31 janúar 2007

ahhhh...

mikið svakalega var þetta svekkjandi í gær.... við vorum svooo close but yet soooo far núna. En hins vegar verðum við að líta á björtu hliðarnar að við getum ennþá náð 5. sætinu... og þar eru ekki ómaklegri lið en Króatía, Spánn og Rússland.... Koma svo og taka þetta bara :)
Hins vegar er alveg nóg að frétta af mér sjálfri og er ég sjálf á góðri leið að verða heimsmeistari í svo mörgu. Eftir æsispennandi leik í gær, sem Ásdís og Doddi horfðu á með mér, var ég svo uppspennt og stressuð að ég skellti mér út í Marino Center (sem er íþróttacenterið hjá NorthEastern) og ákvað að fara að brenna í 20 mín eða svo. Mikið helv#$% var það notalegt og fín leið til að fá góða útrás. Vaknaði síðan snemma í morgun og skellti mér bara aftur í leikfimi... núna alveg hátt í klukkutíma brennslu. Hah sko dugleg ég.. alveg að verða heimsmeistari bara á einum sólarhring :)
Já og ég ákvað að staldra bara ekkert við þar, heldur lét eftir múgæsingshópþrýstingi frá Dís&Doddz, og byrja í Taikwondo á morgun :) Komin með búning og allt. Nú mega bara allir hreint fara að vara sig á Láru, aka Deadly Weapon :) Byrja á morgun í einkatíma, sem verða alls þrír talsins, og eftir það verður ekkert því til fyrirstöðu að ég og Ásdís verðum alveg hrikalega duglegar að mæta og sýna listir okkar :)
Já... svona er Boston í dag...
Well... got to get going... heimadæmin bíða.. Farin á bókasafnið..
Yfir og út í bili...

28 janúar 2007

Jeiii

Lítill fugl hvíslaði því að mér að Boston mætti fara að undirbúa sig... því jafnvel væri von á New York búunum Ólöfu og Gumma um næstu helgi :*) Meira um það síðar ..
Hidda kom í dag og við horfðum á þennan þvílíkt spennandi leik. Ísland - Slóvenía. Við uppskárum sigur og þ.a.l. amk þriðja sæti í milliriðlinum öruggt og því komin á topp 8 :) Haldið að það sé :) Hins vegar eru ekki eins góðar fréttir að Logi og Guðjón Valur séu meiddir.... Vonum bara að Inga nuddari og co tjösni þeim saman :)
Ætla að halda áfram að læra aðeins og fara síðan að lúlla mér.... Ásdís og Doddi mæta síðan upp úr hádegi á morgun og þá verður tekist á við þýska stálið.. JA WOLL... :) Island über alles... og hana nú! Wir gibt sieben Meter und er gibt zwei Minuten Straffe... die isländische Mannschaft ist sehr gut.
Bis bald!
Fräulein Lara Schneider

26 janúar 2007

Lára var ein í heiminum .... eða ekki :)

Tjahh þið segið það...
já það er vottur fyrir örlitlum einmannaleika hér á bæ.
Nína í skvísu-sumarbústaðaferð með öllum tilheyrandi herlegheitum, Henný og Dagbjört mestu skvísurnar á árshátíð 365 og allir einhvern veginn á fullu allsstaðar... og ég sit hér ein í milljón gráðu frosti...
Það er ekki frá því að þessi önn er einhvern veginn allt öðruvísi en sú fyrri, þar sem helmingur hinnar annarinnar fór í að koma sér fyrir svo ekki sé minnst á allan gestaganginn sem var alveg hreint ómetanlegur! Núna sé ég ekki fram á heimsóknir fyrr en 1. mars nk og fyrir utan það að kuldinn hérna er ekki alveg að gera sig.
En.. hins vegar veit ég að ég hef það alveg rrrobbboðslega gott og á alveg hellings af fallegum vinum sem hugsa til mín. Átti mjög skemmtilegt samtal við Hennsluna mína á webcam á msninu í dag... og síðan hringdi Ólöf með peppup símtal dauðans - takk sæta mín - og er ég harðákveðin að fara til New York á næstu 3 vikum... eigum eftir að finna besta tímann sem hentar að skólaskipulaginu okkar. Síðan kórónaði Dagga mín daginn þegar hún hringdi núna rétt í þessu þegar hún var á leiðinni heim af árshátíðinni og sagði að hún bara hefði orðið að hringja í mig því hún saknaði mín svo mikið... árshátíðin var víst ekki söm án mín heheheh :)
Þess vegna er þetta bara allt á uppleið og ég fékk heldur betur spark í rassinn í lærdómnum þar sem New York ferð er nú skyndilega í spilunum.
Ekki skemmir heldur fyrir að ég fékk skemmtilegar fréttir um viðbót í fjölskylduna á þessu ári. Jeiiiiiiiii..... :)
Jæja ég er þá farin aftur að læra :)
Svo er bara um að gera að rúúúúústa þessum tveimur leikjum um helgina... Slóvenar og Þýskarar þið megið bara passa ykkur....

