland mansionið, aðgang að einkaflugvélunum hans Presley, bílasafninu, After Dark safninu og margt margt fleira.
Maður var einhvern veginn búinn að ákveða þetta allt öðru vísi en þetta var hreint alveg æðislegt. Við byrjuðum á því að skoða flugvélarnar hans. Önnur var massíft stór og heitir Lisa Marie og er hún hrikalega flott. Hún var búinn öllum þægindum og það er nokkuð ljóst að Elvis hefur ekkert vantað peninginn, því meira að segja sætisbeltin voru gullhúðuð með 24 karata gulli. Það var líka frekar súrrealískt að standa bara þarna við rúmstokkin á rúminu sem hann actually svaf í. Litla flugvélin var mjög flott líka og sætin þar voru frekar seventís, gul og græn og frekar funky.
Næst fengum við okkur hádegismat á amerískri hamborgarabúllu þar sem hægt var að fá eftirlætið hans Elvis, grillaða samlokuðu með hnetusnjöri og bönunum. En við ákváðum nú bara að halda okkur við hamborgarana.
Við héldum svo för okkar áfram og fórum upp að Graceland. Tók rosalega mikið af myndum og þær segja miklu meira en 1000 orð. Þetta er mjög flott hús og mikil upplifun að hafa komið þangað. Maður mátti nánast labba um allt húsið nema efri hæðina sem var privat svæði Elvis. Hann hleypti aldrei neinum þar upp og kom alltaf niður fullklæddur og prúðbúinn til í tuskið. Þetta er ótrúlegt hús to say the least. Það var líka rosalega gaman að skoða marga af þeim búningum sem hann hefur verið í í gegnum tíðina. Í endann á túrnum sáum við síðan grafir Elvis Presley, tvíburabróður hans, foreldra hans og ömmu.
Eftir skoðunarferð um mansionið fórum við að skoða bílasafnið hans Elvis. Massífir bílar! Sjá myndasíðuna. Síðan kíktum við á After Dark safnið og sögðum það síðan gott og kvöddum Graceland með brosi á vör.
Þá var loksins komið að fyrsta chillinu í ferðinni, sem við vorum búin að hlakka til mjög lengi. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um gítarsundlaugina í garðinu á hótelinu. Lágum í sólbaði, lékum okkur í sundlauginni, fórum í kollhnísarkeppni og bombukeppni og drukkum fullt fullt af bjór. Ótrúlega gaman.
Um sexleytið komum við okkur upp úr lauginni og fórum í sturtu og í partýgallann, opnuðum bjór og blushflösku og höfðum það notalegt. Pöntuðum síðan stóran leigubíl og fórum á Texas de Brazil. Krakkarnir allir nema við Nína voru að að koma þangað í fyrsta skipti og voru hrikalega ánægð með staðinn, enda klikkaði maturinn svo sannarlega ekki. Við borðuðum nánast öll yfir okkur, humarsúpan og nautafileið stóð samt upp úr.
Þá var förinni heitið í næstu götu - Beale Street - . Þangað koma u.þ.b. fimm milljónir ferðamanna árlega og er ég hreinlega viss um að þeir hafi allir verið þarna nákvæmlega þetta kvöld. Því gatan var gjörsamlega pööööökkkkkuð! Henni svipar dálítið til Bourbon Street í New Orleans, þvílík geðveiki. Við röltum fram og til baka, Nína stökk inn og keypti inn Hurricane á Pats O´brian og síðan röltum við aðeins meir. Það var varla þverfóta fyrir fólki og allsstaðar hljómaði tónlistin. Við enduðum með að fara inn á einn bar þar sem við gátum setið úti og þar var live tónlist og alles. Sátum þar og höfðum það kósí og drukkum nokkra drykki. Gaman er að segja frá því að einn úr hljómsveitinni túraði einu sinni með Tinu Turner og svo kom dóttir Al Green og söng nokkur lög. Það fyndnasta var samt að við hliðina á staðnum var lítill turn og þegar við vorum búin að sitja dágóða stund sáum við allt í einu að það var geit, já lifandi geit, upp í turninum... Mega fyndið.. hún var amk í góðum fíling.
Fórum síðan upp á hótel og sváfum værum Elvis blundi.

Dagur 4: Föstudagur 25. maí

Okkur fannst öllum hrikalega erfitt að vakna og hefðum öll viljað sofa miklu lengur but the show must go on! Setti inn fyrstu umferð af myndunum inn á flakkarann minn en það er bara svo obbbboðslega erfitt að vera ekki með tölvu því í þær fáu mínútur sem við erum inn á herbergi áður en við förum að sofa þá eru báðar tölvurnar tvær sem eru í umferð báðar uppteknar. En þið verðið bara að fyrirgefa mér það og vera bara dugleg að kommenta hjá mér þegar ég loksins kemst í það að blogga.
Við lögðum af stað áleiðis til Memphis kl 10.30 og stoppuðum á leiðinni í Nashville. Lentum þar kl 13.00 og borðuðum hádegismat. Doddi hringdi í vin sinn sem er frá Nashville og fékk svona helstu upplýsingar um hvað við ættum að minnsta kosti að skoða. Við fórum því á eina aðal götuna, Broadway, keyrðum einn hring og lögðum svo bílnum og fengum okkur hádegismat. Sátum uppi á svölum og nutum veðurblíðunnar enda yfir 30°C hiti. Við ákváðum svo að skella okkur á Country Music Hall of Fame. Eyddum þar tveimur tímum í að skoða allskonar skemmtilega kántrísprelligosa.
Keyrðum síðan áfram og skoðuðum The Parthenon, sem er endurmynd í fullri stærð af gríska hofinu sem er í Aþenu. Þar fyrir framan var risastór grasblettur og lékum við okkur í frisbí og boltaleikjum í steeiiiikjandi hita. Lögðum af stað vel sveitt og sexy til Memphis um 5.30.
Við vorum búin að bóka fyrirfram næstu tvær nætur í Memphis, eina nótt á hóteli rétt fyrir utan Memphis og eina á Days Inn alveg við Graceland. Fyrra hótelið var mjög snyrtilegt að utan en var dálítið sjabbí að innan en við erum orðin svo sjóuð í þessum málum að við létum það ekkert á okkur fá. Það var svona eins og það væri samansafn af húsgögnum á hótelinu því ekkert herbergi var eins. Doldið fyndið.
Við fórum í bíltúr til að finna okkur eitthvað að borða og enduðum á KFC. Afgreiðslukonan var nú ekki alveg sú skýrasta í bransanum og þetta var líka frekar sjabbí staður en við skemmtum okkur hins vegar alveg konunglega og sumir átu meira yfir sig en aðrir.
Enduðum svo á bensínstöðinni á leiðinni heim og keyptum kassa af Corona bjór og skelltum því í okkur yfir góðu Póker spili um kvöldið. Ég eyddi hins vegar um það bil tveimur tímum að koma blogginu hér á undan ásamt Niagara Falls blogginu inn á netið. En vonandi koma reglulega færslur inn núna héðan í frá ef ég næ að stela af og til tölvunni af Gumma og Ólöfu.
Kveðja frá Tennessee.

26 maí 2007

Myndir

Sökum tímaleysis og hæglegum myndafítus á blogger.com hef ég ákveðið að setja inn nokkrar myndir as we go along á myndasíðuna mína http://laragudrun.myphotoalbum.com og sleppa því alveg að setja inn myndir á þessa síðu :)

Ætti að vera komið inn á morgun - LGG

Dagur 3: Fimmtudagur 24. maí

Vakning 9am, sturta og fínerí. Morgunmatur í seven eleven. Front Royal var miklu fallegri í sólinni. Hins vegar komumst við að því að bara fimm mínútum áður en við löbbuðum inn í 7/11 var framið bankarán í bankanum við hliðina á. Sérkennilegt í þessum litla saklausa fallega bæ. Við létum það hins vegar ekkert á okkur fá... og keyrðum bara í rólegheitum í burtu með ránsfenginn... haha ekki alveg :)

Framundan var held ég stærsti keyrsludagurinn í ferðinni. Keyrðum alla leið frá Front Royal, VA til Knoxville, TN. ( Hátt í 700 km) Vorum mest allan tímann að keyra í Virginiu með rosalega fallegt útsýni enda hef ég held ég aldrei séð svona mikinn gróður. Leið á köflum eins og við værum að keyra í Þýskalandi. Stoppuðum í tveimur smábæum, fengum okkur subway, spiluðum frisbí og fleira hressandi. Hápunktur dagsins var eiginlega þegar Days Inn bókin týndist en fannst aftur í ruslinu dálítlu síðar við mikinn fögnuð roadtrip-manna. Keyrðum um Knoxville þar sem var mikið líf og fjör og fengum okkar að borða á veitingarstað í miðbænum. Gistum síðan á Days Inn um 25 mílur fyrir utan Knoxville í átt okkar að Nashville
.
Spiluðum póker fram eftir en vorum nánast örmagna af þreytu eftir keyrsludaginn þannig að við gáfumst upp og skriðum í bólið upp úr tvö. Við erum amk búin að læra það að við þurfum að vera aðeins fyrr komin á mótelin til að geta slappað af og haft það gott.