Say no more !

p.s. Mamma.. núna kæmu ullarnærbuxurnar sér aaaaaafar vel ! brrrrrrrrrr

24 janúar 2007

Hitt og þetta :)

Héðan er allt gott að frétta, enda eintóm gleði hér á bæ eftir að Ísland vann Frakkland.
Við (ég, Díz&Doddz) erum nú þegar búin að skipuleggja að hittast og horfa á þessa fjóra leiki sem framundan eru. Við ætlum að horfa saman á Túnis leikinn á eftir meðan við slöfrum í okkur gómsætt Sushi.
Var í skólanum í allan gær með Anish og Gibran vinum mínum þar sem við vorum að vinna í heimaverkefnunum okkar. Síðan vorum við í tíma frá kl 6 og síðan kom ég heim og horfði á ótrúlega skemmtilegt American Idol sem mr. TíVó tók upp fyrir mig.
Hér er aðeins hlýrra og í fyrsta skipti síðan ég kom hefur sést í hvíta jörð :) Ekkert nema gott um það að segja svo lengi sem það er ekki 20 gráðu frost. Reyndar stefnir í að það verði ískalt hérna um helgina....
Til gamans má geta að ég hjálpaði Anish að búa til sinn fyrsta snjóbolta á ævinni. Já ótrúlegt en satt þá hafði hann aldrei séð snjó áður enda frá Indlandi þar sem er alltaf grilljón gráðu hiti. Ég sagði honum söguna þegar við bjuggum til stóra snjóhúsið út í garði hjá Guðrúnu fyrir nokkrum árum og skoraði svo á hann í snjókast um leið og það kæmi almennilegur snjór hér.
Þetta er samt alveg ótrúlegt... og reyndar voru þeir bara hálfsmeykir þegar ég var að kasta í þá snjóboltum hehehh. Ég er ekki svo viss um (þó maður blóti stundum færðinni heima) að maður myndi vilja skipta nokkru út fyrir að hafa aldrei séð snjó.... aldrei farið á skíði, aldrei á sleða út í brekku, aldrei búið til snjókarl, snjóhús eða farið í snjókast... eða jafnvel aldrei búið til engil í snjónum... hummm lífið er ótrúlega skrýtið...
En núna ætla ég að fara að koma mér í handboltastellingar... adíós og áfram Ísland :)

22 janúar 2007

We are the champions..... of the world! No time for looooosers 'cause we are the champions :)

Men hvað þetta var spennandi.... ég settist á gólfið í byrjun leiks.. og kom mér ekki í það að standa upp til að setjast í sófann... var svooooo spennt.

Hlakka til að horfa aftur á leikinn í kvöld með Ásdísi og Dodda ... því missti af smá köflum og köflum því leikurinn var alltaf að frjósa...

En ef það er ekki tilefni að vera í stuði núna... þá veit maður ekki.... :)

Gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum besta....og aðeins betur ef það er það sem þarf! í milliriðlinum.... nú verður gaman að horfa :)

Áfram Ísland!

Koma svo....

Örlítið til að komast í réttu stemmninguna...

http://www.youtube.com/watch?v=zsC9SYJke7I

Takk Guðrún

21 janúar 2007

Hvað er málið....

Fyrst skítur Íslenska handboltalandsliðið illilega á sig í Þýskalandi á móti Úkraínu og síðan tapar New England Patriots í undanúrslitunum fyrir Superbowl.. allt á sama deginum.

Spurning hvort að það eina sem dugi sé að halda með Frökkum á morgun, það væri okkar eina leið til að vinna :) En strákar, þið takið þetta á morgun.... OK Pollýanna...

Annars vil ég bara óska Badminton fólkinu innilega til hamingju með daginn... og þakka Óttari kærlega fyrir gott partý í gær og Hiddu, Ásdísi og Dodda fyrir samveruna í dag... jafnvel þótt við höfum tapað ... :)

19 janúar 2007

Æ´m alææææææv :)

jáhá... var farin að fá hótunarbréf hvort ég væri ekki að fara að auglýsa þessa síðu :) Þannig er það að ég vildi hafa allt á hreinu hvort þetta virkaði hreinlega... og eftir að opnað var fyrir aðgang að HM-síðunni í dag þá voru okkur allir vegir færir.