Svo er það bara Nashville og Memphis framundan. Adíós ;)

Dagur 2: Miðvikudagur 23. maí

Vöknuðum snemma, ræs ræs kl 8am. Fengum okkur bara alveg dýrindismorgunmat á mótelinu, beyglu með smurosti, banana og epladjús. Lögðum svo í hann um 9.30 og vorum komin til Washington, D.C. rétt um 11 leytið.
Washington er hrikalega falleg borg og allt of mikið hægt að skoða til að fitta því inn á einn dag en við vorum öll sammála um það að við værum hæst ánægð með daginn enda brjálað gott veður og yndisleg borg.
Við komum á Union Station í miðbæ Washington og lögðum bílnum. Þetta var ekkert smá flott lestarstöð með yfir 100 veitingarstöðum, 9 bíósölum, fullt fullt af búðum og margt fleira.
Beint fyrir utan lestarstöðina var minnisvarði af Christofer Columbus og þar við ákváðum við að fara í sight-seeing í Old-Trolley Tour sem ferðast um alla helstu staðina í Washington og maður má hoppa inn og út eftir hentugleika á ákveðnum stoppistöðum. Ásdís og Doddi héldu áfram í bílnum á meðan við hin fórum út við U.S. Captiol. Þar hefur U.S. Congress fundað frá 1800. Obboðslega falleg bygging og líka byggingarnar í kring, Supreme Court og The Library og Congress. Supreme Court var sérstaklega falleg bygging enda stærsta hús í heimi sem er byggt úr marmara.
Tókum síðan trolleyið að Thomas Jefferson minnisvarðanum. Rosalega fallegur og stendur við frekar stórt vatn. Þarna var hungrið farið að segja til sín og enn ekki veitingarstaður í nánd. Keyptum okkur því bara vatn og hoppuðum aftur upp í trolleyið.
Þá var stoppað við Lincoln memorial. Það var ótrúleg upplifun að standa þar og horfa yfir vatnið að Washington Memorial, eða stóru stönginni eins og við köllum það. Tókum hellings myndir og skoðuðum okkur vel um þar ásamt því að skoða Vietnan Veterans Memorial og WW II memorial.
Þegar hingað var komið vorum við gjörsamlega dáin úr þorsta (bjórþorsta) og hungri. Við röltum því og röltum en fundum engan veitingarstað þannig að við ákváðum að taka taxa í áttina að Hard Rock. Það var hins vegar svo hrikalega stór hópur á leiðinni þar inn að við römbuðum inn á ótrúlega kósí og skemmtilegan pöbb. Fengum rosa góðan mat og könnur af bjór og ekki skemmdi fyrir, sérstaklega fyrir Gumma og Nínu, að það var við að sýna úrslitaleikinn í meistaradeildinni Milan – Liverpool þar sem Milan vann.
Við röltum yfir að Hvíta Húsinu. Það var greinilega eitthvað mikið að gerast því það voru herþyrlur sveimandi um og menn upp á þaki með massa byssur og horfðu allt í kringum sig gengum kíki. Húsið var obboðslega fallegt en þó fannst mér US Capitol byggingin miklu fallegri. Reyndar er skemmtilegt frá því að segja að við héldum öll á leiðinni inní Washington að sú bygging væri Hvíta Húsið ... Svona erum við vitlaus ;)

Upp úr 6.30 röltum við svo aftur upp að Union Station lestarstöðinni þar sem við hittum aftur Ásdísi og Dodda. Við komum við í bjórbúðinni þannig að núna eigum við bjórkassa í bílnum sem við tökum alltaf með okkur upp á hótel og geymum í ísskápnum. Höfum nú samt hingað til ekki verið mjög dugleg að drekka hann. Efast samt að hann fari á endanum til spillis.

Við keyrðum áfram gegnum Arlington National Cemetary og stoppuðum við Iwo Jima minnisvarðann. Þetta er “flags of our father” styttan góða. Fallegt útsýni þaðan yfir borgina.
Keyrðum einnig fram hjá Pentagon á leið okkar frá Washington eftir frábæran dag. (8pm)

Núna er því búið að bæta D.C. og Virginu í fylkjasafnið.

Við vorum hins vegar ekki búin að panta mótel né hringja áður og núna var klukkan orðin dálítið margt þannig að við beygðum út af einum exit þegar klukkan var um 9.30 og enduðum í bænum Front Royal þar sem búa um 15000 manns. Fundum glæsilegan Pizza Hut stað þar sem við vorum einu gestirnir á svæðinu og aðeins 30 min í lokun. Vorum mjög vinsæl að panta tvær stórar pizzur og brauðstangir svona rétt fyrir lokun. Skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið. Þá hófst leitin mikla af gististað fyrir nóttina. Hringdum á heilan helling af hótelum en enduðum á einu sem hét Cool Harbor Motel sem var ægilega fínt og snyrtilegt. Fengum tvö herbergi sem var hægt að opna á milli – agalega hentugt.
Lágum og kjöftuðum í afslappelsi og fórum svo í háttinn.

Dagur 1: Þriðjudagur 22. maí

Þá er loksins komið að því - Roadtrip USA 2007 skollið á.
Við sóttum bílinn út á flugvöll daginn áður og erum við rosalega ánægð með bílinn. Toyota Sienna árgerð 2007 og nánast ókeyrður, rúmgóður og fallegur.

22. maí rann upp og vöknuðum við eldsnemma eftir áhyggjumikið panik pökkunarkast hjá mér .. hahah neinei ekkert alvarlegt en ég held nú samt að ég sé með allt of mikið með mér.. en ég væri nú ekki ég, ef ég hefði ekki haft örlitlar áhyggjur af þessum pökkunarmálum.
Ásdís og Doddi sóttu okkur um 8.30am og vorum við officially lögð í’ann um níu leytið. Ótrúlega sérstök tilfinning að vera allt í einu bara lögð af stað. Já, lögð af stað frá Boston til New York að pikka upp Ólöfu og Gumma. Ferðin þangað gekk rosa vel, örlítil traffík inn í Brooklyn en annars gekk að smuðrulaust fyrir sig. Vorum lent hjá Ólöfu og Gumma um 12.30.
Fengum okkur að snæða á Dinernum á horninu, pöntuðum fjórhjólaferðina í Moab og lögðum svo af stað áleiðis til Philadelphiu, Pennsylvania. Við lentum þar um 5pm. Ég var búin að prenta út svona self-guided 3 mílnu göngutúr / the Constitutional Walking Tour of Philadelphia / um miðbæ Philadelphiu þannig að við vissum svona sirka hvar við áttum að leggja. Við röltum um í frábæru veðri, 27°C hita og glampandi sól. Philadelphia virkar mjög yndisleg og róleg borg og svipaði að nokkru leyti til Boston. Skoðuðum m.a. National Constitution Center, The Liberty Bell Center, Independnce Hall, Congress Hall, Old City Hall, fyrsta og annan bankann í USA, Washington Square Park og margt margt fleira.
Það var í Philadelphiu sem Ameríka var lýst sjálfstæð þann 4. júlí 1776. Í dag táknar Liberty bjallan frelsi Ameríku frá Bretlandi og allt þetta gerðist í Independence Hall sem er oft kölluð “the birthplace of America”. Ja hérna hér.
Borðuðum svo á ljúffengum sushi-stað í miðbæ Philadelphiu. Síðan sóttum við bílinn og keyrðum um borgina. Keyrðum áfram götu í átt að Philadelphia Museum of Art þar sem var flaggað fánum frá öllum “sjálfstæðum löndum” (gisk) amk skartaði íslenski fáninn sínu fegursta þarna og var hann að sjálfsögðu langflottastur.
Safnið var obbbboðslega fallegt og er þriðja stærsta listasafn í USA. Það er einnig frægt fyrir Rocky tröppurnar góðu úr samnefndri mynd. Tókum myndir af okkur með Rocky styttunni og hlupum að sjálfsögðu upp tröppurnar á núll einni ...