Síðan sjálf er : http://www.sportdigital.tv þannig að málið er að hrista þýskuna fram úr erminni. Þar þarf að registera sig inn og þá fær maður email með link sem activeitar reikninginn.
Síðan er trikkið... Maður getur borgað 19.99 Evrur fyrir alla keppnina og síðan 2.99 Evrur fyrir einstaka leik ef menn kjósa það! Til að logga sig inn skráir maður email og password neðst á síðunni.. Þar velur maður síðan Mein Konto og síðan Spiele kaufen :) Ég er svo óóóógeðslega góð í Þýskunni...

Gangi ykkur vel :)

Dagskrá Íslenska landsliðsins og okkar riðils:

Laugardagur 20. janúar
Ísland - Ástralía kl. 10:00 í Boston (15:00 á Ísl.)
Úkraína - Frakkland kl. 12:00 í Boston (17:00 á Ísl.)

Sunnudagur 21. janúar
Ástralía - Frakkland kl. 10:00 í Boston (15:00 á Ísl.)
Ísland - Úkraína kl. 12:00 í Boston (17:00 á Ísl.)

Mánudagur 22. janúar
Úkraína - Ástralía kl. 12:00 í Boston (17:00 á Ísl.)
Ísland - Frakkland kl. 14:00 í Boston (19:00 á Ísl.)

Ef maður kaupir alla keppnina á 19.99 Evrur fær maður að sjálfsögðu aðgang að öllum riðlunum.

Ég ætla pottþétt að kaupa mér aðgang þannig að þeir sem eru í Boston og vilja spara sér kaupin eru velkomnir til mín í bjór og handbolta :)

Ef þið viljið að ég skrifi upp dagskrá á öðrum leikjum þá bara holla :)

Hannes Jón... (þekkjumst við ? :) ) og aðrir nærsveitamenn ég vona að þetta hjálpi eitthvað :)

17 janúar 2007

OMG OMG OMG :)

ég er svooooooooo glöð í dag :)
Fann eftir mikla leit.... á google (hint á Kristján og Henný bwahahaha ) loksins loksins síðu á netinu þar sem ég get horft á allt HM í handbolta. Meiri gleðifréttir var nánast ekki hægt að fá í dag þar sem ég slefa af öfund að horfa á eftir Baddý vera að fara til Þýskalands á mótið.
Jeii Jeiii Jeiii núna get ég horft á HM í handbolta.....

Brrrrrrrr Boston...

Já... tölurnar hér að neðan reyndust sannar og kikkuðu svo sannarlega vel inn í dag :)
Skrapp á Sushi með Ásdísi fyrir skóla og löbbuðum svo áleiðis saman, enda báðar í tíma kl 18:00.
Takk fyrir skemmtilegar og frekar misskilar MAC samræður :)
Átti enn og aftur skondinn dag í skólanum þar sem kennarinn hleypti okkur aftur fyrr út í dag þannig að við enduðum með að fara heim til eins stráks með mér í bekk.. nokkrir krakkar sem voru líka með mér í tímum fyrir áramót. Þar spiluðum við póker eins og herforingjar og ég er núna rétt nýkomin heim... Rosa fínt kvöld..
Síðan er ég búin að koma mér kósí fyrir upp í sófa og ætla að horfa á fyrsta þáttinn af American IDOL sem MR. TíVó var svo elskulegur að taka upp fyrir mig ...
Vel á minnst... Idol... Þið verðið! að skoða þennan link... Paula Abdul idol-dómari blindfull eða vel reykt í viðtali við sjónvarpsstöð í Seattle... Alveg magnað!
Fann annað líka :
Annars er allt til á youtube.com Fann viðurstyggilega myndbandið sem sýndi aftökuna á Saddam... bwjakk... vil lítið sem ekkert tjá mig um það hins vegar.
Endilega látið mig hins vegar vita hvað ykkur finnst um elsku Paulu Abdul :)

16 janúar 2007

Erum við að grínast eða???

BRRRRRRRRRRRRRRR.......



OG Á MORGUN VERÐUR ENNÞÁ KALDARA......


Feels like -20°C... það hlýtur að vera mjööööööög kalt...