Hress og kát eftir gott stopp héldum við áfram för okkar áleiðis til Washington. Um níuleytið fórum við að hringjast fyrir og finna mótel til að gista á og fundum eitt ódýrt og gott Days Inn hótel í Edgewood um klukkutíma fyrir utan Washington. Mjög flott mótel og gistu Ásdís, Doddi, Ólöf og Gummi saman í einu herbergi og við Nína í hinu. Ekki skemmdi heldur fyrir að við borguðum aðeins $143 dollara fyrir bæði herbergin eða rétt um 1400 kr á mann.

Fórum í gegnum sex fylki þennan daginn:
Massaschusetts, Connecticut, New York, New Jersey, Pennsylvania og Maryland.

24 maí 2007

Niagara Falls

Jæja, oft var þörf að blogga en nú er nauðsyn ef ég á líka að komast á áætlun í Roadtripsbloggi...

Mamma og pabbi voru svo yndisleg og sniðug að gefa mér í afmælisgjöf ferð upp til Niagara Falls og skelltum við Nína okkur fimmtudaginn 17 maí sl. Við leigðum ægilega fínan bíl frá Hertz og lögðum af stað í rúmt 460 mílna ferðalag - 7 og hálfur tímur hvor leið. Ferðalagið gekk ótrúlega vel upp eftir og eftir nokkur pissustopp og marga bílaleiki komum við til Niagara Falls, Ontario, Canada rétt fyrir kvöldmatarleytið.
Við vorum á þvílíkt flottu hóteli, Embassy Suites, Canada-megin með frábæru útsýni yfir fossana. Herbergið var líka það stórt að það var sér stofa fremst og síðan labbaði maður áfram í gegnum eldhúsið með baði til hliðar og þaðan inn í svefnherbergið þar sem þetta geggjaða útsýni blasti við. Ekki var verra að það var geggjaður nudd-heitapottur inn á baði.

Það var gluggi fram á gang og þar tók við massa stofa með borðstofuborði og alles




Útsýnið út um herbergisgluggann var heldur ekki af lakari endanum..

Við skelltum okkur beint á Tony Roma’s og fengum okkur ljúffeng og langþráð rif.

Röltum síðan um hverfið og smelltum af nokkrum myndum af fossunum. (nokkrum er understatement) Frá kl níu til miðnættis var fossinn upplýstur í öllum regnboganslitum. Við ákváðum síðan bara að fara snemma að sofa eftir langt ferðalag til að geta vaknað snemma daginn eftir.



Við pöntuðum okkur bátsferð um Niagara River, mjög skemmtilegur bátur sem var opinn og flatur undir þannig að hann virkaði eins og Jet Ski. Við áttum pantað kl 11.30 og áttum að vera mættar hálftíma fyrr. Við skelltum því í okkur ljúffengum (NOT! J) amerískum morgunmat á hótelinu og héldum galvaskar af stað. Að sjálfsögðu vorum við með elsku Dúddu í bílnum (fyrir þá sem ekki vita hvað Dúdda er, þá er það GPS tæki) og stimpluðum við inn áfangastað og var áætlaður aksturstími um 30 mín. Við héldum því að stað með fullt traust á dúdduna okkar. Eftir uþb 15 mín akstur var komið að hinni örlagaríku hægri beygju. Dúddan skynjaði ekki litla veginn sem við áttum actually að beygja á.. en í staðinn “sagði hún okkur” að beygja nokkrum fetum fyrr og þá byrjaði ballið. Við vorum víst bara komin í risastóra einstefnu götu with no turning back merkta CARS TO USA. Úps nú voru góð ráð dýr… ég ekki með I-20 mitt og við að verða of seinar í bátinn. Náði sem betur fer að fresta því um einn og hálfan tíma en tollurinn var samt ennþá fyrir framan okkur og eflaust um 300 bílar fastir í traffík .. Ég byrjaði á því að hlaupa út og spyrjast fyrir í bílnum fyrir aftan okkur en hann tjáði okkur að eina leiðin væri að fara í gegnum tollinn og landamærin og útskýra bara að dúddan hefði beilað á okkur og það hlyti að reddast.. Sömu sögu hafði einn trukkabílstjórinn að segja, við værum bara í tómum vandræðum en hann var mjög elskulegur og hjálpsamur. Ég hljóp að tollinum og mætti þar svakalegri grybbu þannig að ég hrökklaðist eiginlega bara til baka. Nú voru góð ráð dýr… Við sátum aðeins í traffikinni en svo ákvað Nína að reyna einu sinni enn að tala við tolla gellurnar og ein var svo elskuleg að leyfa okkur að taka U-beygju án þess að fara í gegnum landamærin. Jeiiii Við vorum sloppnar.


Við keyrðum þá áfram niður til Niagara on the Lakes. Þvílíkt fallegur staður með risa stórum og fallegum húsum. Á leiðinni keyrðum við fram hjá risa vínekrum og ákváðum því að stoppa þar. Inniskillin var nafnið á vínekrunni og keyptum við rosa gott hvítvín eftir vínsmökkun ..

Veðrið var ekkert smá fallegt og gott og vorum við mjög spenntar að fara í bátsferðina. Enda var hún geggjuð, rafting af gráðu 5 og öldurnar gusuðust alveg yfir okkur og vorum við rennandi blautar frá toppi til táar. Þetta var um klukkutíma ferð og skemmtum við okkur konunglega.

Ég mæli amk með að fólk komi til Niagara Falls og það verði Canada megin því þar sést miklu miklu betur á fossana. Síðan er nánast skylda að vera á hóteli með Fallsview. Ótrúlega gaman og þetta fer án efa á topp 10 af flottustu stöðum sem ég komið á.

Við skelltum okkur í Journey behind the Falls þar sem maður gat farið niður með fossinum og hann skvettist allur yfir okkur og síðan er hægt að fara bak við fossinn og kíkja út á hann á tveimur mismunandi stöðum. Mögnuð upplifun og þvílíkar drunur. Við tókum því “örfáar myndir” .. held að ég hafi endað í hátt í 1000 myndum.



Ótrúlega gaman að rölta síðan um svæðið og mikið að skoða. Við borðuðum á Hard Rock og röltum síðan upp á hotel, drukkum vínekruhvítvínið og horfðum á flugeldasýningu yfir fossunum. Eftir hana skelltum við okkur svo í Casinoið. Mega stórt casino og við erum strax farnar að kvíða því að fara til Vegas því $100 hurfu einn tveir og bingo áður en við nánast tókum eftir því… Úff maður verður að plana vel Vegas eyðsluna ;)


Daginn eftir keyrðum við um Niagara Falls svæðið og kíktum í Duty Free Store en keyptum reyndar ekki neitt. Síðan lögðum við í hann um 1pm og vorum komnar heim um 10pm .. því að við stoppum í 2 tíma í outleti sem við fundum á leiðinni. Frábær ferð og góð upphitun fyrir Roadtripið .....

Kv. Lára og Nína

17 maí 2007

Niagara Falls

Jæja, þá byrjar generalprufan fyrir Roadtrippið...
Við Nína erum rétt í þessu að fara að leggja í hann í 7 tíma akstur upp til Niagara Falls. Við ætlum að gista Canada megin og erum í rosa fínu herbergi með útsýni yfir báða fossana.
Þetta verður ekkert smá gaman.. og ég lofa að taka milljón myndir eins og mér einni er lagið ;)
Hvur veit nema við hendumst til Toronto í leiðinni....
Komum aftur á laugardagskvöld.. þangað til þá - hafið það gott ....

13 maí 2007

Boston fréttir...

Hæhæ, héðan er allt rosalega gott að frétta. Veðrið leikur við okkur og við erum búin að bralla alveg hellings mikið.

Loksins loksins létum við verða af því að skella okkur á Red Sox leik á Fenway Park.

Ætluðum með Ásdísi og Dodda í gær en ákváðum í staðinn að fara öll saman í dag. Sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Fengum mögnuð sæti fyrir slikk og sólin gjörsamlega steikti okkur ;) Framan af leit ekki út fyrir að við fengjum að sjá mikið spennandi leik... staðan í byrjun 9. hrinu (síðasta hrinan) var 0 - 5 Baltimore í hag og ekki eitt home-run komið í leiknum. Nokkuð var um það að fólk stóð upp og yfirgaf völlinn en þau naga sig eflaust í handarbökin núna því lokaspretturinn var magnaður!

RedSox menn náðu svo sannarlega að snúa leiknum okkur í hag og í einni hrinu (inning) náðum þeir að breyta stöðunni úr núll-fimm í sex-fimm (sjá myndir að ofan) okkur í hag og uppskárum við því sigur í leiknum. Þvílík spenna og ég hlakka til að fara aftur á leik.