EN SVO Á EITTHVAÐ AÐEINS AÐ HLÝNA... THANK GOD!

15 janúar 2007

Löööng færsla... en ég skulda víst :)

Já.. keppnis keppni..
Skv. skilgreiningunni á þessari keppni var skilyrðið að blogga einu sinni á dag... og skv. því hef ég víst ekki alveg verið að standa mig í stykkinu...
Hins vegar finnst mér að önnur grein bloggreglnanna ætti að vera sú að það þyrfti að vera eitthvað skilyrði að ekki mætti einungis koppí peista texta frá annari vefsíðu og láta það teljast fullgild bloggfærsla... (Set Döggu Dómara í málið) Því tók ég mér frí frá störfum og naut helgarinnar í botn í góðum félagsskap og safnaði að mér efni í þessa fínu bloggfærslu....
En þá vandast málið hvað maður eigi að skrifa um :)
Ég fékk alveg hrikalega góðan félagsskap um helgina þegar hún Baddý mín kom í heimsókn, en hún var að vinna upp í New Hampshire dagana í kringum helgina. Við byrjuðum á því að stúdera og besta það hvar væri best að leggja þessu fallega farartæki sem Baddý var á.. Eins og sannir sérfræðingar fundum við það út að það væri best að leggja á einhverju forláta bílastæðasvæði í einn sólarhring og leggja svo eftir 6pm á Boylston þar sem það er frítt að leggja þar frá 6pm á laugardögum og allan sunnudaginn.. Þannig að ég tel að við höfum sloppið vel þar :)
Við fórum á Cheesecake og fengum okkur ljúffengan mat og höfðum það svo kósí heima um kvöldið. Á laugardeginum horfðum við á fyrri hálfleik á Ísland - Tékkland... by the way.. er einhver tölvusnilli þarna úti sem er tilbúinn að finna það út fyrir mig hvort ég geti náð HM í handbolta einhversstaðar.. hvort sem það sé í TV eða á netinu... Sá hinn sami fengi vegleg verðlaun :)
Síðan fórum við í leiðangur að finna Comcast búðir sem einkenndist af þónokkrum slide og sharp beygjum... HAHAHAH... en það endaði allt saman vel og núna á ég Mr. TíVó :) og get tekið upp allt sem mig langar... þá sér í lagi American Idol sem er á þriðjudögum og miðvikudögum akkurat þegar ég er í skólanum... MUST fyrir idol sjúklinga eins og mig :)
Sííííðan.... fórum við á Museum of Science... vísindamennirnir tveir... og fórum í Omni theater á geðveika sýningu í bíói þar sem sýningartjaldið er 180° kúla yfir öllum salnum. Ótrúlega sérstök tilfinning og maður lifir sig þvílíkt inn í sýninguna. Mæli með því fyrir alla og á pottþétt eftir að taka gestina sem eiga eftir að koma í heimsókn þangað :) Það var líka dálítið átakanleg mynd sem við sáum, en hún fjallaði um Hurricane Katrina.. Sagði frá tveimur tónlistarmönnum sem ætluðum fyrir Hurricane Katrinu að hrinda af stað átaki til að bjarga votlendinu (3 mán. fyrir Katrinu) og síðan um afleiðingar fellibylsins á þetta allt saman... mjög átakanlegt ...
Hér er meira um sýninguna (www.mos.org) :
This large-format film takes viewers to one of the most vibrant places in America: the Louisiana bayou and the city of New Orleans—a region overflowing with life, love, music, history, and heartbreaking natural beauty.
Tragically, the delta's bountiful coastal wetlands are eroding into the sea at the speed of one acre every 30 minutes, leaving the entire area ever more vulnerable to major hurricanes. Treated with the same care and sensitivity MacGillivray Freeman brought to the tragic story of Everest, footage shot both before and after Hurricane Katrina poignantly documents both an environmental calamity and the staggering effects of one of the most devastating natural disasters in American history.
Narrated by Meryl Streep, Hurricane on the Bayou is produced by MacGillivray Freeman Films in association
Á laugardagskvöldið fórum við síðan með Ásdísi og Dodda á Tapas bar á Newbury Street þar sem var borðaður ljúffengur tapas matur og drukkinn ótrúlega góður Mohito með :)
Fórum síðan á skemmtilegan pöbb á Lennox hótelinu og héldum síðan heim til mín og spjölluðum saman langt fram á nótt.
Vöknuðum síðan snemma til að ná seinni leiknum í handboltanum heima þar sem Ísland vann 34-32 og fengum okkur síðan Sushi. Baddý fór síðan seinni partinn aftur upp til New Hampshire og ég átti notalega sófakartöflustund.. líkt og fleiri fram á kvöld :)
Vaknaði eldhress í morgun og fór í fínan göngutúr í grenjandi rigningu og gerðist svo kræf að labba núna hinn hringinn... flippað?
Tja verð að skella mér í sturtu.. á að mæta eftir klukkutíma að láta taka sauminn úr löppinni...verður ljúft að losna við hann.. :) Síðan er það bara að byrja að skella sér af alvöru í lærdóminn haha humm?!!?!?!?!?!
Ha' det godt..