Einn skemmti sér aðeins of vel og stökk inn á völlinn en var handtekinn um leið af feitu löggunni en við skemmtum okkur hins vegar konunglega og læt ég hér fylgja nokkrar myndir af okkur úr sólinni á Fenway Park:

Eins og ég var búin að minnast á þá komu Henný og Kristján með Nínu út þann 3. maí síðastliðinn. Kristján átti afmæli 4. maí og hafði hann ekki hugmynd um að Henný ætlaði að bjóða honum út og hafði ekki grænan grun um allt plottið sem Henný og Nína voru búnar að vera að undirbúa síðan í febrúar. Enda tókst þetta frábærlega og voru þau í Boston fram á mánudagskvöld 7. maí. Við skemmtun okkur hrikalega vel og náðum að gera rosalega mikið á stuttum tíma. Það má segja að við höfum náð að fara yfir nánast alla helstu staðina í og umhverfis Boston og ekki skemmdi fyrir að við fengum alveg hrikalega gott veður allan tímann.
Henný og Kristján gistu fyrstu nóttina hérna heima og gistu síðan restina á Sheraton. Fyrsta kvöldið fór í kósíheit og afslappelsi ... tókum eitt gott Grey´s maraþon. Afmælisdagurinn rann síðan upp og var Kristján sendur í lúxus spa á Newbury street þar sem hann eyddi morgninum í nudd, andlitsbað og manicure. Á meðan röltum við skvísurnar um Newbury Street. Við fórum síðan upp í Prudential Tower og nutum útsýnisins frá veitingastaðnum Top of the Hub. Mæli hins vegar ekki með matnum þar..

...en útsýnið er magnað og því er sniðugast að fara bara þangað upp í einn drykk og borða annars staðar.

Við létum það hins vegar ekki á okkur fá og héldum áfram göngu okkar um borgina. Stoppuðum í Boston Common og löbbuðum síðan alla leið niður á Quincy Market. Fórum síðan um kvöldið í ljúffengan afmælismat á Houston´s.

Laugardeginum eyddu Henný og Kristján á Newbury Street og þar í kring. Við Nína skutluðumst í Ikea og fórum síðan í þrusu skemmtilegt útskriftarpartý til Ásdísar. Þar var fullt af fólki og gríðarleg stemmning. Enduðum svo kvöldið á að rölta á Lansdowne Street og fórum svo á klúbb sem heitir Tequila Rain og dönsuðum fram á rauða nótt... þ.e.a.s. til 2am og þá lokar allt hér í Boston ;)

Á sunnudaginn tókum við bíl og keyrðum út um allt bókstaflega. Náðum að afkasta alveg heilum helling .. svo mikið að eftir á leið okkur eins og tveir dagar hefðu liðið. Fórum síðan fínt út að borða um kvöldið á Abe & Louise á Boylston. Svo skemmtilega vildi til að Ásdís, Doddi og 2x foreldrar voru af hreinni tilviljun nánast á næsta borði. Komum svo við í Shaws á leiðinni heim og skemmtum okkur svo rosalega vel í stífri jarðaberja Mohito drykkju hérna heima.

Aðrar myndir hlutu ekki náð hjá ritskoðunarnefndinni ;)

Mánudagurinn rann upp með glampandi sól og um 30 stiga hita og því ákváðum við bara að rölta af stað og njóta dagsins úti í sólinni. Borðuðum fyrst á Cheesecake Factory og röltum svo í Boston Common og keyptum frisbí disk og spiluðum frisbí í tæpa 3 tíma.

Kristján og Henný yfirgáfu okkur svo á mánudagskvöldið .. eins og okkur Henný er einum lagið þá mátti glitta í ein, tvö tár á flugvellinum. Við söknum ykkar strax og hlökkum til að koma heim í sumar og fá almennilegt garðpartý í nýja húsinu :)

Jamm og jæja... ætli ég sé ekki búin að segja nóg í bili..

Erum búnar að eyða dögunum í garðinum, bæði í blaki og í frisbí, fara á ströndina með Ásdísi og Dodda, fara í Wrentham outlet og njóta þess að vera til. Fríða kemur í heimsókn í eina nótt á morgun á leið sinni frá Íslandi til Georgia og síðan ætlum við Nína að skella okkur upp til Canada og eyða tveimur dögum við Niagara Falls. Meira um það síðar... Hafið það ofsa gott.

Lára... og Nína :)