12 janúar 2007

Fen.. ekkert slen :)

Jæja.. búin með göngutúr dagsins.. Setti svo mörg skemmtileg labbilög á ipodinn minn að ég ákvað bara að labba stærri hring... Skora svo á Möggu að koma með mér næst :) Ætla að hoppa í sturtu og svo kemur Baddý skvís eftir 2 tíma og við ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða...


Versli Versl

Halló Halló frá Ammmmríku :)
Héðan er allt rosalega gott að frétta... tók mér bíl í gær og fór að versla... enda ekkert til í ísskápnum. Byrjaði á því að fara í Shaws og versla það helsta... $90 :) og ákvað svo að kíkja í Wholefoods búðina við Beacon Hill, bak við hótelið sem við vorum á, ég, Nína, Dagga og Bryndís í vor. Hef alltaf ætlað að kíkja þangað... og sé ekki eftir því. Hún er miklu stærri og girnilegri en búðin hérna rétt hjá mér... Ég gjörsamlega tapaði mér í grænmetis-og ávaxtaborðinu og var engu líkara en ég væri stödd í Disney teiknimynd... Gleymdi því í smástund að ég er bara ein í heimili.. en ætti svo sem ekki að vera í vandræðum að gúlpa í mig þetta gómsæta grænmeti...
Verst að það er ekki einungis grænmetið sem er girnilegt heldur er restin af búðinni ekkert "skárri"... Eyddi því öðrum $90 þar :) Geri aðrir betur...

Afraksturinn
Ákvað síðan að kaupa í gómsæta pizzu eftir að Magga bauð mér í ljúffenga um daginn. Það er ekki mikið mál á þessu heimili að skella í eina pizzu.. enda afbragðskokkur hér á ferð...


mmmmm ljúffeng pizza með sveppum, papriku, lauk, tómmötum, svörtum ólífum, niðurskornum ferskum basil og pizza osti... nb. þá keypti ég deigið og flatti það út sjálf... jeiiiii :)

Ekki lét ég þar við liggja heldur bjó til rosalega góðar lummur í morgun sem ég borðaði síðan með íslenskum skólaosti... mmmm :)

Ætla að skreppa út í göngutúr núna og síðan kemur Baddý um 18:00 í kvöld og við ætlum að bralla eitthvað skemmtilegt saman um helgina...

Góða helgi.... LáRa :)

10 janúar 2007

Tölva smölva

Ja hérna hér...Þráðlausa tengingin mín var búin að láta eitthvað leiðinlega og ég var alltaf að detta offline...Oft á tíðum komst ég hreinlega ekki online...
Hringdi í Comcast og Linksys og komst að því að tölvan mín og rouderinn minn voru víst out of range... ætli rouderinn hafi ekki bara saknað tölvunnar meðan hún var á Íslandi :)
Hins vegar svínvirkar þetta núna (7,9,13... so far) svo hrikalega vel að ég kemst á netið á ljóshraða.... allir í range og allir kátir :)
Það er því nánast ekkert sem stoppar mig í að blogga á fullu .... og hver veit nema maður geti talað almennilega á bæði MSN og Skype gegnum webcamið.... Vonum það amk og krossum fingur að þetta haldi áfram að vera svona hrikalega gott...
Bestu kveðjur frá íííssskaldri Boston.... (hins vegar verður 16 stiga hiti á laugardaginn...)
Stórfurðulegt
p.s. ég er að rúúúúúústa þessari keppni :)

SingStar

.... fékk þá afbragðsflugu (gott nýyrði) í höfuðið, þegar ég var að finna "út-að-labba-lög" í iTunes, að leita eftir góðri textasíðu á netinu...
Hver þarf Singstar þegar hann á iTunes, Bose headphone og stórfína söngtextasíðu ???
Sat eflaust í dágóðan hálftíma og söng hástöfum, nágrönnum mínum til mikillar kátínu :)
Það er annars að frétta af SingStar málum í USA að Ásdís og Doddi hafa komist að því að SingStar var gefið út í fyrsta skipti í nóvember sl. Þá hefur einungis verið gefinn út einn diskur en það er SingStar Rock.. sem virðist þó vera ólíkur þeim sem gefinn var út heima. Sögur herma að Ásdís ætli að fjárfesta mjög fljótlega í gripnum og þá getur Ásdís byrjað að þjálfa Boston Dúettinn sem stofnaður var sl föstudag í partýinu heima hjá mér :)
---------------------------------------------------
"Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér."
... Já eða ekki.... :)

Dugnaður... ha ?

Komiði sæl og blessuð!
Lýst hefur verið yfir Blogg-stríði milli mín Nínu og Hennýjar. Að sjálfsögðu skal ég bera sigur úr býtum :) Hvað annað...
Það er helst að frétta að ég er vöknuð og komin á ról kl. 8.30 am að staðartíma.
Ekki nóg með það heldur er ég búin að afreka það að fara í göngutúr um fenin.. og klukkan ekki orðin ellefu :) Geri aðrir betur...

Í gærkvöldi fór ég í fyrsta tímann minn.. sem var ossa gott.. kom síðan heim.. opnaði forláta rauðvínsflösku sem ég átti og horfði á People Choice Awards. Hrikalega notó..

Síðan er stefnan núna að hoppa í sturtu og hitta crewið í lunch.

09 janúar 2007

Boston baby :)

Gleðilegt ár kæru vinir!
Margt og mikið hefur verið brallað síðan ég skrifaði síðast og biðu allmargir óþreyjufullir eftir nýrri færslu. Ég lenti á Íslandi að morgni 20. des og hafði það allt of gott og hafði of mikið að gera til að deila því með ykkur hér :) Jólin voru yndisleg í alla staði og tíminn leið hreinlega bara allt of hratt. Náði ekki að hitta nærri því alla sem ég ætlaði að hitta ... þannig að það er eins gott að maður plani sumarið vel :)
Ég veit ekki hversu mikið það tekur því að rifja upp allt sem ég brallaði...en get sagt að árið 2006 var skemmtilegt og eitt það viðburðaríkasta í mínu lífi. Og svei mér þá, ég held að árið 2007 verði bara ennþá skemmtilegra... Í lok þessa árs verður 3/4 af mastersnáminu búinn... úff það er nú bara dálítið scary tilhugsun. Á milli anna ætla ég að keyra þvert og endilangt um fylki Bandaríkjanna, enda ætlum við Nína, Ásdís, Doddi, Ólöf og Gummi að taka Roadtrip USA 2007 með stæl :)
Ég lenti í Boston síðasta sunnudag og það er bara svei mér þá alveg hreint ágætt að vera komin út aftur. Amk nær maður þá að hætta að éta yfir sig af jólamat og drykk...jum.... mörgum :) og kýla á það. Ótrúlega skondið að hugsa til þess að ég held að ég hafi drukkið u.þ.b. 4 lítra af vatni meðan ég var á Íslandi meðan maður drekkur hátt í 2-3 lítra af vatni á dag hér... :)
Hins vegar er aldrei... og þeir vita það sem þekkja mig best... lognmolla í kringum mig.
Var að fá þær fregnir að hún Baddý er að koma á fimmtudaginn til Boston í vinnuferð og ætlum við að eyða helginni saman. Hver veit nema maður fái sér í aðra tánna... :)
Síðan eru amk tvær heimsóknir komnar á hreint... Gerða og Co fyrstu vikuna í mars og síðan Elsa og co í nokkra daga á leið sinni til Mississippi eitthvað um páskana.
Tekið verður við heimsóknarpöntunum til 1. febrúar næstkomandi :)
Ég byrjaði síðan í skólanum í kvöld, Engineering Project Management, og fer síðan í Economic Decision Making á morgun. Það var bara hrikalega gaman að hitta strákana aftur og erum við nú þegar búin að plana að vera dugleg að hittast utan skóla. Þessi önn leggst bara vel í mig :)
En núna ætla ég að fara að klára að ganga frá fötum og öðrum fylgihlutum og hafa það síðan kósí.
Síðan ætlum við öll (lára-magga-gummi-keli-dísa-doddi) að hittast á morgun í lunch og hafa það gaman.
Þangað til næst... (ég skal vera dugleg að blogga... og lofa styttri færslum)
Bless með stæl og varúlfsvæl :)